Heimir: Vanvirðing að tala um skyldusigur Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. október 2016 14:01 Aron Einar og Heimir á fundinum í dag. vísir/vilhelm Ísland mætir Finnlandi og Tyrklandi í næstu tveimur leikjum liðsins í undankeppni HM 2018 í fótbolta. Fyrst eru það Finnar á morgun og svo Tyrkland á sunnudaginn en öll liðin í riðlinum eru með eitt stig eftir einn leik. Ísland er í 27. sæti heimslistans, fimm sætum fyrir neðan Tyrkland en Finnland er langt fyrir neðan bæði lið í 84. sæti listans. Því má búast við mismunandi leikjum ef miða á út frá styrkleika liðanna. Ragnar Sigurðsson, miðvörður Íslands og besti leikmaður liðsins á EM, sagði í viðtali við Vísi á æfingu íslenska liðsins í Egilshöll á mánudagskvöldið að hann lítur á alla heimaleiki sem skyldusigur. Aðspurður á blaðamannafundi í dag hvort heimaleikir væru skyldusigur vegna þess einfaldlega hversu gott íslenska liðið er og heimavöllurinn sterkur sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson:Viljum auðvitað vinna „Þetta verða tveir mismunandi leikir. Þetta verða tveir erfiðir leikir. Finnarnir eru meðvitaðir um gleðina í kringum íslenska landsliðið og vilja skemma þetta allt saman. Það er alveg klárt. Ef við værum í sömu stöðu myndum við klárlega gera það,“ sagði Aron Einar. „Fólk talar um skyldusigur en þetta verður virkilega erfiður leikur og Finnarnir munu gera okkur lífið leitt. Ég veit það. Þeir koma til með að berjast fyrir öllu.“ „Við viljum halda áfram að bæta okkur á heimavelli og halda þessari sigurgöngu áfram. Við höfum verið sterkir á heimavelli og vonandi verðum við það áfram. Við setjum okkur þau markmið að gera það,“ sagði Aron Einar. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, er vægast sagt ekki hrifinn af orðinu skyldusigur. „Ef ég má bæta við þá er ákveðin vanvirðing að segja að eitthvað sé skylda,“ sagði Heimir er hann greip orðið af fyrirliðanum. „Það er ákveðin vanvirðing gagnvart andstæðingnum að segja að það sé skylda að vinna og því viljum við ekki taka þátt í.“ „Við virðum andstæðingana okkar mikið. Við erum ekki að tala um þetta sem einhvern skyldusigur. Allir leikir í þessum riðli verða erfiðir og við verðum þakklátir fyrir hvert stig sem við fáum. Auðvitað viljum við samt vinna og það höfum við oft sagt,“ sagði Heimir Hallgrímsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Björn: Horfir aldrei á fótbolta en missti ekki af leik með landsliðinu Björn Bergmann Sigurðarson er kominn aftur inn í A-landsliðshópinn eftir fimm ára fjarveru. 4. október 2016 11:37 Þetta er besti völlurinn Aron Elís Þrándarson verður á gamla heimavellinum í dag þegar íslensku strákarnir í 21 árs liðinu mæta Skotum. Liðið er tveimur sigurleikjum frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM næsta sumar. 5. október 2016 06:00 Aron Einar: Er víkingaklappið ekki orðið svolítið þreytt? Ef Ísland vinnur Finnland á Laugardalsvelli á morgun verða að teljast litlar líkur á því að landsliðsfyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson, muni leiða víkingaklapp eins og hann gerði á EM. 5. október 2016 08:30 Svona var blaðamannafundur KSÍ | Myndband Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ. 5. október 2016 12:17 Heimir svarar fyrir gagnrýni að velja Björn í hópinn: „Skil ekki ef þetta eru röng skilaboð“ Björn Bergmann Sigurðarson vildi ekki spila fyrir íslenska landsliðið í mörg ár en er nú kominn í hópinn. 5. október 2016 13:38 Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Fótbolti Fleiri fréttir Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjá meira
