Erlent

ESB stöðvar 76 milljarða framlag til Kólumbíu

Atli ísleifsson skrifar
Kólumbíumenn höfnuðu óvænt friðarsamkomulaginu í þjóðaratkvæðagreiðslu á sunnudag.
Kólumbíumenn höfnuðu óvænt friðarsamkomulaginu í þjóðaratkvæðagreiðslu á sunnudag. Vísir/AFP
Evrópusambandið hefur ákveðið að stöðva 600 milljón evra fjárframlag, um 76 milljarða króna, til kólumbískra stjórnvalda sem var eyrnamerkt til að aðstoða Kólumbíumenn við að framfylgja friðarsamkomulagi stjórnarinnar og uppreisnarhópsins FARC.

Kólumbíumenn höfnuðu óvænt friðarsamkomulaginu í þjóðaratkvæðagreiðslu á sunnudag.

Ivan Korcok, utanríkisráðherra Slóvakíu, greindi frá ákvörðun ESB, en Slóvakar eru nú í forsæti fyrir ráðherraráði ESB. Segir hann að við núverandi aðstæður sé ekki hægt að réttlæta fjárveitinguna, en að ESB muni þó áfram vinna að því að koma á friði í Kólumbíu.

Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu, segist ekki hafa gefið upp vonina um frið og hefur hann meðal annars fundað með forvera sínum í starfi, Alvaro Uribe, sem gengdi forsetaembættinu á árunum 2002 til 2010, og lýst Santos sem landráðamanni fyrir að hafa átt í viðræðum við FARC-liða.

Vopnuð átök FARC-liða og stjórnarhers Kólumbíu hafa staðið í 52 ár og kostað um 250 þúsund mannslíf.


Tengdar fréttir

Reynt að bjarga friðarsamkomulagi

Hvorki Santos Kólumbíuforseti né Timochenko, leiðtogi skæruliðahreyfingarinnar FARC, virðast hafa mikinn áhuga á að hefja hernað á ný, þótt friðarsamkomulag hafi verið fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Tillögur hafa þegar komið fra




Fleiri fréttir

Sjá meira


×