Óánægja vegna skorts á starfsáætlun: "Þorir ríkisstjórnin ekki í kosningabaráttu?“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. október 2016 11:40 Fjölmargir þingmenn bentu á að innan við fjórar vikur eru til kosninga og að frambjóðendur þurfi að kynna sig og malefni sín fyrir kjósendum. Myndvinnsla/Garðar Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru mikinn í umræðum um fundarstjórn forseta á Alþingi í morgun. Þingfundur hófst klukkan hálf ellefu og hóf Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, fundinn á að tilkynna að fundarhlé yrði gert frá tólf til þrjú til fundarhalda. Þá er ætlað að þingflokksformenn fundi ásamt því að fundur í forsætisnefnd er á dagskrá. Mikil óánægja var meðal þingmanna stjórnarandstöðunnar um að boðað hefði verið til þingfundar án þess að gild starfsáætlun væri í gildi. Stefnt var að því að þingi yrði frestað þann 29. september síðastliðinn, en það gekk ekki eftir. „Forseti tilkynnti áðan að hlé verður gert á þingfundi kl. 12 til kl. 15, annars vegar vegna þingflokksfunda sem standa frá kl. 13 en einnig vegna funda hjá þingflokksformönnum og forsætisnefnd þar sem þessi mál verða rædd. Forseta er enn fremur kunnugt um að fram munu fara samtöl út af þeim málum á þessum degi,“ sagði Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, eftir að Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, kallaði eftir að hlé yrði gert á þingfundi. „Það er rétt að boðaður hefur verið fundur með þingflokksformönnum í hádeginu. En við erum án áætlunar. Það er engin áætlun gild um starfsemi Alþingis Íslendinga og það eru innan við fjórar vikur til alþingiskosninga. Við látum hér eins og allt sé eðlilegt, eins og við getum farið að hefja hefðbundinn þingfund með óundirbúnum fyrirspurnum og svo framvegis. Það er ekki svo, virðulegur forseti. Það er ekki viðunandi umgengni við Alþingi Íslendinga að koma fram með dagskrá eins og ekkert sé eðlilegra,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna.Þingmenn fastir í óvissuferð Framsóknarflokksins Fjölmargir þingmenn bentu á að innan við fjórar vikur eru til kosninga og að frambjóðendur þurfi að kynna sig og málefni sín fyrir kjósendum. „Þorir ríkisstjórnin ekki í kosningabaráttu?“ spurði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Þá sagði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, að þingmenn hefðu verið fastir í óvissuferð Framsóknarflokksins og að þingið hafi verið óstarfhæft í liðinni viku vegna formannsslags í flokknum. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, tók einnig til máls og sagði að öllum hafi verið ljóst að starfsáætlun yrði ekki lokið á fimmtudaginn síðastliðinn. „það var rætt á milli fólks alla þá viku að það yrði framhald i vikunni sem nú er hafið. Það leikrit sem nú er sett af stað hér er fáránlegt vegna þess að við vissum það.“ Páll Jóhann Pálsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tók einnig til máls og sagðist skilja ef þingmenn stjórnarandstöðunnar fyndist þeir hafa fengið litla athygli um helgina og vísaði þá til flokksþings Framsóknarflokksins, sem fjölmiðlar sýndu frá í beinni útsendingu. „Eigum við ekki að taka höndum saman og kára þessi verk svo að fólk komist í sína kosningabaráttu?“ sagði Páll Jóhann. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru mikinn í umræðum um fundarstjórn forseta á Alþingi í morgun. Þingfundur hófst klukkan hálf ellefu og hóf Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, fundinn á að tilkynna að fundarhlé yrði gert frá tólf til þrjú til fundarhalda. Þá er ætlað að þingflokksformenn fundi ásamt því að fundur í forsætisnefnd er á dagskrá. Mikil óánægja var meðal þingmanna stjórnarandstöðunnar um að boðað hefði verið til þingfundar án þess að gild starfsáætlun væri í gildi. Stefnt var að því að þingi yrði frestað þann 29. september síðastliðinn, en það gekk ekki eftir. „Forseti tilkynnti áðan að hlé verður gert á þingfundi kl. 12 til kl. 15, annars vegar vegna þingflokksfunda sem standa frá kl. 13 en einnig vegna funda hjá þingflokksformönnum og forsætisnefnd þar sem þessi mál verða rædd. Forseta er enn fremur kunnugt um að fram munu fara samtöl út af þeim málum á þessum degi,“ sagði Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, eftir að Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, kallaði eftir að hlé yrði gert á þingfundi. „Það er rétt að boðaður hefur verið fundur með þingflokksformönnum í hádeginu. En við erum án áætlunar. Það er engin áætlun gild um starfsemi Alþingis Íslendinga og það eru innan við fjórar vikur til alþingiskosninga. Við látum hér eins og allt sé eðlilegt, eins og við getum farið að hefja hefðbundinn þingfund með óundirbúnum fyrirspurnum og svo framvegis. Það er ekki svo, virðulegur forseti. Það er ekki viðunandi umgengni við Alþingi Íslendinga að koma fram með dagskrá eins og ekkert sé eðlilegra,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna.Þingmenn fastir í óvissuferð Framsóknarflokksins Fjölmargir þingmenn bentu á að innan við fjórar vikur eru til kosninga og að frambjóðendur þurfi að kynna sig og málefni sín fyrir kjósendum. „Þorir ríkisstjórnin ekki í kosningabaráttu?“ spurði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Þá sagði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, að þingmenn hefðu verið fastir í óvissuferð Framsóknarflokksins og að þingið hafi verið óstarfhæft í liðinni viku vegna formannsslags í flokknum. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, tók einnig til máls og sagði að öllum hafi verið ljóst að starfsáætlun yrði ekki lokið á fimmtudaginn síðastliðinn. „það var rætt á milli fólks alla þá viku að það yrði framhald i vikunni sem nú er hafið. Það leikrit sem nú er sett af stað hér er fáránlegt vegna þess að við vissum það.“ Páll Jóhann Pálsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tók einnig til máls og sagðist skilja ef þingmenn stjórnarandstöðunnar fyndist þeir hafa fengið litla athygli um helgina og vísaði þá til flokksþings Framsóknarflokksins, sem fjölmiðlar sýndu frá í beinni útsendingu. „Eigum við ekki að taka höndum saman og kára þessi verk svo að fólk komist í sína kosningabaráttu?“ sagði Páll Jóhann.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira