Þetta kemur fram í frétt Tampa Bay Times.
Tampa verður annar áfangastaður Icelandair á Flórída en flugfélagið hefur lengi boðið upp á áætlunarferðir til Orlando. Um 140 kílómetrar eru á milli borganna. Icelandair flýgur til átján áfangastaða í Norður-Ameríku.
Tampa-flugvöllur hefur verið að bæta við sig flugfélögum í beinu flugi til og frá Evrópu á síðustu árum.
Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segist í samtali við Tampa Bay Times að hann telji íbúa Tampa munu fagna þessari nýju flugleið. Ísland hafi upp á ýmislegt að bjóða.
Flugið mun taka um sjö klukkustundir og segir að kostnaðurinn fyrir ferð fram og til baka, verði um 1.200 Bandaríkjadali, um 137 þúsund krónur.