Innlent

Fréttaskýringaþáttur sem útskýrir örlög íslenska drengsins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Elva Christína segist á miklu betri stað núna en þegar hún var svipt forræði. En, í engu er litið til þess -- hún fékk í raun aldrei möguleika á að sanna sig.
Elva Christína segist á miklu betri stað núna en þegar hún var svipt forræði. En, í engu er litið til þess -- hún fékk í raun aldrei möguleika á að sanna sig. visir/Anton Brink
Ástralski fréttaskýringaþátturinn Dateline fjallaði ítarlega um norsku barnaverndina í júlí síðastliðnum um svipað leyti og amma íslensks drengs flúði með hann frá Noregi til Íslands. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið.

Amman, Helena Brynjólfsdóttir, flúði með barnið þar sem hún og móðir þess óttuðust að barnið yrði tekið af þeim og komið í umsjá fósturfjölskyldu. Þau hafa verið í mikilli óvissu með stöðu sína hér á landi undanfarna tæpa þrjá mánuði. Í morgun kvað Héraðsdómur Reykjavíkur um dóm sinn í málinu. Barnið skal afhent norsku barnaverndinni innan tveggja mánaða.

Dómurinn þýðir að móðir barnsins, Elva Christina, fær ekki að hitta son sinn í fjórtán ár að frátöldum tveimur skiptum á ári, og þá undir eftirliti í tvær klukkustundir. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur skorað á flokksystur sína, innanríkisráðherrann Ólöfu Nordal, að grípa inn í.

Í þætti Dateline er skyggnst á bak við tjöldin hjá norsku barnaverndinni og aðferðum hennar með notkun faldra myndavéla. Rætt er við foreldra sem misstu börnin sín en þau fá aðeins að hitta börnin sín, sem þau misstu, tvo tíma í senn. Fjöldi barna sem tekin eru frá foreldrum sínum af ýmsum ástæðum er mikill en þau eru í fóstri þar til þau ná átján ára aldri.

Forráðamenn norsku barnaverndarinnar segja á móti að helstu svör barna, sem alist hafa upp á slæmum heimilum, spyrji yfirleitt hvers vegna ekki hafi verið gripið inn í fyrr. „Það er hin hliðin,“ segir Anders Henriksen hjá barnaverndinni.

Fréttaskýringaþáttinn í heild sinni má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×