Viðskipti erlent

Tvöfalt meiri sala hjá Tesla

Sæunn Gísladóttir skrifar
Tesla Model S.
Tesla Model S.
Rafbílaframleiðandinn Tesla afhenti 24.500 bíla á síðasta ársfjórðungi, samanborið við 11.603 á sama ársfjórðungi árið áður. Samkvæmt nýjum tölum sem Tesla gaf út er þá um að ræða tvöfalt meiri sölu milli ára.

Gengi hlutabréfa hækkuðu umtalsvert við fregnirnar og hefur hækkað um 4,6 prósent það sem af er degi.

Tesla afhenti að stærstum hluta til Model S bíla á síðasta ári og seldi Tesla 15.800 slíka bíla á þriðja ársfjórðungi 2016. En einnig seldist Model X mjög vel eða í 8.700 eintökum á síðasta ársfjórðungi.

Elon Musk, framkvæmdastjóri Tesla, vonast til þess að koma Model 3 á markað á næsta ári, sem er fyrsta fjöldaframleidda gerð af Teslu. Model 3 kostar frá 35 þúsund dollurum, um fjórum milljónum króna, samanborið við 83 þúsund dollara verðmiða á Model X.

CNN greinir hins vegar frá því að næsti bíll Teslu standi frammi fyrir harðri samkeppni frá nýja rafbíl General Motors, Chevrolet Bolt, sem fer í sölu seinna á árinu fyrir rúmar fjórar milljónir króna.


Tengdar fréttir

Tesla færir út kvíarnar

Elon Musk segir að Tesla muni bjóða leigubílaþjónustu með sjálfkeyrandi bílum í borgum með mikilli eftirspurn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×