Lífið

Októberspá Siggu Kling – Sporðdreki: Snarhættu að reyna að breyta þér í eitthvað

Elsku hjartans Sporðdrekinn minn. Það kemur fyrir þig dálítið oft að þig langar í eitthvað sem þú hefur ekki. Þú getur sett svo mikinn fókus á það að þú ert óhamingjusamur með það sem þú hefur. Þú þarft að kyrra hugann og kalla eftir því sem þú vilt og sjáðu til, það er á leiðinni til þín.

Það er búinn að vera töluverður pirringur yfir hlutum sem núna eru að leysast og þú hefðir ekki þurft að eyða orkunni í það stress sem hefur myndast í lífi þínu. Þú þarft að vera hamingjusamur með það sem þú hefur, annars ferðu ekki á næsta stig. Sumir telja sér trú um það að þeir verði hamingjusamari ef þeir bara eignast barn, enn hamingjusamari þegar ástin er komin í lífið, miklu hamingjusamari ef þeir ættu sand af seðlum.

En ekkert af þessu mun veita þér hamingju ef þú ert ekki hamingjusamur áður en þetta kemur inn í líf þitt. Þú getur verið nokkuð ánægður með þig eins og þú ert, snarhættu að reyna að breyta þér í eitthvað sem þú heldur að þú eigir að vera því núna er lífið og veröldin að færa þér endurgreiðslu úr karmabankanum því þú ert búinn að gefa svo mörgum og vera góður við svo marga að þinn tími er kominn til að njóta. Það er rosaleg hátíðni fram í desemberlok. Þar sem þú ert magnari sjálfs þín getur þú líka magnað upp erfiðleika af því að þú kannt það. Þú ert sterkasta merkið í hugarkrafti og núna er þinn tími að halda með þér og segja upp þeim í lífi þínu sem eru hindrun.

Það eru miklir möguleikar á breyttu starfsfumhverfi – það eru bara miklir möguleikar á miklum breytingum næstu mánuði. Þú verður að þora og þá get ég sagt þér að þú ert að skrifa einn skemmtilegasta kaflann í sögu þinni sem verður upphaf að ævintýrum sem þú átt svo sannarlega skilið.

Þú skalt leggja áherslu á að tala fólk upp sem er í kringum þig, hrósa fólki þótt það fari í taugarnar á þér og með þennan kraft að vopni opnast þér leiðir að betri samningum og þú getur einfaldað það sem þú hefur haft áhyggjur af. Ástin er í öllum hornum og þegar þú ert ástfanginn þá muntu vita það, það lýsir sér ekki þannig að þú kiknir í hnjáliðunum og fáir fiðrildi í magann, það er stress.

Þú þarft að finna einhvern sem passar orkunni þinni, er þægilegur og þú myndir vilja hafa sem besta vin þinn, það er það sem hentar þér best, elsku Sporðdrekinn minn. Það eru nákvæmlega svoleiðis tengingar sem skila góðum árangri. Þetta er ótrúlegur tími sem er að koma, gríptu tækifærið – það er þitt !!

Knús og klapp, Sigga Kling

Sigga býður upp á þjónustunámskeið fyrir fyrirtæki af öllum t0ga: Hópefli – hressingarfyrirlestur sem getur verið hentugur í hádegishlé eða í byrjun vinnudags. Einnig tekur hún að sér hópa sem vilja eiga jákvæða og gleðilega kvöldstund. Þeir sem hafa áhuga gefa haft samband við Siggu með því að senda tölvupóst á siggakling@gmail.com






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.