Októberspá Siggu Kling – Naut: Þér finnst betra að gefa en þiggja svo þú munt elska útkomuna 7. október 2016 09:00 Elsku sérstaka Nautið mitt. Þú þarft að vera duglegt að hlúa að öllu sem snýr að líkama og huga. Þú þarft markvisst að vinna að því að koma þér á rétt ról. Þegar svona margt er að gerast í kringum þig, þótt það tengist þér ekki allt, þá hefur það áhrif á sálina. Ekki hugsa of langt fram í tímann um hvernig þú ætlar að gera hlutina því þá missir þú máttinn. Einn dagur í einu er lykilorðið að næsta mánuði. Heimilisaðstæður verða betri, sumir eru að skipta um heimili eða laga heimili, jafnvel gera notalegt í kringum sig og þetta verður allt svo fínt. Þú finnur að öryggi þitt er að aukast og ef þú ert kvíðið, þá ert þú bara að ímynda þér það versta og ímyndun er ekki raunveruleiki. Þú ert svo sterkt og uppfullt af andargift og fólk skilur oft ekki hvernig þú getur alltaf haldið áfram og reddað þér. Þitt merki er með móðurlegasta eðlið og þú átt að vera límið sem tengir fólk saman og þitt hlutverk í þessum mánuði er að vinna að því að allt gangi vel hjá fjölskyldu þinni og ástvinum. Þér finnst betra að gefa en þiggja svo þú munt elska útkomuna. Þú verður heppið í sambandi við peninga, sem bjarga þér alveg fyrir horn en samt á síðustu stundu. Fólk dregst að þér eins og flugur að ljósi en þú ert nú ekki alltaf í stuði til þess að vera það ljós sem flugurnar dragast að. Þú þarft að láta alla halda að þú sért alltaf glatt og berir höfuðið hátt, hér áður var þetta kallað að feika það þangað til maður mundi meika það. Þessi mánuður er að gefa þér svolítið sérkennilegt púsluspil og það er demantur falinn fyrir þig í þessu púsluspili, sem gæti verið tengdur ástinni eða breytt framtíð þinni. Þú þarft að vera við stjórnina og ekki búast við að neinn geri neitt fyrir þig, þá gengur þér best að klára það sem er fyrir þig sett en hins vegar áttu að fá fólk í verkefnin til að hjálpa þér, þá ert þú að stjórna og þú verður heppið með vini þína. Það er ekkert fegurra en ástfangið Naut og þótt þú hafir lent í ástarsorg skaltu vera tilbúið að hleypa ástinni inn í hjarta þitt. Margir lenda í því að klessukeyra bílinn sinn en þá er bara mikilvægt að keyra strax aftur og vera óhræddur. Þannig er ástin, elskan mín. Njóttu lífsins. Knús og klapp, Sigga Kling Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Elsku sérstaka Nautið mitt. Þú þarft að vera duglegt að hlúa að öllu sem snýr að líkama og huga. Þú þarft markvisst að vinna að því að koma þér á rétt ról. Þegar svona margt er að gerast í kringum þig, þótt það tengist þér ekki allt, þá hefur það áhrif á sálina. Ekki hugsa of langt fram í tímann um hvernig þú ætlar að gera hlutina því þá missir þú máttinn. Einn dagur í einu er lykilorðið að næsta mánuði. Heimilisaðstæður verða betri, sumir eru að skipta um heimili eða laga heimili, jafnvel gera notalegt í kringum sig og þetta verður allt svo fínt. Þú finnur að öryggi þitt er að aukast og ef þú ert kvíðið, þá ert þú bara að ímynda þér það versta og ímyndun er ekki raunveruleiki. Þú ert svo sterkt og uppfullt af andargift og fólk skilur oft ekki hvernig þú getur alltaf haldið áfram og reddað þér. Þitt merki er með móðurlegasta eðlið og þú átt að vera límið sem tengir fólk saman og þitt hlutverk í þessum mánuði er að vinna að því að allt gangi vel hjá fjölskyldu þinni og ástvinum. Þér finnst betra að gefa en þiggja svo þú munt elska útkomuna. Þú verður heppið í sambandi við peninga, sem bjarga þér alveg fyrir horn en samt á síðustu stundu. Fólk dregst að þér eins og flugur að ljósi en þú ert nú ekki alltaf í stuði til þess að vera það ljós sem flugurnar dragast að. Þú þarft að láta alla halda að þú sért alltaf glatt og berir höfuðið hátt, hér áður var þetta kallað að feika það þangað til maður mundi meika það. Þessi mánuður er að gefa þér svolítið sérkennilegt púsluspil og það er demantur falinn fyrir þig í þessu púsluspili, sem gæti verið tengdur ástinni eða breytt framtíð þinni. Þú þarft að vera við stjórnina og ekki búast við að neinn geri neitt fyrir þig, þá gengur þér best að klára það sem er fyrir þig sett en hins vegar áttu að fá fólk í verkefnin til að hjálpa þér, þá ert þú að stjórna og þú verður heppið með vini þína. Það er ekkert fegurra en ástfangið Naut og þótt þú hafir lent í ástarsorg skaltu vera tilbúið að hleypa ástinni inn í hjarta þitt. Margir lenda í því að klessukeyra bílinn sinn en þá er bara mikilvægt að keyra strax aftur og vera óhræddur. Þannig er ástin, elskan mín. Njóttu lífsins. Knús og klapp, Sigga Kling
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira