Innlent

Björt framtíð og Vinstri græn bæta við sig fylgi

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. Vísir/Ernir
Björt framtíð er með 4,7% fylgi samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Flokkurinn bætir þannig við sig tæpum tveimur prósentustigum milli mælinga. Vinstri græn bæta einnig við sig tveimur prósentustigum og mælast með 16% fylgi.

Píratar mælast með 21% fylgi sem er tæplega þremur prósentustigum minna en í síðustu mælingu. Þá minnkar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tvö prósentustig og mælist flokkurinn með 24% fylgi.

Ríflega 13% segjast myndu kjósa Viðreisn ef gengið væri til kosninga til Alþingis í dag. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn mælast báðir með 8%. Íslenska þjóðfylkingin mælist með 3%, Dögun með ríflega 1%. Þá mælast Flokkur fólksins og Alþýðufylkingin með tæplega 1%.

Tæplega 10% taka ekki afstöðu eða neita að gefa upp hvað þeir myndu kjósa og um 8% svarenda sögðust myndu skila auðu eða ekki kjósa.

Þá minnkar stuðningur við ríkisstjórnina um tvö prósentustig og mælist um 36%.

Könnunin var gerð dagana 16. til 29. september síðastliðinn. Heildarúrtakið var 3.035 og var svarhlutfallið 59,2%




Fleiri fréttir

Sjá meira


×