Gvasalia hefur vakið athygli og eftirtekt fyrir eitt heitasta merki síðasta árs, Vétements, en honum tekst á fágaðan máta að blanda saman hátísku og götustísku með nýstárlegum leiðum. Hér eru trendin sett, það er á hreinu.
Meðal þess sem Gvasalia setti á tískupallinn voru yfirhafnir með risavöxnum öxlum, stígvél með pinnahælum sem voru samsett við buxurnar, kjólar með klaufum og áberandi mitti. Sýningin snerist að miklu leyti um efni: leður, latex, plast og spandex. Fylgihlutirnir voru á sínum stað og að þessu sinni í stærri kantinum.
Sýningin snerist að miklu leyti um að para saman andstæður eins og kristallaðist í hári og förðun fyrirsætanna. Allt mjög minimalíst en neglur fyrirsætnana eldrauðar með demöntum.






