Októberspá Siggu Kling – Bogamaður: Þú kemur þér á óvart og því fylgir friður 7. október 2016 09:00 Elsku besti Bogamaðurinn minn. Eftir töluvert álag og stress ertu að fara inn í visst frelsi. Það er svo dásamlegt að vera frjáls. Það sem skiptir mestu máli í lífinu er að vera frjáls, frjáls í eigin skinni, frjáls undan annarra manna áliti og hafa kraftinn til að stjórna sínu eigin lífi. Því fylgir viss sársauki og pínulítill þungi að finna fyrir frelsinu. Það er svipað og þegar lægð er yfir landinu, dimm ský eru yfir, en bak við skýin er alltaf sólin. Þú tekur ábyrgð á svo mörgu sem þú bjóst ekki við að þú gætir. Þú kemur þér á óvart og því fylgir friður. Hversu dásamlegt er að hafa frið í hjarta sínu? Ekkert er betra. Þér mun finnast gaman að taka til í kringum þig, hreinsa geymsluna og einfalda umhverfi þitt. Síðan muntu skora á sjálfan þig að gera ýmsar breytingar og þú verður svo ánægður, þegar þú sérð að þú ert á réttri leið. Það mun ekki verða erfitt að hafa áhrif á fólk í kringum þig, það er eins og allt gerist dálítið fyrirhafnarlaust. Þú sérð að þú þarft ekki að sjá allan stigann sem þú ætlar að ganga upp, þú þarft bara að stíga upp í fyrstu tröppuna og þú verður hissa á því hvert lífið er að fara með þig. Mestu breytingarnar á næstu 12 mánuðum í lífi þínu eru eftir miðjan október og fram í miðjan janúar. Það kemur þér á óvart hversu margir leita ráða hjá þér. Þú munt laðast að störfum sem felast í því að hjálpa öðrum og aldrei efast um það að þú getir þetta. Ef þú skoðar það vel ertu með mesta sjálfstraustið af merkjunum, þú þarft að nýta þér það. Þú hefur einstaka hæfileika til að hlusta á aðra og fólk vill vera með þér í liði. Þú ert byrjaður að leggja rækt við sjálfan þig og þú þarft að finna aðferð við það sem þér finnst skemmtileg, hvort sem það er líkamsrækt eða það sem þú ert að borða. Ef þér finnst það leiðinlegt þá virkar það ekki, þannig ertu gerður. Þú munt líka átta þig á því að þú hefur meira viðskiptavit heldur en þú bjóst við. Þú getur fengið meiri peninga fyrir það sem þú gerir þótt þú breytir aðeins örlitlu. Þessir töfrar sem þú hefur eru ólýsanlegir, þú þarft bara að vera meðvitaður um að þú hafir þennan styrk. Knús og klapp, Sigga Kling Sigga býður upp á þjónustunámskeið fyrir fyrirtæki af öllum t0ga: Hópefli – hressingarfyrirlestur sem getur verið hentugur í hádegishlé eða í byrjun vinnudags. Einnig tekur hún að sér hópa sem vilja eiga jákvæða og gleðilega kvöldstund. Þeir sem hafa áhuga gefa haft samband við Siggu með því að senda tölvupóst á siggakling@gmail.com Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Elsku besti Bogamaðurinn minn. Eftir töluvert álag og stress ertu að fara inn í visst frelsi. Það er svo dásamlegt að vera frjáls. Það sem skiptir mestu máli í lífinu er að vera frjáls, frjáls í eigin skinni, frjáls undan annarra manna áliti og hafa kraftinn til að stjórna sínu eigin lífi. Því fylgir viss sársauki og pínulítill þungi að finna fyrir frelsinu. Það er svipað og þegar lægð er yfir landinu, dimm ský eru yfir, en bak við skýin er alltaf sólin. Þú tekur ábyrgð á svo mörgu sem þú bjóst ekki við að þú gætir. Þú kemur þér á óvart og því fylgir friður. Hversu dásamlegt er að hafa frið í hjarta sínu? Ekkert er betra. Þér mun finnast gaman að taka til í kringum þig, hreinsa geymsluna og einfalda umhverfi þitt. Síðan muntu skora á sjálfan þig að gera ýmsar breytingar og þú verður svo ánægður, þegar þú sérð að þú ert á réttri leið. Það mun ekki verða erfitt að hafa áhrif á fólk í kringum þig, það er eins og allt gerist dálítið fyrirhafnarlaust. Þú sérð að þú þarft ekki að sjá allan stigann sem þú ætlar að ganga upp, þú þarft bara að stíga upp í fyrstu tröppuna og þú verður hissa á því hvert lífið er að fara með þig. Mestu breytingarnar á næstu 12 mánuðum í lífi þínu eru eftir miðjan október og fram í miðjan janúar. Það kemur þér á óvart hversu margir leita ráða hjá þér. Þú munt laðast að störfum sem felast í því að hjálpa öðrum og aldrei efast um það að þú getir þetta. Ef þú skoðar það vel ertu með mesta sjálfstraustið af merkjunum, þú þarft að nýta þér það. Þú hefur einstaka hæfileika til að hlusta á aðra og fólk vill vera með þér í liði. Þú ert byrjaður að leggja rækt við sjálfan þig og þú þarft að finna aðferð við það sem þér finnst skemmtileg, hvort sem það er líkamsrækt eða það sem þú ert að borða. Ef þér finnst það leiðinlegt þá virkar það ekki, þannig ertu gerður. Þú munt líka átta þig á því að þú hefur meira viðskiptavit heldur en þú bjóst við. Þú getur fengið meiri peninga fyrir það sem þú gerir þótt þú breytir aðeins örlitlu. Þessir töfrar sem þú hefur eru ólýsanlegir, þú þarft bara að vera meðvitaður um að þú hafir þennan styrk. Knús og klapp, Sigga Kling Sigga býður upp á þjónustunámskeið fyrir fyrirtæki af öllum t0ga: Hópefli – hressingarfyrirlestur sem getur verið hentugur í hádegishlé eða í byrjun vinnudags. Einnig tekur hún að sér hópa sem vilja eiga jákvæða og gleðilega kvöldstund. Þeir sem hafa áhuga gefa haft samband við Siggu með því að senda tölvupóst á siggakling@gmail.com
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira