Markaðurinn fór fram úr sér: Vaxtalækkunin byggð á vitlausum tölum Sæunn Gísladóttir skrifar 5. október 2016 14:12 Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Aðstoðarseðlabankastjóri sagði á stýrivaxtafundi í dag að síðasta vaxtalækkun hefði verði byggð á röngum forsendum að hluta þar sem skekkja hefði verði í verðbólgumælingu Hagstofunnar. Bætti seðlabankastjóri því við að viðbrögð markaðarins við þeirri ákvörðun hefði verið þannig að hann hefði tímabundið farið nokkuð fram úr sér. Þetta kemur fram í greiningu Íslandsbanka. Peningastefnunefnd Seðlabankans hélt stýrivöxtum bankans óbreyttum í takti við spá flestra sem spá opinberlega fyrir um stýrivexti. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 5,25 prósent. Viðbrögð á innlendum fjármálamarkaði við ákvörðun peningastefnunefndar voru þau í morgun að ávöxtunarkrafa óverðtryggra skuldabréfa hækkaði nokkuð. Veltan á markaði hefur hins vegar verið hófleg enn sem komið er.Sjá einnig: Hagstofan vanreiknaði vísitölu neysluverðs í sex mánuði: Áhrif mistakanna hlaupa á milljörðumFyrstu skref í losun hafta fyrir 16. nóvemberSeðlabankastjóri nefndi á kynningarfundi vegna ákvörðunarinnar í morgun að næsta ákvörðun peningastefnunefndar verður 16. nóvember, en þá mun nefndin vera með í höndunum nýa verðbólgu- og hagvaxtarspá bankans og einnig verður þá væntanlega búið að stíga fyrstu skref í losun hafta. Ljóst er að nefndin verður þá með afar mikilvæga þætti er varðar ákvörðun um stýrivexti og næstu skref í peningastjórnuninni. Sagði Seðlabankastjóri að í ljósi væntanlegra skrefa í losun hafta gæti það orðið hluti af spá bankans í nóvember að hafa gengið sem spábreytu, en hingað til hefur bankinn verið með fast gengi sem forsendu í sínum spám.Hafa ekki áhyggjur af kostnaði við stóran gjaldeyrisforðaVarðandi kostnað við núverandi gjaldeyrisforða, sem er umtalsverður fyrir Seðlabankann, sagði seðlabankastjóri að allir væru með stóran gjaldeyrisforða um þessar mundir og það væri kostnaðarsamt vegna þess að varasjóðsmyntirnar væru með lága vexti. Sagði hann að ekki væri rétt að gera of mikið úr þessum kostnaði, að hér væri ekki um vandamál að ræða þó svo að forðinn væri kominn nokkuð yfir lágmarksviðmið um stærð forðans. Einnig sagði hann að rétt væri að hafa það í huga að ekki væri búið að losa gjaldeyrishöftin og að bankinn yrði að vera með viðbúnað til að standast það útflæði sem reiknað væri með að í versta felli gæti orðið. Sagði hann að allskonar tækifæri yrðu í framtíðinni til að losa forðann og að vonandi sköpuðust aðstæður til að draga úr mun á innlendum og erlendum vöxtum þegar fram í sækir. Tengdar fréttir Stýrivextir óbreyttir Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 5,25 prósent. 5. október 2016 08:55 Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Sjá meira
Aðstoðarseðlabankastjóri sagði á stýrivaxtafundi í dag að síðasta vaxtalækkun hefði verði byggð á röngum forsendum að hluta þar sem skekkja hefði verði í verðbólgumælingu Hagstofunnar. Bætti seðlabankastjóri því við að viðbrögð markaðarins við þeirri ákvörðun hefði verið þannig að hann hefði tímabundið farið nokkuð fram úr sér. Þetta kemur fram í greiningu Íslandsbanka. Peningastefnunefnd Seðlabankans hélt stýrivöxtum bankans óbreyttum í takti við spá flestra sem spá opinberlega fyrir um stýrivexti. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 5,25 prósent. Viðbrögð á innlendum fjármálamarkaði við ákvörðun peningastefnunefndar voru þau í morgun að ávöxtunarkrafa óverðtryggra skuldabréfa hækkaði nokkuð. Veltan á markaði hefur hins vegar verið hófleg enn sem komið er.Sjá einnig: Hagstofan vanreiknaði vísitölu neysluverðs í sex mánuði: Áhrif mistakanna hlaupa á milljörðumFyrstu skref í losun hafta fyrir 16. nóvemberSeðlabankastjóri nefndi á kynningarfundi vegna ákvörðunarinnar í morgun að næsta ákvörðun peningastefnunefndar verður 16. nóvember, en þá mun nefndin vera með í höndunum nýa verðbólgu- og hagvaxtarspá bankans og einnig verður þá væntanlega búið að stíga fyrstu skref í losun hafta. Ljóst er að nefndin verður þá með afar mikilvæga þætti er varðar ákvörðun um stýrivexti og næstu skref í peningastjórnuninni. Sagði Seðlabankastjóri að í ljósi væntanlegra skrefa í losun hafta gæti það orðið hluti af spá bankans í nóvember að hafa gengið sem spábreytu, en hingað til hefur bankinn verið með fast gengi sem forsendu í sínum spám.Hafa ekki áhyggjur af kostnaði við stóran gjaldeyrisforðaVarðandi kostnað við núverandi gjaldeyrisforða, sem er umtalsverður fyrir Seðlabankann, sagði seðlabankastjóri að allir væru með stóran gjaldeyrisforða um þessar mundir og það væri kostnaðarsamt vegna þess að varasjóðsmyntirnar væru með lága vexti. Sagði hann að ekki væri rétt að gera of mikið úr þessum kostnaði, að hér væri ekki um vandamál að ræða þó svo að forðinn væri kominn nokkuð yfir lágmarksviðmið um stærð forðans. Einnig sagði hann að rétt væri að hafa það í huga að ekki væri búið að losa gjaldeyrishöftin og að bankinn yrði að vera með viðbúnað til að standast það útflæði sem reiknað væri með að í versta felli gæti orðið. Sagði hann að allskonar tækifæri yrðu í framtíðinni til að losa forðann og að vonandi sköpuðust aðstæður til að draga úr mun á innlendum og erlendum vöxtum þegar fram í sækir.
Tengdar fréttir Stýrivextir óbreyttir Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 5,25 prósent. 5. október 2016 08:55 Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Sjá meira
Stýrivextir óbreyttir Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 5,25 prósent. 5. október 2016 08:55