Erfitt að fá leiðtoga stjórnarflokkanna til að gera upp hug sinn Heimir Már Pétursson skrifar 5. október 2016 19:03 Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja stjórnarþingmenn hafa hætt störfum til að sinna kosningabaráttunni á sama tíma og þeim sé haldið verklitlum á þinginu. Stjórnarandstöðunni hafi verið sýndur listi með sextán málum sem mörg hver þyrfti að ræða dögum saman, en nú eru rétt rúmar þrjár vikur til kosninga. Forseti Alþingis sagði á þingfundi í morgun að óvissan um þinglok væri óviðunandi. Alþingi hefur verið verklítið undanfarna daga hvað varðar afgreiðslu mála. Til að mynda var lítið sem ekkert fundað á þinginu í gær á meðan formönnum stjórnarflokkanna var gefið færi á að semja við formenn stjórnarandstöðuflokkanna um hvaða mál verða afgreidd áður en Alþingi lýkur störfum. Ekkert kom út úr þeim málaleitunum. En Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að stjórnarandstaðan segist hafi fengið að sjá lista yfir 16 mál sem ríkisstjórnin vildi afgreiða. „Og ef maður fer yfir hann og reynir að reikna út og áætla lágmarks umræðutíma um hvert og eitt mál sem þar var, þá verðum við hér næstu tvær til þrjár vikurnar. Það er bara einfaldlega þannig,“ sagði Katrín. Þá kvörtuðu þingmenn undan því að stjórnarþingmenn mættu illa á nefndarfundi. Þar mættu nær eingöngu þingmenn sem væru ekki að leita endurkjörs, aðrir væru farnir í kosningabaráttu. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir ekkert hafa gerst á þinginu undanfarna daga. „Það hreyfist ekki neitt virðulegur forseti. Forseti verður að slíta fundi. Við verðum að slíta þessu 145. þingi og ganga til kosninga. Það er óverjandi að niðurlægja þingið með þeim hætti sem hér er verið að gera,“ sagði Svandís.Forseti Alþingis ekki sáttur Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis sagði ekki gott ef þingmenn mættu illa á nefndarfundi og sagðist hann ætla að hlutast til um þau mál. En hann leggur líka mikla áherslu á að formenn flokkanna komi saman og semji um þinglokin. „Forseti telur mjög brýnt að fundur eigi sér stað hjá forystumönnum stjórnmálaflokkanna til að reyna að komast að einhverri niðurstöðu í þessu máli. Sú óvissa sem er uppi er óviðunandi,“ sagði forseti Alþingis. Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar boðaði að kosningabaráttan yrði færð inn í þingsalinn. „Ég segi það hér að ef forseti ætlar ekki að slíta þingi skulum við vera hér til 28. október. Og við notum þennan míkrófón í okkar kosningabaráttu. Það verður erfitt fyrir stjórnarliða sem geta ekki séð sóma sinn í að mæta í vinnuna,“ sagði Björt. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar sagði það koma úr hörðustu átt frá stjórnarandstöðunni að gagnrýna mætingu á fundi. Stjórnarandstaðan væri með málþóf þegar næg mál lægju fyrir fundinum til að ræða. „Ég held að við ættum að hefja hér málefnalega umræðu um þessi mál. Í stað þess að verða að vera vitni að þessum grimma málþófi sem hér er í gangi,“ sagði Jón. Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata sendi boltann frá Jóni til heimahúsanna. „Það er náttúrlega svolítið galið að saka minnihlutann um málþóf þegar virðulegur forseti hefur ákveðið að slíta fundi tvo daga í röð. Út af því að háttvirtur meirihluti hefur ekki náð að koma sér saman um það hvað eigi að gera,“ sagði Ásta. Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja stjórnarþingmenn hafa hætt störfum til að sinna kosningabaráttunni á sama tíma og þeim sé haldið verklitlum á þinginu. Stjórnarandstöðunni hafi verið sýndur listi með sextán málum sem mörg hver þyrfti að ræða dögum saman, en nú eru rétt rúmar þrjár vikur til kosninga. Forseti Alþingis sagði á þingfundi í morgun að óvissan um þinglok væri óviðunandi. Alþingi hefur verið verklítið undanfarna daga hvað varðar afgreiðslu mála. Til að mynda var lítið sem ekkert fundað á þinginu í gær á meðan formönnum stjórnarflokkanna var gefið færi á að semja við formenn stjórnarandstöðuflokkanna um hvaða mál verða afgreidd áður en Alþingi lýkur störfum. Ekkert kom út úr þeim málaleitunum. En Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að stjórnarandstaðan segist hafi fengið að sjá lista yfir 16 mál sem ríkisstjórnin vildi afgreiða. „Og ef maður fer yfir hann og reynir að reikna út og áætla lágmarks umræðutíma um hvert og eitt mál sem þar var, þá verðum við hér næstu tvær til þrjár vikurnar. Það er bara einfaldlega þannig,“ sagði Katrín. Þá kvörtuðu þingmenn undan því að stjórnarþingmenn mættu illa á nefndarfundi. Þar mættu nær eingöngu þingmenn sem væru ekki að leita endurkjörs, aðrir væru farnir í kosningabaráttu. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir ekkert hafa gerst á þinginu undanfarna daga. „Það hreyfist ekki neitt virðulegur forseti. Forseti verður að slíta fundi. Við verðum að slíta þessu 145. þingi og ganga til kosninga. Það er óverjandi að niðurlægja þingið með þeim hætti sem hér er verið að gera,“ sagði Svandís.Forseti Alþingis ekki sáttur Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis sagði ekki gott ef þingmenn mættu illa á nefndarfundi og sagðist hann ætla að hlutast til um þau mál. En hann leggur líka mikla áherslu á að formenn flokkanna komi saman og semji um þinglokin. „Forseti telur mjög brýnt að fundur eigi sér stað hjá forystumönnum stjórnmálaflokkanna til að reyna að komast að einhverri niðurstöðu í þessu máli. Sú óvissa sem er uppi er óviðunandi,“ sagði forseti Alþingis. Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar boðaði að kosningabaráttan yrði færð inn í þingsalinn. „Ég segi það hér að ef forseti ætlar ekki að slíta þingi skulum við vera hér til 28. október. Og við notum þennan míkrófón í okkar kosningabaráttu. Það verður erfitt fyrir stjórnarliða sem geta ekki séð sóma sinn í að mæta í vinnuna,“ sagði Björt. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar sagði það koma úr hörðustu átt frá stjórnarandstöðunni að gagnrýna mætingu á fundi. Stjórnarandstaðan væri með málþóf þegar næg mál lægju fyrir fundinum til að ræða. „Ég held að við ættum að hefja hér málefnalega umræðu um þessi mál. Í stað þess að verða að vera vitni að þessum grimma málþófi sem hér er í gangi,“ sagði Jón. Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata sendi boltann frá Jóni til heimahúsanna. „Það er náttúrlega svolítið galið að saka minnihlutann um málþóf þegar virðulegur forseti hefur ákveðið að slíta fundi tvo daga í röð. Út af því að háttvirtur meirihluti hefur ekki náð að koma sér saman um það hvað eigi að gera,“ sagði Ásta.
Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira