Nýherji prufukeyrir heimsendingu með dróna Sæunn Gísladóttir skrifar 5. október 2016 09:30 Stórfyrirtæki eins og Amazon og DHL nýta sér dróna í auknum mæli til heimsendinga. Vísir/Getty „Okkur langaði sem sagt að prófa að fljúga með vöru milli staða úr verslun okkar. Við sendum Lenovo-spjaldtölvu úr Borgartúni yfir í næsta hverfi og það gekk snurðulaust fyrir sig, en vitanlega var drónanum fylgt eftir alla leið af þeim sem stýrði honum. Enn sem komið er getum við ekki sett á sjálfstýringu en hver veit hvað gerist í framtíðinni,“ segir Gísli Þorsteinsson, markaðsstjóri Nýherja. „Við erum einfaldlega að horfa á sprengingu í framleiðslu og sölu á drónum á komandi árum. Gert er ráð fyrir að 2,5 milljónir dróna verði seldar í Bandaríkjunum á þessu ári. Árið 2020 má svo búast við að hátt í 7 milljónir svífi um loftin blá þar í landi, ef marka má Bloomberg,“ segir Gísli. „Um leið og drónar verða sífellt fyrirferðarmeiri á heimilum, hvort sem það er hér á landi eða úti í heimi, þá eru mörg fyrirtæki að átta sig á notagildi þessara tækja. Ýmis nafntoguð fyrirtæki úti í heimi hafa prófað dróna við heimsendingar. Við vildum ekki vera eftirbátar, enda segjum við oft að upplýsingatæknifyrirtæki eins og Nýherji þurfi ávallt að vera með annan fótinn í framtíðinni,“ segir hann. Gísli segir að þeir sem rýni inn í framtíðina séu nokkuð sannfærðir um að heimsendingar með dróna komi í staðinn fyrir sendla á mótorhjólum eða hjólum á komandi árum úti í hinum stóra heimi. „Allar spár gera ráð fyrir að heimsendingar með dróna verði veruleiki í nánustu framtíð úti í heimi. Við hjá Nýherja teljum okkur hafa góða reynslu af framtíðinni og kannski rekur þessa tæknibyltingu á fjörur okkar áður en langt um líður?“ Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Sjá meira
„Okkur langaði sem sagt að prófa að fljúga með vöru milli staða úr verslun okkar. Við sendum Lenovo-spjaldtölvu úr Borgartúni yfir í næsta hverfi og það gekk snurðulaust fyrir sig, en vitanlega var drónanum fylgt eftir alla leið af þeim sem stýrði honum. Enn sem komið er getum við ekki sett á sjálfstýringu en hver veit hvað gerist í framtíðinni,“ segir Gísli Þorsteinsson, markaðsstjóri Nýherja. „Við erum einfaldlega að horfa á sprengingu í framleiðslu og sölu á drónum á komandi árum. Gert er ráð fyrir að 2,5 milljónir dróna verði seldar í Bandaríkjunum á þessu ári. Árið 2020 má svo búast við að hátt í 7 milljónir svífi um loftin blá þar í landi, ef marka má Bloomberg,“ segir Gísli. „Um leið og drónar verða sífellt fyrirferðarmeiri á heimilum, hvort sem það er hér á landi eða úti í heimi, þá eru mörg fyrirtæki að átta sig á notagildi þessara tækja. Ýmis nafntoguð fyrirtæki úti í heimi hafa prófað dróna við heimsendingar. Við vildum ekki vera eftirbátar, enda segjum við oft að upplýsingatæknifyrirtæki eins og Nýherji þurfi ávallt að vera með annan fótinn í framtíðinni,“ segir hann. Gísli segir að þeir sem rýni inn í framtíðina séu nokkuð sannfærðir um að heimsendingar með dróna komi í staðinn fyrir sendla á mótorhjólum eða hjólum á komandi árum úti í hinum stóra heimi. „Allar spár gera ráð fyrir að heimsendingar með dróna verði veruleiki í nánustu framtíð úti í heimi. Við hjá Nýherja teljum okkur hafa góða reynslu af framtíðinni og kannski rekur þessa tæknibyltingu á fjörur okkar áður en langt um líður?“
Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Sjá meira