Lífið

Bjóða upp frægar flugur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Flottur hópur.
Flottur hópur.
AUR appið og Rauði Krossinn á Íslandi í samstarfi við rakarastofuna Barber mun á næstu dögum halda uppboð á veiðiflugum til styrktar góðu málefni.

Allur ágóði af uppboðinu mun renna til Rauða Krossins sem safnar fyrir björgunaraðgerðum í Miðjarðarhafi þar sem flóttafólk leggur sig í mikla hættu til að komast til Ítalíu frá Norður-Afríku.

Strákarnir á rakarastofunni Barber klipptu hárið á nokkrum þekktum einstaklingum og létu gera úr hári hvers og eins veiðiflugur. Hægt verður að bjóða í flugur sem hnýttar eru úr hári Ásgeirs Trausta, Andra Snæs Magnasonar Dj Margeirs, Andreu Rafnar o.fl.

Uppboðið hófst í dag með flugu sem hnýtt er úr hári Unnsteins Manuel. Uppboðið er á Facebook-síðu AUR appsins en AUR fagnar 1. árs afmæli um þessar mundir.

Veiðiflugurnar eru níu talsins og hvert uppboð stendur í sólarhring og er eingöngu hægt að taka þátt með því að senda rukkun í gegnum AUR appið með þeirri upphæð sem fólk vill bjóða í.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×