Ísland mætir Finnlandi og Tyrklandi í næstu tveimur leikjum liðsins í undankeppni HM 2018 í fótbolta. Fyrst eru það Finnar á morgun og svo Tyrkland á sunnudaginn en öll liðin í riðlinum eru með eitt stig eftir einn leik. Ísland er í 27. sæti heimslistans, fimm sætum fyrir neðan Tyrkland en Finnland er langt fyrir neðan bæði lið í 84. sæti listans. Því má búast við mismunandi leikjum ef miða á út frá styrkleika liðanna. Ragnar Sigurðsson, miðvörður Íslands og besti leikmaður liðsins á EM, sagði í viðtali við Vísi á æfingu íslenska liðsins í Egilshöll á mánudagskvöldið að hann lítur á alla heimaleiki sem skyldusigur. Aðspurður á blaðamannafundi í dag hvort heimaleikir væru skyldusigur vegna þess einfaldlega hversu gott íslenska liðið er og heimavöllurinn sterkur sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson:Viljum auðvitað vinna „Þetta verða tveir mismunandi leikir. Þetta verða tveir erfiðir leikir. Finnarnir eru meðvitaðir um gleðina í kringum íslenska landsliðið og vilja skemma þetta allt saman. Það er alveg klárt. Ef við værum í sömu stöðu myndum við klárlega gera það,“ sagði Aron Einar. „Fólk talar um skyldusigur en þetta verður virkilega erfiður leikur og Finnarnir munu gera okkur lífið leitt. Ég veit það. Þeir koma til með að berjast fyrir öllu.“ „Við viljum halda áfram að bæta okkur á heimavelli og halda þessari sigurgöngu áfram. Við höfum verið sterkir á heimavelli og vonandi verðum við það áfram. Við setjum okkur þau markmið að gera það,“ sagði Aron Einar. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, er vægast sagt ekki hrifinn af orðinu skyldusigur. „Ef ég má bæta við þá er ákveðin vanvirðing að segja að eitthvað sé skylda,“ sagði Heimir er hann greip orðið af fyrirliðanum. „Það er ákveðin vanvirðing gagnvart andstæðingnum að segja að það sé skylda að vinna og því viljum við ekki taka þátt í.“ „Við virðum andstæðingana okkar mikið. Við erum ekki að tala um þetta sem einhvern skyldusigur. Allir leikir í þessum riðli verða erfiðir og við verðum þakklátir fyrir hvert stig sem við fáum. Auðvitað viljum við samt vinna og það höfum við oft sagt,“ sagði Heimir Hallgrímsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Björn: Horfir aldrei á fótbolta en missti ekki af leik með landsliðinu Björn Bergmann Sigurðarson er kominn aftur inn í A-landsliðshópinn eftir fimm ára fjarveru. 4. október 2016 11:37 Þetta er besti völlurinn Aron Elís Þrándarson verður á gamla heimavellinum í dag þegar íslensku strákarnir í 21 árs liðinu mæta Skotum. Liðið er tveimur sigurleikjum frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM næsta sumar. 5. október 2016 06:00 Aron Einar: Er víkingaklappið ekki orðið svolítið þreytt? Ef Ísland vinnur Finnland á Laugardalsvelli á morgun verða að teljast litlar líkur á því að landsliðsfyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson, muni leiða víkingaklapp eins og hann gerði á EM. 5. október 2016 08:30 Svona var blaðamannafundur KSÍ | Myndband Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ. 5. október 2016 12:17 Heimir svarar fyrir gagnrýni að velja Björn í hópinn: „Skil ekki ef þetta eru röng skilaboð“ Björn Bergmann Sigurðarson vildi ekki spila fyrir íslenska landsliðið í mörg ár en er nú kominn í hópinn. 5. október 2016 13:38 Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Fótbolti Fleiri fréttir Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjá meira
Björn: Horfir aldrei á fótbolta en missti ekki af leik með landsliðinu Björn Bergmann Sigurðarson er kominn aftur inn í A-landsliðshópinn eftir fimm ára fjarveru. 4. október 2016 11:37
Þetta er besti völlurinn Aron Elís Þrándarson verður á gamla heimavellinum í dag þegar íslensku strákarnir í 21 árs liðinu mæta Skotum. Liðið er tveimur sigurleikjum frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM næsta sumar. 5. október 2016 06:00
Aron Einar: Er víkingaklappið ekki orðið svolítið þreytt? Ef Ísland vinnur Finnland á Laugardalsvelli á morgun verða að teljast litlar líkur á því að landsliðsfyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson, muni leiða víkingaklapp eins og hann gerði á EM. 5. október 2016 08:30
Svona var blaðamannafundur KSÍ | Myndband Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ. 5. október 2016 12:17
Heimir svarar fyrir gagnrýni að velja Björn í hópinn: „Skil ekki ef þetta eru röng skilaboð“ Björn Bergmann Sigurðarson vildi ekki spila fyrir íslenska landsliðið í mörg ár en er nú kominn í hópinn. 5. október 2016 13:38