Sigmundur Davíð þvertekur fyrir að hann eða nokkur tengdur honum hafi gefið fyrirmæli um að rjúfa útsendingu frá flokksþingi Framsóknar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. október 2016 17:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins segist hafa orðið fyrir sjokki að upplifa það að öll þau atriði sem hann óttaðist við pólitíkina áður en hann hóf þátttöku í stjórnmálum hafi komið upp í aðdraganda flokksþings Framsóknar og jafnvel á sjálfu flokksþinginu. Þá þvertekur hann fyrir að hann eða nokkur af hans fólki hafi gefið fyrirmæli um að rjúfa beina útsendingu Framsóknarflokksins á vefnum frá þinginu en ræðu Sigmundar Davíðs var aðeins streymt. Þetta kom fram í viðtali við hann í Reykjavík síðdegis í dag en þar sagði hann að áður en hann byrjaði í stjórnmálum þá hefði hann ekki viljað taka þátt í þeim því honum hefði fundist þau einkennast af ljótum leikjum, undirferlum og hönnuðum atburðarásum. „Það gerðist nú eitt og annað í aðdraganda þessa flokksþings og svo á þinginu sjálfu sem var til þess fallið að búa til ákveðið narratív eða ákveðna sögu. Sumt af því var hefðbundið eins og að fá félög til að álykta sem gekk nú ekki eins vel og menn ætluðu. Svo var farið að halda alls konar fundi og alltaf tilkynnt í fjölmiðlum að verið væri að halda fund og búa til sem mesta spennu úr því og alltaf nýir og nýir áfangar fyrir sögu. Síðan bætist við þessi umræða um dagskrá flokksþingsins. Þá er farið að dreifa sögum um það að ég sé að koma í veg fyrir það að aðrir fái að tala og eitthvað svoleiðis,“ sagði Sigmundur. Hann sagði að einu afskipti hans af dagskránni hafi verið að leggja til að sérstakur tími yrði fyrir ráðherrana til að tala sem hann sagði að væri óvenjulegt. „Svo er ýmislegt í umgjörðinni allt til þess að búa til þessa atburðarás sem nær hámarki í því að það er slitið sambandið á útsendingunni eftir ræðuna mína og gefið mjög til kynna, þetta var tilkynnt strax til fjölmiðla, gefið mjög til kynna að ég eða aðstoðarmaður minn eða einhver af mínu fólki hafi slitið útsendingunni frá flokksþinginu eftir að ég var búinn með mína ræðu.“ Sigmundur var þá spurður hver hefði gert það ef það var ekki hann. „Ég hef náttúrulega ekkert um þetta að segja en ég bendi nú á það að tæknimenn í Háskólabíói hafi sagt að þeir hafi fengið fyrirmæli um að gera þetta. Nú spyr ég bara: af hverju spyrja menn ekki tæknimennina hver gaf fyrirmælin?“ Aðspurður sagði Sigmundur að honum hafi verið sagt hver hafi gefið fyrirmælin en hann hafi ekki getað sannreynt það. „Það er hins vegar alveg ljóst að einhver fer síðan strax í það að láta vita af þessu að sendingin hafi rofnað og búa til þá sögu að það tengist mér á enhvern hátt. Svo fer Ásmundur upp í ræðustól og kemur með sína lýsingu á fundi framkvæmdastjórnar í flokknum. [...] Maður sá birtast svo margt sem maður óttaðist að væri tilfellið í pólitíkinni en var hættur að telja nokkra hættu á í þessum flokki.“ Hann var spurður að því hvort að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og sigurvegari í formannskjörinu á sunnudag eða einhver af hans mönnum hafi beðið um að slíta útsendingunni. „Ja, ég er ekki að segja annað en það að það var ekki ég eða neitt af mínu fólki. Hversu vitlaust væri það nú að fara að klippa á útsendingu og koma í veg fyrir að ræða Sigurðar Inga yrði sýnd á netinu og á heimasíðu flokksins?“ Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Fleiri fréttir Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins segist hafa orðið fyrir sjokki að upplifa það að öll þau atriði sem hann óttaðist við pólitíkina áður en hann hóf þátttöku í stjórnmálum hafi komið upp í aðdraganda flokksþings Framsóknar og jafnvel á sjálfu flokksþinginu. Þá þvertekur hann fyrir að hann eða nokkur af hans fólki hafi gefið fyrirmæli um að rjúfa beina útsendingu Framsóknarflokksins á vefnum frá þinginu en ræðu Sigmundar Davíðs var aðeins streymt. Þetta kom fram í viðtali við hann í Reykjavík síðdegis í dag en þar sagði hann að áður en hann byrjaði í stjórnmálum þá hefði hann ekki viljað taka þátt í þeim því honum hefði fundist þau einkennast af ljótum leikjum, undirferlum og hönnuðum atburðarásum. „Það gerðist nú eitt og annað í aðdraganda þessa flokksþings og svo á þinginu sjálfu sem var til þess fallið að búa til ákveðið narratív eða ákveðna sögu. Sumt af því var hefðbundið eins og að fá félög til að álykta sem gekk nú ekki eins vel og menn ætluðu. Svo var farið að halda alls konar fundi og alltaf tilkynnt í fjölmiðlum að verið væri að halda fund og búa til sem mesta spennu úr því og alltaf nýir og nýir áfangar fyrir sögu. Síðan bætist við þessi umræða um dagskrá flokksþingsins. Þá er farið að dreifa sögum um það að ég sé að koma í veg fyrir það að aðrir fái að tala og eitthvað svoleiðis,“ sagði Sigmundur. Hann sagði að einu afskipti hans af dagskránni hafi verið að leggja til að sérstakur tími yrði fyrir ráðherrana til að tala sem hann sagði að væri óvenjulegt. „Svo er ýmislegt í umgjörðinni allt til þess að búa til þessa atburðarás sem nær hámarki í því að það er slitið sambandið á útsendingunni eftir ræðuna mína og gefið mjög til kynna, þetta var tilkynnt strax til fjölmiðla, gefið mjög til kynna að ég eða aðstoðarmaður minn eða einhver af mínu fólki hafi slitið útsendingunni frá flokksþinginu eftir að ég var búinn með mína ræðu.“ Sigmundur var þá spurður hver hefði gert það ef það var ekki hann. „Ég hef náttúrulega ekkert um þetta að segja en ég bendi nú á það að tæknimenn í Háskólabíói hafi sagt að þeir hafi fengið fyrirmæli um að gera þetta. Nú spyr ég bara: af hverju spyrja menn ekki tæknimennina hver gaf fyrirmælin?“ Aðspurður sagði Sigmundur að honum hafi verið sagt hver hafi gefið fyrirmælin en hann hafi ekki getað sannreynt það. „Það er hins vegar alveg ljóst að einhver fer síðan strax í það að láta vita af þessu að sendingin hafi rofnað og búa til þá sögu að það tengist mér á enhvern hátt. Svo fer Ásmundur upp í ræðustól og kemur með sína lýsingu á fundi framkvæmdastjórnar í flokknum. [...] Maður sá birtast svo margt sem maður óttaðist að væri tilfellið í pólitíkinni en var hættur að telja nokkra hættu á í þessum flokki.“ Hann var spurður að því hvort að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og sigurvegari í formannskjörinu á sunnudag eða einhver af hans mönnum hafi beðið um að slíta útsendingunni. „Ja, ég er ekki að segja annað en það að það var ekki ég eða neitt af mínu fólki. Hversu vitlaust væri það nú að fara að klippa á útsendingu og koma í veg fyrir að ræða Sigurðar Inga yrði sýnd á netinu og á heimasíðu flokksins?“
Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Fleiri fréttir Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Sjá meira