Uppbrot fjórflokksins blasir við Una Sighvatsdóttir skrifar 5. október 2016 11:52 Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir allt opið fyrir stjórnmálaflokkana ennþá þótt stutt sé til kosninga. VÍSIR/HÖRÐUR SVEINSSON Til að tryggja sér sæti á Alþingi þurfa íslenskir stjórnmálaflokkar að ná minnst 5% fylgi í kosningum. Þetta er nokkuð hærri þröskuldur en annars staðar á Norðurlöndum. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Fréttablaðsins sem birt er í dag fær Björt framtíð 6,9% fylgi, sem er það mesta sem flokkurinn hefur mælst með frá því í mars 2015. Viðreisn mælist einnig með 6,9% og fengju báðir flokkarnir því þingsæti, auk Pírata og rótgrónari flokka sem myndað hafa fjórflokkinn svo kallaða.Einstök staða sem við höfum ekki séð áður Eiríkur Bergmann stjórnamálafræðingur segir allmikil tíðindi í þessari könnun. „Ég myndi segja að það væru allmikil tíðindi í þessari könnun, „Annað er jú það hversu mikið flökt er á fylginu. Svona nálægt kosningum þá er þetta óvanalega mikið flökt og það er engu hægt að slá föstu nú þegar,“ segir Eriíkur. „Hinsvegar er að Björt framtíð rís upp og vel yfir þröskuldinn í þessari könnun og þá blasir við sú einstaka staða sem við höfum ekki séð áður, gangi þessi könnun eftir, að á næsta kjörtímabili verði sjö flokkar á Alþingi. Það felur í sér grundvallarbreytingu á flokkakerfinu.“Gömlu lögmálin gilda ekki lengur Slík oddastaða með sjö flokkum gæti leitt til þess að á Alþingi myndist skýrari fylkingar til hægri og vinstri líkt og gerist í norræna flokkakerfinu, að mati Eiríks. Í öllu falli virðist blasa við uppbrot þess kerfis sem Íslendingar hafa lengst af búið við en byrjaði að riða til falls í kjölfar efnahagshrunsins. Eiríkur segir sveiflurnar á fylginu allavega það miklar að gömlu lögmálin gildi greinilega ekki jafnt og þau gerðu í eitt sinn. „Fjórflokkskerfið sem hefur tryggt þessum fjórum flokkum alræðið í íslenskum stjórnmálum, það getur verið að líða undir lok og fleiri flokkar að brjóta sér leið inn í þetta kerfi þannig að um eðlisbreytingu á því geti orðið. Það er vel mögulegt samkvæmt þessum könnunum. En svo ef maður les þessar breytingar í samspili hver við aðra sjáum við að það eru töluvert miklar sveiflur þarna á milli þannig að staðan er ennþá verulega óviss “Óvenjumargir óákveðnir Óvissan felst ekki síst í því að aðeins tæp 57% þeirra sem náðist í tóku afstöðu. Þótt aðeins séu 23 dagar til kosninga virðast því óvenjumargir enn vera óákveðnir, og helgast líklega af því hve kosningarnar ber að með óvenjulegum hætti og á óvenjulegum tíma. „Þannig að það getur vel verið að upp úr kjörkössunum komi önnur mynd en blasir við okkur í dag. Allavega virðist vera opið færi fyrir stjórnmálaflokkana ennþá, þessi markaður er einhvern veginn ekkert að lokast," segir Eiríkur Bergmann. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar tapa miklu fylgi en Sjálfstæðisflokkur eykur við sig Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærsti flokkurinn i nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Píratar tapa miklu fylgi. Framsóknarflokkurinn og VG jafnstórir. Þingmaður Framsóknarflokkinn segir flokkinn eiga meira inni. 28. september 2016 07:00 Björt framtíð fengi kjörinn þingmann Björt framtíð hefur ekki mælst með meira fylgi í könnun Fréttablaðsins síðan í mars í fyrra. Þingmaður flokksins segist finna jákvæð viðbrögð við þeim málum sem flokkurinn hefur unnið í. 5. október 2016 06:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Til að tryggja sér sæti á Alþingi þurfa íslenskir stjórnmálaflokkar að ná minnst 5% fylgi í kosningum. Þetta er nokkuð hærri þröskuldur en annars staðar á Norðurlöndum. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Fréttablaðsins sem birt er í dag fær Björt framtíð 6,9% fylgi, sem er það mesta sem flokkurinn hefur mælst með frá því í mars 2015. Viðreisn mælist einnig með 6,9% og fengju báðir flokkarnir því þingsæti, auk Pírata og rótgrónari flokka sem myndað hafa fjórflokkinn svo kallaða.Einstök staða sem við höfum ekki séð áður Eiríkur Bergmann stjórnamálafræðingur segir allmikil tíðindi í þessari könnun. „Ég myndi segja að það væru allmikil tíðindi í þessari könnun, „Annað er jú það hversu mikið flökt er á fylginu. Svona nálægt kosningum þá er þetta óvanalega mikið flökt og það er engu hægt að slá föstu nú þegar,“ segir Eriíkur. „Hinsvegar er að Björt framtíð rís upp og vel yfir þröskuldinn í þessari könnun og þá blasir við sú einstaka staða sem við höfum ekki séð áður, gangi þessi könnun eftir, að á næsta kjörtímabili verði sjö flokkar á Alþingi. Það felur í sér grundvallarbreytingu á flokkakerfinu.“Gömlu lögmálin gilda ekki lengur Slík oddastaða með sjö flokkum gæti leitt til þess að á Alþingi myndist skýrari fylkingar til hægri og vinstri líkt og gerist í norræna flokkakerfinu, að mati Eiríks. Í öllu falli virðist blasa við uppbrot þess kerfis sem Íslendingar hafa lengst af búið við en byrjaði að riða til falls í kjölfar efnahagshrunsins. Eiríkur segir sveiflurnar á fylginu allavega það miklar að gömlu lögmálin gildi greinilega ekki jafnt og þau gerðu í eitt sinn. „Fjórflokkskerfið sem hefur tryggt þessum fjórum flokkum alræðið í íslenskum stjórnmálum, það getur verið að líða undir lok og fleiri flokkar að brjóta sér leið inn í þetta kerfi þannig að um eðlisbreytingu á því geti orðið. Það er vel mögulegt samkvæmt þessum könnunum. En svo ef maður les þessar breytingar í samspili hver við aðra sjáum við að það eru töluvert miklar sveiflur þarna á milli þannig að staðan er ennþá verulega óviss “Óvenjumargir óákveðnir Óvissan felst ekki síst í því að aðeins tæp 57% þeirra sem náðist í tóku afstöðu. Þótt aðeins séu 23 dagar til kosninga virðast því óvenjumargir enn vera óákveðnir, og helgast líklega af því hve kosningarnar ber að með óvenjulegum hætti og á óvenjulegum tíma. „Þannig að það getur vel verið að upp úr kjörkössunum komi önnur mynd en blasir við okkur í dag. Allavega virðist vera opið færi fyrir stjórnmálaflokkana ennþá, þessi markaður er einhvern veginn ekkert að lokast," segir Eiríkur Bergmann.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar tapa miklu fylgi en Sjálfstæðisflokkur eykur við sig Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærsti flokkurinn i nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Píratar tapa miklu fylgi. Framsóknarflokkurinn og VG jafnstórir. Þingmaður Framsóknarflokkinn segir flokkinn eiga meira inni. 28. september 2016 07:00 Björt framtíð fengi kjörinn þingmann Björt framtíð hefur ekki mælst með meira fylgi í könnun Fréttablaðsins síðan í mars í fyrra. Þingmaður flokksins segist finna jákvæð viðbrögð við þeim málum sem flokkurinn hefur unnið í. 5. október 2016 06:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Píratar tapa miklu fylgi en Sjálfstæðisflokkur eykur við sig Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærsti flokkurinn i nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Píratar tapa miklu fylgi. Framsóknarflokkurinn og VG jafnstórir. Þingmaður Framsóknarflokkinn segir flokkinn eiga meira inni. 28. september 2016 07:00
Björt framtíð fengi kjörinn þingmann Björt framtíð hefur ekki mælst með meira fylgi í könnun Fréttablaðsins síðan í mars í fyrra. Þingmaður flokksins segist finna jákvæð viðbrögð við þeim málum sem flokkurinn hefur unnið í. 5. október 2016 06:30