Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - Snæfell 73-62 | Draumabyrjun nýliðanna Gunnhildur Lind Hansdóttir skrifar 5. október 2016 22:00 Borgnesingar fara vel af stað. vísir/anton Loksins var hægt að endurvekja Vesturlandsslaginn er Skallagímur tók á móti Snæfelli í Borgarnesi í kvöld. Mikil eftirvænting var fyrir leiknum þar sem þessum liðum er spáð góðu gengi í vetur og mátti búast við hörku leik í Fjósinu. Fyrsti leikhluti fór vel af stað fyrir bæði lið en fyrstu stigin komu þegar Bandaríkjakonan Tavelyn Tillman smellti niður þrist á 2. mínútu fyrir Skallagrímskonur. Heimamenn byrjuðu sterkari og spiluðu góða og þétta vörn sem að Snæfell átti engin svör við. Dræm skotnýting og illa nýtt færi einkenndi Snæfellsliðið og lokatölur í 1. leikhluta 23-7, Borgnesingum í vil. Í öðrum leikhluta byrjaði Snæfell að pressa allann völlinn en það virtist lítil áhrif hafa á Skallagrímskonur. Það var ekki fyrr en um miðbik leikhlutans þegar Taylor Brown setti langan þrist niður, sem að kveikti í stuðningsmönnum Snæfells og ákveðinn meðvindur kom með Snæfellskonum því þær náðu að saksa á forskot heimamanna niður í 6 stig. Þriðji leikhluti var tíðindalítill og einkenndist af óskipulögðum sóknarleik illa nýttum skotfærum beggja liða. Staðan var 58-48, Skallagrímskonum í vil, er haldið var í síðasta fjórðung. Snæfellskonur komu ákveðnar til leiks í lokaleikhlutanum og spiluðu hörku vörn. Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði 8 stig fyrir Snæfell fyrstu 5 mínúturnar en Snæfellskonur komust næst í 2 stig. Ekki komust þær nær því að Skallagrímur virtist aldei ætla að missa dampinn og virtust hreinlega vera hungraðari í sigur. Lokatölur 73-62, Skallagrímskonum í vil.Skallagrímur - Snæfell 73-62 (23-7, 14-24, 21-17, 15-14)Stig Skallagríms: Tavelyn Tillman 39, Ragnheiður Benónísdóttir 12, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 8, Sólrún Sæmundsdóttir 4, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 4, Kristrún Sigurjónsdóttir 3, Guðrún Ósk Ámundadóttir 2, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir 1,Stig Snæfells: Taylor Brown 19, Gunnhildur Gunnarsdóttir 13, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 11, Pálína María Gunnlaugsdóttir 9, Berglind Gunnarsdóttir 4, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 2, Sara Diljá Sigurðardóttir 2, Andrea Björt Ólafsdóttir 1, María Björnsdóttir 1.Bein lýsing: Skallagrímur - SnæfellSigrún Sjöfn: Bærinn var tilbúinn Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, leikmaður Skallagríms, var skiljanlega sátt eftir sigurinn á Snæfelli í dag. „Tilfinningin er bara frábær, liðið mætti tilbúið, bærinn mætti tilbúinn. Það er búin að vera mikil stemming fyrir þessum leik. Maður er búinn að heyra í allt sumar að allir foreldrar vita hvenær næsti leikur er, hvenær hann byrjar og bærinn var klár með okkur og þetta er frábær tilfinning,“ sagði Sigrún í leikslok. Sigrún sneri aftur í Borgarnes í sumar þar sem hún spilar m.a. með systrum sínum, Guðrúnu Ósk og Örnu. En hvernig tilfinning er það? „Það er náttúrulega bara einstakt. Það er langt síðan ég og Guðún höfum spilað saman en litla [Arna] hefur aldrei verið með okkur. Þetta er bara frábært að ná saman og mamma og pabbi í kringum þetta og það eru allir að gera þetta saman. Mér finnst það bara einstakt og ég hef eiginlega ekki orð til að lýsa því,“ sagði Sigrún Sjöfn. Skallagrímur styrkti sig vel í sumar og metnaðurinn er greinilega mikill í Borgarnesi. En hvert stefnir liðið? „Fyrsta markmið okkar er bara einn leikur í einu. Við komum út úr þessu með tvö stig og það er bara næsti leikur. Jú, við stefnum á úrslitakeppnina eins og allir og svo kemur framhaldið í ljós,“ sagði Sigrún að endingu.Ingi Þór: Veturinn er langur Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Snæfells, segir að sínar stúlkur hafi átt skilið að tapa fyrir Skallagrími í kvöld. „Það er fyrst og fremst að sigurinn datt Skallagríms megin, þær áttu það fyllilega skilið, voru miklu grimmari og ákveðnari á öllum sviðum. Skallagrímskonur voru með mikla yfirburði í 1. leikhluta. Telur Ingi að leikurinn hafi tapast þar? „Neinei, leikurinn er 40 mínútur og körfubolti er leikur áhlaupa eins og þú sást. Við náðum þessu trekk í trekk niður í nokkur stig en við vorum sjálfum okkur bara verst hérna í dag,“ sagði Ingi. „Lykilmenn voru bara flatir og við vorum mjög ólík sjálfum okkur. Við festumst of mikið á þriggja stiga línunni, við ætluðum bara að skjóta okkur inn í leikinn og vorum næstum því búin að því. En við verðum að gefa Skallagrími kredit, þær voru betri en við í dag og það er ekkert að því. Stuðningur áhorfenda var frábær og körfuboltinn flottur. Við þurfum bara að gera betur, veturinn er langur og þetta er enginn heimsendir,“ sagði Ingi ennfremur. Þjálfarinn reynslumikli hafði ýmislegt við dómgæsluna að athuga í leiknum í kvöld. „Þetta eru flottir dómarar en þeir hafa verið miklu betri. Alltof mörg atriði sem að mér fannst þeir klikka á. Ég er nú þekktur fyrir að leiðbeina þeim, ég klikka ekkert á því. Þetta eru flottir dómarar og þeir verða líka að geta tekið því að ef þeir eiga ekki góðan dag. En við töpuðum ekki þessum leik útaf dómurunum, það er alveg á tæru,“ sagði Ingi að lokum.Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild kvenna Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Loksins var hægt að endurvekja Vesturlandsslaginn er Skallagímur tók á móti Snæfelli í Borgarnesi í kvöld. Mikil eftirvænting var fyrir leiknum þar sem þessum liðum er spáð góðu gengi í vetur og mátti búast við hörku leik í Fjósinu. Fyrsti leikhluti fór vel af stað fyrir bæði lið en fyrstu stigin komu þegar Bandaríkjakonan Tavelyn Tillman smellti niður þrist á 2. mínútu fyrir Skallagrímskonur. Heimamenn byrjuðu sterkari og spiluðu góða og þétta vörn sem að Snæfell átti engin svör við. Dræm skotnýting og illa nýtt færi einkenndi Snæfellsliðið og lokatölur í 1. leikhluta 23-7, Borgnesingum í vil. Í öðrum leikhluta byrjaði Snæfell að pressa allann völlinn en það virtist lítil áhrif hafa á Skallagrímskonur. Það var ekki fyrr en um miðbik leikhlutans þegar Taylor Brown setti langan þrist niður, sem að kveikti í stuðningsmönnum Snæfells og ákveðinn meðvindur kom með Snæfellskonum því þær náðu að saksa á forskot heimamanna niður í 6 stig. Þriðji leikhluti var tíðindalítill og einkenndist af óskipulögðum sóknarleik illa nýttum skotfærum beggja liða. Staðan var 58-48, Skallagrímskonum í vil, er haldið var í síðasta fjórðung. Snæfellskonur komu ákveðnar til leiks í lokaleikhlutanum og spiluðu hörku vörn. Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði 8 stig fyrir Snæfell fyrstu 5 mínúturnar en Snæfellskonur komust næst í 2 stig. Ekki komust þær nær því að Skallagrímur virtist aldei ætla að missa dampinn og virtust hreinlega vera hungraðari í sigur. Lokatölur 73-62, Skallagrímskonum í vil.Skallagrímur - Snæfell 73-62 (23-7, 14-24, 21-17, 15-14)Stig Skallagríms: Tavelyn Tillman 39, Ragnheiður Benónísdóttir 12, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 8, Sólrún Sæmundsdóttir 4, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 4, Kristrún Sigurjónsdóttir 3, Guðrún Ósk Ámundadóttir 2, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir 1,Stig Snæfells: Taylor Brown 19, Gunnhildur Gunnarsdóttir 13, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 11, Pálína María Gunnlaugsdóttir 9, Berglind Gunnarsdóttir 4, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 2, Sara Diljá Sigurðardóttir 2, Andrea Björt Ólafsdóttir 1, María Björnsdóttir 1.Bein lýsing: Skallagrímur - SnæfellSigrún Sjöfn: Bærinn var tilbúinn Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, leikmaður Skallagríms, var skiljanlega sátt eftir sigurinn á Snæfelli í dag. „Tilfinningin er bara frábær, liðið mætti tilbúið, bærinn mætti tilbúinn. Það er búin að vera mikil stemming fyrir þessum leik. Maður er búinn að heyra í allt sumar að allir foreldrar vita hvenær næsti leikur er, hvenær hann byrjar og bærinn var klár með okkur og þetta er frábær tilfinning,“ sagði Sigrún í leikslok. Sigrún sneri aftur í Borgarnes í sumar þar sem hún spilar m.a. með systrum sínum, Guðrúnu Ósk og Örnu. En hvernig tilfinning er það? „Það er náttúrulega bara einstakt. Það er langt síðan ég og Guðún höfum spilað saman en litla [Arna] hefur aldrei verið með okkur. Þetta er bara frábært að ná saman og mamma og pabbi í kringum þetta og það eru allir að gera þetta saman. Mér finnst það bara einstakt og ég hef eiginlega ekki orð til að lýsa því,“ sagði Sigrún Sjöfn. Skallagrímur styrkti sig vel í sumar og metnaðurinn er greinilega mikill í Borgarnesi. En hvert stefnir liðið? „Fyrsta markmið okkar er bara einn leikur í einu. Við komum út úr þessu með tvö stig og það er bara næsti leikur. Jú, við stefnum á úrslitakeppnina eins og allir og svo kemur framhaldið í ljós,“ sagði Sigrún að endingu.Ingi Þór: Veturinn er langur Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Snæfells, segir að sínar stúlkur hafi átt skilið að tapa fyrir Skallagrími í kvöld. „Það er fyrst og fremst að sigurinn datt Skallagríms megin, þær áttu það fyllilega skilið, voru miklu grimmari og ákveðnari á öllum sviðum. Skallagrímskonur voru með mikla yfirburði í 1. leikhluta. Telur Ingi að leikurinn hafi tapast þar? „Neinei, leikurinn er 40 mínútur og körfubolti er leikur áhlaupa eins og þú sást. Við náðum þessu trekk í trekk niður í nokkur stig en við vorum sjálfum okkur bara verst hérna í dag,“ sagði Ingi. „Lykilmenn voru bara flatir og við vorum mjög ólík sjálfum okkur. Við festumst of mikið á þriggja stiga línunni, við ætluðum bara að skjóta okkur inn í leikinn og vorum næstum því búin að því. En við verðum að gefa Skallagrími kredit, þær voru betri en við í dag og það er ekkert að því. Stuðningur áhorfenda var frábær og körfuboltinn flottur. Við þurfum bara að gera betur, veturinn er langur og þetta er enginn heimsendir,“ sagði Ingi ennfremur. Þjálfarinn reynslumikli hafði ýmislegt við dómgæsluna að athuga í leiknum í kvöld. „Þetta eru flottir dómarar en þeir hafa verið miklu betri. Alltof mörg atriði sem að mér fannst þeir klikka á. Ég er nú þekktur fyrir að leiðbeina þeim, ég klikka ekkert á því. Þetta eru flottir dómarar og þeir verða líka að geta tekið því að ef þeir eiga ekki góðan dag. En við töpuðum ekki þessum leik útaf dómurunum, það er alveg á tæru,“ sagði Ingi að lokum.Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild kvenna Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum