Mikil notkun samfélagsmiðla gerir ungar stúlkur þunglyndar Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 6. október 2016 07:00 Inga Dóra Sigfúsdóttir, prófessor í viðskiptafræði. Vaxandi einkenni kvíða og þunglyndis má greina hjá stelpum á landinu öllu í 8. til 10. bekk. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skýrslu Rannsókna & greiningar, um lýðheilsu ungs fólks. Fylgni er á milli mikils kvíða og þunglyndis og mikillar notkunar á samskiptamiðlum. „Þegar við horfum á breytingar á meðaltölum yfir kvíða sjáum við ekki mikið vera að gerast. Aftur á móti þegar við skoðum stúlkur, sérstaklega þær sem eru hvað verst settar gagnvart kvíða og þunglyndi, kemur í ljós að sá hópur hefur stækkað verulega á örfáum árum,“ segir Inga Dóra Sigfúsdóttir, stofnandi Rannsókna og greininga. Skýrslan hefur verið kynnt bæjarfélögum en rannsóknirnar eru framkvæmdar meðal allra barna í grunnskólum landsins á nokkurra ára fresti. Ingibjörg Eva Þórisdóttir, doktorsnemi í sálfræði, er að vinna doktorsverkefni um þetta vandamál. Að sögn Ingu Dóru sér Ingibjörg mjög skýrt í tölfræðinni í skýrslunni að það séu sterk tengsl milli mikillar notkunar á Facebook og annarra samfélagsmiðla og kvíða og þunglyndis. „Jafnvel er það þannig að stelpur sem eru í erfiðri stöðu varðandi efnahag og annað, Facebook virðist magna upp vanda og auka líkur á kvíða. Ég hef ákveðnar kenningar um að það tengist samanburði. Ung stúlka sagði við mig ekki alls fyrir löngu að þetta snerist allt um að fá like. Ef það eru ekki komin nógu mörg like þá ertu annaðhvort ekki nógu falleg eða vinirnir eru of fáir.“ Einnig kom í ljós að svefn nemenda er of lítill. Um 30-40% nemenda sofa um sjö klukkustundir eða minna á sólarhring. Til eru dæmi um stelpur sem sofa jafnvel með símann við hliðina á sér og séu að vakna við hverja tilkynningu sem Facebook sendir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sjá meira
Vaxandi einkenni kvíða og þunglyndis má greina hjá stelpum á landinu öllu í 8. til 10. bekk. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skýrslu Rannsókna & greiningar, um lýðheilsu ungs fólks. Fylgni er á milli mikils kvíða og þunglyndis og mikillar notkunar á samskiptamiðlum. „Þegar við horfum á breytingar á meðaltölum yfir kvíða sjáum við ekki mikið vera að gerast. Aftur á móti þegar við skoðum stúlkur, sérstaklega þær sem eru hvað verst settar gagnvart kvíða og þunglyndi, kemur í ljós að sá hópur hefur stækkað verulega á örfáum árum,“ segir Inga Dóra Sigfúsdóttir, stofnandi Rannsókna og greininga. Skýrslan hefur verið kynnt bæjarfélögum en rannsóknirnar eru framkvæmdar meðal allra barna í grunnskólum landsins á nokkurra ára fresti. Ingibjörg Eva Þórisdóttir, doktorsnemi í sálfræði, er að vinna doktorsverkefni um þetta vandamál. Að sögn Ingu Dóru sér Ingibjörg mjög skýrt í tölfræðinni í skýrslunni að það séu sterk tengsl milli mikillar notkunar á Facebook og annarra samfélagsmiðla og kvíða og þunglyndis. „Jafnvel er það þannig að stelpur sem eru í erfiðri stöðu varðandi efnahag og annað, Facebook virðist magna upp vanda og auka líkur á kvíða. Ég hef ákveðnar kenningar um að það tengist samanburði. Ung stúlka sagði við mig ekki alls fyrir löngu að þetta snerist allt um að fá like. Ef það eru ekki komin nógu mörg like þá ertu annaðhvort ekki nógu falleg eða vinirnir eru of fáir.“ Einnig kom í ljós að svefn nemenda er of lítill. Um 30-40% nemenda sofa um sjö klukkustundir eða minna á sólarhring. Til eru dæmi um stelpur sem sofa jafnvel með símann við hliðina á sér og séu að vakna við hverja tilkynningu sem Facebook sendir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sjá meira