Segja samkomulagið virt að vettugi Sveinn Arnarsson skrifar 4. október 2016 07:00 Skrifað var undir samkomulagið hinn 19. september síðastliðinn í Hannesarholti á Grundarstíg. Fréttablaðið/GVA Kennarasamband Íslands og BHM leggjast gegn frumvarpi efnahags- og fjármálaráðherra um breytingar á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Öll félögin undirrituðu samkomulag þess efnis en félögin telja frumvarpið ganga gegn því. Heimildir Fréttablaðsins herma að afstaða BHM sé í aðalatriðum í takt við afstöðu KÍ og BHM.Samkomulagið, sem undirritað var þann 19. síðasta mánaðar, segir til um að réttindi núverandi sjóðsfélaga eigi að vera tryggð. Að mati félaganna tryggir frumvarpið ekki þessa hagsmuni og því ekki annað hægt en að leggjast gegn því. Stjórn BSRB lýsti í gær yfir vonbrigðum með að ekki væri farið eftir því samkomulagi sem undirritað var við vinnslu frumvarpsins. Miklu skiptir fyrir stjórnvöld að samskipti við stóru stéttarfélögin séu á jákvæðum nótum. Gríðarlega stórar starfsstéttir eru innan vébanda þessara félaga. „Verði frumvarpið að lögum óbreytt gefur það augaleið að það mun hafa mjög neikvæð áhrif á samskipti bandalagsins við stjórnvöld, hvort sem heldur er í kjarasamningagerð eða öðru,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, og telur mikilvægt að breyta frumvarpinu í átt að samkomulaginu. „Í vinnuferlinu var alltaf boðað að málið yrði unnið í fullri sátt. Samkomulagið nær utan um þau atriði sem samkomulag náðist um og frumvarpið er ekki að fanga innihald þess.“ Samkomulagið milli aðila var undirritað við hátíðlega athöfn þann 19. september. Frumvarpinu var dreift á Alþingi daginn eftir. Þórður Hjaltested, formaður KÍ, segir ekki annað hægt en að krefjast þess að málið verði ekki samþykkt á komandi þingi. „Hér er ekki á ferðinni nein stefnubreyting af okkar hálfu. Við erum enn aðilar að samkomulaginu. Það frumvarp sem lagt var fyrir þingið gengur bara þvert gegn samkomulaginu. Því vonumst við til að þingið fresti afgreiðslu þessa frumvarps, menn vinni það betur og það komi til þings á ný eftir kosningar. Þá gefst mikilvægur tími til að fara vel ofan í þetta mikilvæga mál,“ segir Þórður. Ekki náðist í Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra við vinnslu fréttarinnar.Helstu atriði samkomulagsinsLaunakjör á opinberum og almennum vinnumarkaði verða samræmd og jöfnuð.Launafólki verður gert betur kleift að færa sig milli almenns og opinbers vinnumarkaðar hvenær sem er starfsævinnar án þess að það hafi teljandi áhrif á ávinnslu lífeyrisréttinda.Sjóðfélögum í lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna verða tryggð sambærileg réttindi og þeir hafa nú með 120 milljarða króna framlagi hins opinbera til að mæta ófjármögnuðum framtíðarskuldbindingum vegna þeirra.Lífeyriskerfi opinberra starfsmanna verður fullfjármagnað og kerfið sjálfbært. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vinnubrögð forystumanna BSRB sögð vera gerræðisleg Forsvarsmenn fjögurra stéttarfélaga innan BSRB eru andvígir breytingum á lífeyrissjóðakerfinu. Sjúkraliðar segja vinnubrögð forystu BSRB gerræðisleg. 20. september 2016 06:30 Skrifuðu undir samkomulag í umboðsleysi Fimm stéttarfélög opinberra starfsmanna gagnrýna samkomulag sem undirritað var í gær um jöfnun lífeyrisréttinda. Félag hjúkrunarfræðinga telur að skrifaði hafi verið undir samkomulagið í umboðsleysi og hefur óskað eftir fundi með fjármálaráðherra vegna málsins. 20. september 2016 18:45 Saka stjórnvöld um útúrsnúning Kennarasambandið styður ekki frumvarp um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna sem nú er til meðferðar á Alþingi. Sambandið telur trúnaðarbrest milli þess og ríkisvaldsins. 3. október 2016 07:00 Lífeyrismálið í gegn á Alþingi ef annað fer út Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja lítinn tíma til að ljúka breytingum á lífeyrissjóðakerfinu sem kynntar hafa verið. Stjórnarflokkarnir segja mikilvægt að klára málið til að komast hjá niðurskurði. 21. september 2016 07:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Kennarasamband Íslands og BHM leggjast gegn frumvarpi efnahags- og fjármálaráðherra um breytingar á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Öll félögin undirrituðu samkomulag þess efnis en félögin telja frumvarpið ganga gegn því. Heimildir Fréttablaðsins herma að afstaða BHM sé í aðalatriðum í takt við afstöðu KÍ og BHM.Samkomulagið, sem undirritað var þann 19. síðasta mánaðar, segir til um að réttindi núverandi sjóðsfélaga eigi að vera tryggð. Að mati félaganna tryggir frumvarpið ekki þessa hagsmuni og því ekki annað hægt en að leggjast gegn því. Stjórn BSRB lýsti í gær yfir vonbrigðum með að ekki væri farið eftir því samkomulagi sem undirritað var við vinnslu frumvarpsins. Miklu skiptir fyrir stjórnvöld að samskipti við stóru stéttarfélögin séu á jákvæðum nótum. Gríðarlega stórar starfsstéttir eru innan vébanda þessara félaga. „Verði frumvarpið að lögum óbreytt gefur það augaleið að það mun hafa mjög neikvæð áhrif á samskipti bandalagsins við stjórnvöld, hvort sem heldur er í kjarasamningagerð eða öðru,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, og telur mikilvægt að breyta frumvarpinu í átt að samkomulaginu. „Í vinnuferlinu var alltaf boðað að málið yrði unnið í fullri sátt. Samkomulagið nær utan um þau atriði sem samkomulag náðist um og frumvarpið er ekki að fanga innihald þess.“ Samkomulagið milli aðila var undirritað við hátíðlega athöfn þann 19. september. Frumvarpinu var dreift á Alþingi daginn eftir. Þórður Hjaltested, formaður KÍ, segir ekki annað hægt en að krefjast þess að málið verði ekki samþykkt á komandi þingi. „Hér er ekki á ferðinni nein stefnubreyting af okkar hálfu. Við erum enn aðilar að samkomulaginu. Það frumvarp sem lagt var fyrir þingið gengur bara þvert gegn samkomulaginu. Því vonumst við til að þingið fresti afgreiðslu þessa frumvarps, menn vinni það betur og það komi til þings á ný eftir kosningar. Þá gefst mikilvægur tími til að fara vel ofan í þetta mikilvæga mál,“ segir Þórður. Ekki náðist í Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra við vinnslu fréttarinnar.Helstu atriði samkomulagsinsLaunakjör á opinberum og almennum vinnumarkaði verða samræmd og jöfnuð.Launafólki verður gert betur kleift að færa sig milli almenns og opinbers vinnumarkaðar hvenær sem er starfsævinnar án þess að það hafi teljandi áhrif á ávinnslu lífeyrisréttinda.Sjóðfélögum í lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna verða tryggð sambærileg réttindi og þeir hafa nú með 120 milljarða króna framlagi hins opinbera til að mæta ófjármögnuðum framtíðarskuldbindingum vegna þeirra.Lífeyriskerfi opinberra starfsmanna verður fullfjármagnað og kerfið sjálfbært.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vinnubrögð forystumanna BSRB sögð vera gerræðisleg Forsvarsmenn fjögurra stéttarfélaga innan BSRB eru andvígir breytingum á lífeyrissjóðakerfinu. Sjúkraliðar segja vinnubrögð forystu BSRB gerræðisleg. 20. september 2016 06:30 Skrifuðu undir samkomulag í umboðsleysi Fimm stéttarfélög opinberra starfsmanna gagnrýna samkomulag sem undirritað var í gær um jöfnun lífeyrisréttinda. Félag hjúkrunarfræðinga telur að skrifaði hafi verið undir samkomulagið í umboðsleysi og hefur óskað eftir fundi með fjármálaráðherra vegna málsins. 20. september 2016 18:45 Saka stjórnvöld um útúrsnúning Kennarasambandið styður ekki frumvarp um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna sem nú er til meðferðar á Alþingi. Sambandið telur trúnaðarbrest milli þess og ríkisvaldsins. 3. október 2016 07:00 Lífeyrismálið í gegn á Alþingi ef annað fer út Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja lítinn tíma til að ljúka breytingum á lífeyrissjóðakerfinu sem kynntar hafa verið. Stjórnarflokkarnir segja mikilvægt að klára málið til að komast hjá niðurskurði. 21. september 2016 07:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Vinnubrögð forystumanna BSRB sögð vera gerræðisleg Forsvarsmenn fjögurra stéttarfélaga innan BSRB eru andvígir breytingum á lífeyrissjóðakerfinu. Sjúkraliðar segja vinnubrögð forystu BSRB gerræðisleg. 20. september 2016 06:30
Skrifuðu undir samkomulag í umboðsleysi Fimm stéttarfélög opinberra starfsmanna gagnrýna samkomulag sem undirritað var í gær um jöfnun lífeyrisréttinda. Félag hjúkrunarfræðinga telur að skrifaði hafi verið undir samkomulagið í umboðsleysi og hefur óskað eftir fundi með fjármálaráðherra vegna málsins. 20. september 2016 18:45
Saka stjórnvöld um útúrsnúning Kennarasambandið styður ekki frumvarp um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna sem nú er til meðferðar á Alþingi. Sambandið telur trúnaðarbrest milli þess og ríkisvaldsins. 3. október 2016 07:00
Lífeyrismálið í gegn á Alþingi ef annað fer út Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja lítinn tíma til að ljúka breytingum á lífeyrissjóðakerfinu sem kynntar hafa verið. Stjórnarflokkarnir segja mikilvægt að klára málið til að komast hjá niðurskurði. 21. september 2016 07:00