Erlent

Eyðni eytt úr breskum manni

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Vírusinn finnst ekki lengur í blóði mannsins.
Vírusinn finnst ekki lengur í blóði mannsins. vísir/getty
Tilraunameðferð hefur haft þau áhrif að líkami Breta virðist vera laus við HIV-veiruna. Sé það tilfellið er það fyrsta staðfesta dæmið um slíkt í heiminum. Sagt er frá á vef The Telegraph.

Maðurinn var einn fimmtíu þátttakenda í tilraun á virkni nýrrar meðferðar. Blóðprufur úr manninum síðustu vikur sýna engin merki um veiruna.

Núverandi meðferðir geta haldið sjúkdómnum í skefjum en ekki eytt honum. Hið nýja lyf er frábrugðið eldri lyfjum að því leyti að það vekur óvirkar T-frumur, hornsteina ónæmiskerfisins, til lífsins.

Vísindamenn frá fimm breskum háskólum, þar á meðal Oxford og Cambridge, standa að verkefninu. Talið er að um 37 milljónir manna séu smitaðar af veirunni.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×