Lífið

Ben Stiller greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ben Stiller hefur komið til Íslands þar sem hann lék í myndinni The Secret Life of Walter Mitty.
Ben Stiller hefur komið til Íslands þar sem hann lék í myndinni The Secret Life of Walter Mitty. vísir/getty
Leikarinn Ben Stiller greinir frá því í erlendum fjölmiðlum að hann hafi greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli fyrir tveimur árum og í kjölfarið þurft að fara í aðgerð þar sem blöðruhálskirtillinn var fjarlægður.

Hann er nú án einkenna og líður vel. Hann hvetur ungt fólk til að láta skoða sig reglulega. Stiller opnaði sig fyrst um málið í viðtali við Howard Stern.

„Þetta kom bara eins þruma úr heiðskýru lofti og ég hafði bara enga hugmynd um þetta,“ sagði Stiller við Stern.

Æxlið hafði verið til staðar í fimm ár og aldrei hafði Stiller farið til læknis útaf málinu. Eftir að hafa fengið fréttirnar fór Stiller á Google og komst að því að karlmenn sigrast oft á þessum erfiða sjúkdómi. Hann segist meðal annars hafa komist að því að Robert DeNiro og John Kerry hafi báðir fengið krabbamein í blöðruhálskirtli.

„Því meira sem ég lærði um sjúkdóminn, því meira áttaði ég mig á því að ég gæti alveg komist í gegnum þetta. Ég var heppinn að hafa greinst nokkuð snemma og því var hægt að meðhöndla krabbameinið á mjög skilvirkan hátt. Ég greinist 13. júní árið 2014 og 17. september sama ár fékk ég þær niðurstöður að ég væri laus við það.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×