Októberspá Siggu Kling – Bogamaður: Þú kemur þér á óvart og því fylgir friður 7. október 2016 09:00 Elsku besti Bogamaðurinn minn. Eftir töluvert álag og stress ertu að fara inn í visst frelsi. Það er svo dásamlegt að vera frjáls. Það sem skiptir mestu máli í lífinu er að vera frjáls, frjáls í eigin skinni, frjáls undan annarra manna áliti og hafa kraftinn til að stjórna sínu eigin lífi. Því fylgir viss sársauki og pínulítill þungi að finna fyrir frelsinu. Það er svipað og þegar lægð er yfir landinu, dimm ský eru yfir, en bak við skýin er alltaf sólin. Þú tekur ábyrgð á svo mörgu sem þú bjóst ekki við að þú gætir. Þú kemur þér á óvart og því fylgir friður. Hversu dásamlegt er að hafa frið í hjarta sínu? Ekkert er betra. Þér mun finnast gaman að taka til í kringum þig, hreinsa geymsluna og einfalda umhverfi þitt. Síðan muntu skora á sjálfan þig að gera ýmsar breytingar og þú verður svo ánægður, þegar þú sérð að þú ert á réttri leið. Það mun ekki verða erfitt að hafa áhrif á fólk í kringum þig, það er eins og allt gerist dálítið fyrirhafnarlaust. Þú sérð að þú þarft ekki að sjá allan stigann sem þú ætlar að ganga upp, þú þarft bara að stíga upp í fyrstu tröppuna og þú verður hissa á því hvert lífið er að fara með þig. Mestu breytingarnar á næstu 12 mánuðum í lífi þínu eru eftir miðjan október og fram í miðjan janúar. Það kemur þér á óvart hversu margir leita ráða hjá þér. Þú munt laðast að störfum sem felast í því að hjálpa öðrum og aldrei efast um það að þú getir þetta. Ef þú skoðar það vel ertu með mesta sjálfstraustið af merkjunum, þú þarft að nýta þér það. Þú hefur einstaka hæfileika til að hlusta á aðra og fólk vill vera með þér í liði. Þú ert byrjaður að leggja rækt við sjálfan þig og þú þarft að finna aðferð við það sem þér finnst skemmtileg, hvort sem það er líkamsrækt eða það sem þú ert að borða. Ef þér finnst það leiðinlegt þá virkar það ekki, þannig ertu gerður. Þú munt líka átta þig á því að þú hefur meira viðskiptavit heldur en þú bjóst við. Þú getur fengið meiri peninga fyrir það sem þú gerir þótt þú breytir aðeins örlitlu. Þessir töfrar sem þú hefur eru ólýsanlegir, þú þarft bara að vera meðvitaður um að þú hafir þennan styrk. Knús og klapp, Sigga Kling Sigga býður upp á þjónustunámskeið fyrir fyrirtæki af öllum t0ga: Hópefli – hressingarfyrirlestur sem getur verið hentugur í hádegishlé eða í byrjun vinnudags. Einnig tekur hún að sér hópa sem vilja eiga jákvæða og gleðilega kvöldstund. Þeir sem hafa áhuga gefa haft samband við Siggu með því að senda tölvupóst á siggakling@gmail.com Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira
Elsku besti Bogamaðurinn minn. Eftir töluvert álag og stress ertu að fara inn í visst frelsi. Það er svo dásamlegt að vera frjáls. Það sem skiptir mestu máli í lífinu er að vera frjáls, frjáls í eigin skinni, frjáls undan annarra manna áliti og hafa kraftinn til að stjórna sínu eigin lífi. Því fylgir viss sársauki og pínulítill þungi að finna fyrir frelsinu. Það er svipað og þegar lægð er yfir landinu, dimm ský eru yfir, en bak við skýin er alltaf sólin. Þú tekur ábyrgð á svo mörgu sem þú bjóst ekki við að þú gætir. Þú kemur þér á óvart og því fylgir friður. Hversu dásamlegt er að hafa frið í hjarta sínu? Ekkert er betra. Þér mun finnast gaman að taka til í kringum þig, hreinsa geymsluna og einfalda umhverfi þitt. Síðan muntu skora á sjálfan þig að gera ýmsar breytingar og þú verður svo ánægður, þegar þú sérð að þú ert á réttri leið. Það mun ekki verða erfitt að hafa áhrif á fólk í kringum þig, það er eins og allt gerist dálítið fyrirhafnarlaust. Þú sérð að þú þarft ekki að sjá allan stigann sem þú ætlar að ganga upp, þú þarft bara að stíga upp í fyrstu tröppuna og þú verður hissa á því hvert lífið er að fara með þig. Mestu breytingarnar á næstu 12 mánuðum í lífi þínu eru eftir miðjan október og fram í miðjan janúar. Það kemur þér á óvart hversu margir leita ráða hjá þér. Þú munt laðast að störfum sem felast í því að hjálpa öðrum og aldrei efast um það að þú getir þetta. Ef þú skoðar það vel ertu með mesta sjálfstraustið af merkjunum, þú þarft að nýta þér það. Þú hefur einstaka hæfileika til að hlusta á aðra og fólk vill vera með þér í liði. Þú ert byrjaður að leggja rækt við sjálfan þig og þú þarft að finna aðferð við það sem þér finnst skemmtileg, hvort sem það er líkamsrækt eða það sem þú ert að borða. Ef þér finnst það leiðinlegt þá virkar það ekki, þannig ertu gerður. Þú munt líka átta þig á því að þú hefur meira viðskiptavit heldur en þú bjóst við. Þú getur fengið meiri peninga fyrir það sem þú gerir þótt þú breytir aðeins örlitlu. Þessir töfrar sem þú hefur eru ólýsanlegir, þú þarft bara að vera meðvitaður um að þú hafir þennan styrk. Knús og klapp, Sigga Kling Sigga býður upp á þjónustunámskeið fyrir fyrirtæki af öllum t0ga: Hópefli – hressingarfyrirlestur sem getur verið hentugur í hádegishlé eða í byrjun vinnudags. Einnig tekur hún að sér hópa sem vilja eiga jákvæða og gleðilega kvöldstund. Þeir sem hafa áhuga gefa haft samband við Siggu með því að senda tölvupóst á siggakling@gmail.com
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira