Skynsamir líka berskjaldaðir fyrir sykri því hluti heilans er frumstæður Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. október 2016 14:00 Nýleg dæmi frá útlöndum sýna að sykurskattar virka sem tæki til að draga úr neyslu. Forstöðumaður Lýðheilsustofnunar Noregs segir að stofnunin styðji sykurskatt sem tæki til að draga úr sykurneyslu. Sykurskattur er við lýði í Noregi með ágætum árangri. Það er almennt viðurkennt í samfélaginu af læknum og vísindamönnum í að hvítur sykur sé einn helsti orsakavaldur vaxandi offitu og áunninnar sykursýki á Vesturlöndum. Bretar tóku fyrr á þessu ári upp sykurskatt, stuttu eftir að við Íslendingar felldum hann úr gildi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin leggur til að sykur fari ekki fram úr 5 prósentum af heildar kaloríufjölda við næringarinntöku en viðmið var nýlega lækkað úr 10 prósentum. Fíllinn og fílatemjarinn Sálfræðingurinn Daniel Kahneman hlaut Nóbelsverðlaun í hagfræði árið 2002 fyrir rannsóknir sínar í atferlishagfræði og kenningu um tvískipt hugsanaferli. Rannsóknir Kahnemans benda til þess að atferli manna stýrist af tveimur aðskildum hlutum heilans sem hann kallar kerfi 1 og 2. Fjallað var um þetta í Læknablaðinu á sínum tíma. Kerfi 1 er kallað fíllinn en það er hvatadrifið kerfi sem erfitt er að hafa taumhald á þegar það tekur á rás. Kerfi 2 kallast fílatemjarinn í ljósi þess að kerfið getur beitt skynsemi til að leiða fílinn á réttar slóðir en hefur sjaldan getu til að halda aftur af honum þegar hvatir og tilfinningar koma honum á fullan skrið. Kerfi 1 er því sá hluti heilans sem getur verið frumstæður og hvatadrifinn. Þannig hefur þessi hluti heilans trompað rökhugsun þegar val á fæðu er annars vegar og því eru skynsamir einstaklingar berskjaldaðir gagnvart neyslu sykurs og annarrar óhollrar fæðu jafnvel þótt þeir viti betur.Sykurskattar virka Skiptar skoðanir eru um skattlagningu sem tæki til að hafa áhrif á breytni manna þegar neysla á áfengi og sykri er annars vegar. Gögn frá útlöndum sýna hins vegar að skattar geta verið áhrifaríkt tæki til að sporna við sykurneyslu. En málið snýst líka um pólitíska hugmyndafræði, spurningar eins og hvort ríkisvaldið eigi að hafa skoðun á því hvað menn borða. Velta má fyrir sér í ljósi þess að heilbrigðiskerfið er að stærstu leyti ríkisvætt hvort ríkið hafi yfirleitt efni á því að hafa ekki skoðun á sykurneyslu.Tryggvi Þorgeirsson læknir, lýðheilsufræðingur og framkvæmdastjóri SidekickMynd/ÞÞTryggvi Þorgeirsson læknir og framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins Sidekick lauk meistagráðu í lýðheilsufræðum frá Harvard-háskóla en hann segir rannsóknir benda einmitt til þess að eitt öflugasta vopnið í baráttunni við offitufaraldurinn sé sykurskattur. „Það er hreinlega óumdeilt. Eiginlega allir fagaðilar í lýðheilsugeiranum eru sammála um að líklegast kostnaðarhagvæmasta aðgerðin hægt er að grípa til eru skattar óhollustu. Það væri nærtækast að setja skatta eða vörugjöld á sykraða drykki, gosdrykki og sælgæti,“ segir Tryggvi. Tryggvi tekur sem dæmi sykurneyslu Finna og Norðmanna sem er mun minni en sykurneysla Íslendinga. Bæði Norðmenn og Finnar hafa sérstaka sykurskatta. Finnar drekka aðeins þriðjung af því gosi sem Íslendingar drekka. Finnar drekka að meðaltali 45 lítra á mann á ári af sykruðu gosi en Íslendingar 149 lítra á mann. Á sama tíma er verð á gosi miklu lægra hér á landi. Tryggvi segir nýlegt dæmi frá Berkeley í Kaliforníu sýna að skattlagning virki til að sporna við neyslu en þar var innleiddur sykurskattur með mjög góðum árangri. „Þeir sáu fljótt í kjölfarið minnkun um 26 prósent í gosneyslu í Berkeley meðan gosneysla jókst í borgunum í kring þar sem ekki var innleiddur sykurskattur. Þar að auki keypti fólk í auknum mæli sódavatn og aðra vatnsdrykki í staðinn.“ Camilla Stoltenberg læknir og framkvæmdastjóri Lýðheilsustofnunar Noregs. Hún er systir Jens Stoltenberg fyrrverandi forsætisráðherra Noregs.Mynd/ÞÞCamilla Stoltenberg er framkvæmdastjóri Lýðheilsustofnunar Noregs. Norðmenn innleiddu á sínum tíma sérstakan sykurskatt og hafa ekki séð ástæðu til að fella hann úr gildi líkt og við Íslendingar gerðum. „Það eru mismunandi leiðir til að gera þetta og skattlagning er vissulega ein af þeim leiðum sem virka. En þetta fer eftir magninu og hvernig matarneyslu er háttað í hverju landi. Svo það er erfitt að segja almennt að þetta eigi að vera eina áherslan en þetta er tvímælalaust eitthvað sem við vitum að virkar,“ segir Stoltenberg. Nóbelsverðlaun Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Nýleg dæmi frá útlöndum sýna að sykurskattar virka sem tæki til að draga úr neyslu. Forstöðumaður Lýðheilsustofnunar Noregs segir að stofnunin styðji sykurskatt sem tæki til að draga úr sykurneyslu. Sykurskattur er við lýði í Noregi með ágætum árangri. Það er almennt viðurkennt í samfélaginu af læknum og vísindamönnum í að hvítur sykur sé einn helsti orsakavaldur vaxandi offitu og áunninnar sykursýki á Vesturlöndum. Bretar tóku fyrr á þessu ári upp sykurskatt, stuttu eftir að við Íslendingar felldum hann úr gildi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin leggur til að sykur fari ekki fram úr 5 prósentum af heildar kaloríufjölda við næringarinntöku en viðmið var nýlega lækkað úr 10 prósentum. Fíllinn og fílatemjarinn Sálfræðingurinn Daniel Kahneman hlaut Nóbelsverðlaun í hagfræði árið 2002 fyrir rannsóknir sínar í atferlishagfræði og kenningu um tvískipt hugsanaferli. Rannsóknir Kahnemans benda til þess að atferli manna stýrist af tveimur aðskildum hlutum heilans sem hann kallar kerfi 1 og 2. Fjallað var um þetta í Læknablaðinu á sínum tíma. Kerfi 1 er kallað fíllinn en það er hvatadrifið kerfi sem erfitt er að hafa taumhald á þegar það tekur á rás. Kerfi 2 kallast fílatemjarinn í ljósi þess að kerfið getur beitt skynsemi til að leiða fílinn á réttar slóðir en hefur sjaldan getu til að halda aftur af honum þegar hvatir og tilfinningar koma honum á fullan skrið. Kerfi 1 er því sá hluti heilans sem getur verið frumstæður og hvatadrifinn. Þannig hefur þessi hluti heilans trompað rökhugsun þegar val á fæðu er annars vegar og því eru skynsamir einstaklingar berskjaldaðir gagnvart neyslu sykurs og annarrar óhollrar fæðu jafnvel þótt þeir viti betur.Sykurskattar virka Skiptar skoðanir eru um skattlagningu sem tæki til að hafa áhrif á breytni manna þegar neysla á áfengi og sykri er annars vegar. Gögn frá útlöndum sýna hins vegar að skattar geta verið áhrifaríkt tæki til að sporna við sykurneyslu. En málið snýst líka um pólitíska hugmyndafræði, spurningar eins og hvort ríkisvaldið eigi að hafa skoðun á því hvað menn borða. Velta má fyrir sér í ljósi þess að heilbrigðiskerfið er að stærstu leyti ríkisvætt hvort ríkið hafi yfirleitt efni á því að hafa ekki skoðun á sykurneyslu.Tryggvi Þorgeirsson læknir, lýðheilsufræðingur og framkvæmdastjóri SidekickMynd/ÞÞTryggvi Þorgeirsson læknir og framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins Sidekick lauk meistagráðu í lýðheilsufræðum frá Harvard-háskóla en hann segir rannsóknir benda einmitt til þess að eitt öflugasta vopnið í baráttunni við offitufaraldurinn sé sykurskattur. „Það er hreinlega óumdeilt. Eiginlega allir fagaðilar í lýðheilsugeiranum eru sammála um að líklegast kostnaðarhagvæmasta aðgerðin hægt er að grípa til eru skattar óhollustu. Það væri nærtækast að setja skatta eða vörugjöld á sykraða drykki, gosdrykki og sælgæti,“ segir Tryggvi. Tryggvi tekur sem dæmi sykurneyslu Finna og Norðmanna sem er mun minni en sykurneysla Íslendinga. Bæði Norðmenn og Finnar hafa sérstaka sykurskatta. Finnar drekka aðeins þriðjung af því gosi sem Íslendingar drekka. Finnar drekka að meðaltali 45 lítra á mann á ári af sykruðu gosi en Íslendingar 149 lítra á mann. Á sama tíma er verð á gosi miklu lægra hér á landi. Tryggvi segir nýlegt dæmi frá Berkeley í Kaliforníu sýna að skattlagning virki til að sporna við neyslu en þar var innleiddur sykurskattur með mjög góðum árangri. „Þeir sáu fljótt í kjölfarið minnkun um 26 prósent í gosneyslu í Berkeley meðan gosneysla jókst í borgunum í kring þar sem ekki var innleiddur sykurskattur. Þar að auki keypti fólk í auknum mæli sódavatn og aðra vatnsdrykki í staðinn.“ Camilla Stoltenberg læknir og framkvæmdastjóri Lýðheilsustofnunar Noregs. Hún er systir Jens Stoltenberg fyrrverandi forsætisráðherra Noregs.Mynd/ÞÞCamilla Stoltenberg er framkvæmdastjóri Lýðheilsustofnunar Noregs. Norðmenn innleiddu á sínum tíma sérstakan sykurskatt og hafa ekki séð ástæðu til að fella hann úr gildi líkt og við Íslendingar gerðum. „Það eru mismunandi leiðir til að gera þetta og skattlagning er vissulega ein af þeim leiðum sem virka. En þetta fer eftir magninu og hvernig matarneyslu er háttað í hverju landi. Svo það er erfitt að segja almennt að þetta eigi að vera eina áherslan en þetta er tvímælalaust eitthvað sem við vitum að virkar,“ segir Stoltenberg.
Nóbelsverðlaun Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira