Engar framkvæmdir hjá Silicor á meðan dómsniðurstöðu er beðið Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 3. október 2016 07:00 Frá undirritun samninga á Hótel Glym. F.v. Skúli Þórðarson, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar, Theresa Jester forstjóri Silicor, Gísli Gíslason hafnarstjóri og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Silicor mun ekki hefja framkvæmdir fyrr en niðurstaða fæst í dómsmáli sem Kjósarhreppur, bændur á svæðinu og náttúruverndarsamtök höfðuðu til að fá verksmiðjuna í umhverfismat. Fyrirtaka í málinu fer fram 6. október. Þangað til munu Faxaflóahafnir halda að sér höndum en gert var ráð fyrir um hálfum milljarði í framkvæmdir við Grundartanga.Arnar Þór Stefánsson hæstaréttarlögmaðurDómsmálið snýst um að fá úrskurði Skipulagsstofnunar hnekkt en hún úrskurðaði að fyrirhuguð verksmiðja þyrfti ekki að fara í umhverfismat. Silicor áætlar að framleiða 16 þúsund tonn af sólarkísil í 92 þúsund fermetra verksmiðju. Þegar skrifað var undir samninga í fyrra kom fram að samkvæmt óháðum aðila yrði verksmiðjan umhverfisvænasta stóriðja á Íslandi. Alls myndu 450 störf skapast og líklega myndi verksmiðjan skila þjóðarbúinu um 50 milljörðum á ári í útflutningstekjur. „Svona mál taka tíma. Silicor krafðist frávísunar og dómari tók undir þau rök að hluta þannig að málið lifir að hluta. Nú er það gagnaframlagning og svo aðalmeðferð. Þetta er í hefðbundnu ferli,“ segir Arnar Þór Stefánsson, lögmaður Silicor hér á landi. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir að það verði ekki farið af stað í neinar framkvæmdir fyrr en staðfest verði að Silicor muni hefja starfsemi. Fyrirtækið hafi frest fram í desember til að taka endanlega ákvörðun. „Við hreyfum okkur ekki fyrr en allt er klárt og búið er að staðfesta fjármögnun og að samningar taki gildi. Við höfum ekki notað það fjármagn sem er tilbúið. “ Alls er áætlað að um 135 milljónir króna renni til vegagerðar, vatnsveitulagna og fráveitu. Um 175 milljónir eiga að fara í löndunaraðstöðu og um 140 milljónir í hækkun kantbita. Þá er gert ráð fyrir 55 milljónum í lóðagerð vegna samkomulags við Eimskip.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Frávísunarkröfu Silicor Materials hafnað Deila landeigenda og Silicor Materials snýst um það hvort fyrirhuguð sólarkísilverksmiðja við Grundartanga þurfi að fara í umhverfismat. 6. júní 2016 23:09 ESA samþykkir byggðaaðstoð til Silicor Materials Aðstoðin er um 4,640 milljarða íslenskra króna virði og verður í formi skattahagræðis og ívilnandi reglna um leigu og fyrningu. 29. júlí 2016 10:52 Vill hefja framkvæmdir á Grundartanga í haust Forstjóri Silicor Materials staðfestir að önnur lönd séu nú til skoðunar fyrir 130 milljarða sólarkísilverksmiðju fyrirtækisins. 19. mars 2016 20:45 Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Silicor mun ekki hefja framkvæmdir fyrr en niðurstaða fæst í dómsmáli sem Kjósarhreppur, bændur á svæðinu og náttúruverndarsamtök höfðuðu til að fá verksmiðjuna í umhverfismat. Fyrirtaka í málinu fer fram 6. október. Þangað til munu Faxaflóahafnir halda að sér höndum en gert var ráð fyrir um hálfum milljarði í framkvæmdir við Grundartanga.Arnar Þór Stefánsson hæstaréttarlögmaðurDómsmálið snýst um að fá úrskurði Skipulagsstofnunar hnekkt en hún úrskurðaði að fyrirhuguð verksmiðja þyrfti ekki að fara í umhverfismat. Silicor áætlar að framleiða 16 þúsund tonn af sólarkísil í 92 þúsund fermetra verksmiðju. Þegar skrifað var undir samninga í fyrra kom fram að samkvæmt óháðum aðila yrði verksmiðjan umhverfisvænasta stóriðja á Íslandi. Alls myndu 450 störf skapast og líklega myndi verksmiðjan skila þjóðarbúinu um 50 milljörðum á ári í útflutningstekjur. „Svona mál taka tíma. Silicor krafðist frávísunar og dómari tók undir þau rök að hluta þannig að málið lifir að hluta. Nú er það gagnaframlagning og svo aðalmeðferð. Þetta er í hefðbundnu ferli,“ segir Arnar Þór Stefánsson, lögmaður Silicor hér á landi. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir að það verði ekki farið af stað í neinar framkvæmdir fyrr en staðfest verði að Silicor muni hefja starfsemi. Fyrirtækið hafi frest fram í desember til að taka endanlega ákvörðun. „Við hreyfum okkur ekki fyrr en allt er klárt og búið er að staðfesta fjármögnun og að samningar taki gildi. Við höfum ekki notað það fjármagn sem er tilbúið. “ Alls er áætlað að um 135 milljónir króna renni til vegagerðar, vatnsveitulagna og fráveitu. Um 175 milljónir eiga að fara í löndunaraðstöðu og um 140 milljónir í hækkun kantbita. Þá er gert ráð fyrir 55 milljónum í lóðagerð vegna samkomulags við Eimskip.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Frávísunarkröfu Silicor Materials hafnað Deila landeigenda og Silicor Materials snýst um það hvort fyrirhuguð sólarkísilverksmiðja við Grundartanga þurfi að fara í umhverfismat. 6. júní 2016 23:09 ESA samþykkir byggðaaðstoð til Silicor Materials Aðstoðin er um 4,640 milljarða íslenskra króna virði og verður í formi skattahagræðis og ívilnandi reglna um leigu og fyrningu. 29. júlí 2016 10:52 Vill hefja framkvæmdir á Grundartanga í haust Forstjóri Silicor Materials staðfestir að önnur lönd séu nú til skoðunar fyrir 130 milljarða sólarkísilverksmiðju fyrirtækisins. 19. mars 2016 20:45 Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Frávísunarkröfu Silicor Materials hafnað Deila landeigenda og Silicor Materials snýst um það hvort fyrirhuguð sólarkísilverksmiðja við Grundartanga þurfi að fara í umhverfismat. 6. júní 2016 23:09
ESA samþykkir byggðaaðstoð til Silicor Materials Aðstoðin er um 4,640 milljarða íslenskra króna virði og verður í formi skattahagræðis og ívilnandi reglna um leigu og fyrningu. 29. júlí 2016 10:52
Vill hefja framkvæmdir á Grundartanga í haust Forstjóri Silicor Materials staðfestir að önnur lönd séu nú til skoðunar fyrir 130 milljarða sólarkísilverksmiðju fyrirtækisins. 19. mars 2016 20:45