Lífið

Skríður í skólann til styrktar börnum í Sýrlandi

Sunna karen Sigurþórsdóttir skrifar
Vésteinn Örn Pétursson safnar áheitum í góðgerðarviku Verzló.
Vésteinn Örn Pétursson safnar áheitum í góðgerðarviku Verzló. Vísir/
Vésteinn Örn Pétursson, nemandi í Verzló, fór á fjórum fótum í skólann í morgun. Ástæðan er árleg góðgerðarvika skólans þar sem nemendur safna áheitum fyrir góð málefni, en að þessu sinni munu nemendur styrkja börn á flótta í Sýrlandi.

Vésteinn er búsettur í Garðabæ og er leiðin rúmlega fimm kílómetra löng en hann hefur leyft áhugasömum að fylgjast með ferðalagi sínu í beinni útsendingu á Facebook.

Þórhildur Bryndís Guðmundsdóttir, formaður góðgerðarráðs skólans, segir í samtali við Vísi að alls séu ellefu áheitasafnarar sem meðal annars ætli að fá sér húðflúr í vikunni. Þá hafi margt verið um að vera í skólanum í þessari viku. „Við erum búin að vera með bakarí út alla vikuna, lukkuhjól, íssölu, nammibar og fleira,“ segir hún.

Aðspurð segir Þórhildur að þegar séu nemendur búnir að safna rúmlega 200 þúsund krónum. „Við erum að vonast til að dagurinn í dag verði stærsti söfnunardagurinn. Í fyrra söfnuðum við rúmlega hálfri milljón.“

Þórhildur bendir þeim sem vilja styrkja málefnið á eftirfarandi reikningsnúmer:

Kt.  441079-0609

Rn. 515-14-106760

Aur appið: 1237896262






Fleiri fréttir

Sjá meira


×