Engar framkvæmdir hjá Silicor á meðan dómsniðurstöðu er beðið Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 3. október 2016 07:00 Frá undirritun samninga á Hótel Glym. F.v. Skúli Þórðarson, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar, Theresa Jester forstjóri Silicor, Gísli Gíslason hafnarstjóri og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Silicor mun ekki hefja framkvæmdir fyrr en niðurstaða fæst í dómsmáli sem Kjósarhreppur, bændur á svæðinu og náttúruverndarsamtök höfðuðu til að fá verksmiðjuna í umhverfismat. Fyrirtaka í málinu fer fram 6. október. Þangað til munu Faxaflóahafnir halda að sér höndum en gert var ráð fyrir um hálfum milljarði í framkvæmdir við Grundartanga.Arnar Þór Stefánsson hæstaréttarlögmaðurDómsmálið snýst um að fá úrskurði Skipulagsstofnunar hnekkt en hún úrskurðaði að fyrirhuguð verksmiðja þyrfti ekki að fara í umhverfismat. Silicor áætlar að framleiða 16 þúsund tonn af sólarkísil í 92 þúsund fermetra verksmiðju. Þegar skrifað var undir samninga í fyrra kom fram að samkvæmt óháðum aðila yrði verksmiðjan umhverfisvænasta stóriðja á Íslandi. Alls myndu 450 störf skapast og líklega myndi verksmiðjan skila þjóðarbúinu um 50 milljörðum á ári í útflutningstekjur. „Svona mál taka tíma. Silicor krafðist frávísunar og dómari tók undir þau rök að hluta þannig að málið lifir að hluta. Nú er það gagnaframlagning og svo aðalmeðferð. Þetta er í hefðbundnu ferli,“ segir Arnar Þór Stefánsson, lögmaður Silicor hér á landi. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir að það verði ekki farið af stað í neinar framkvæmdir fyrr en staðfest verði að Silicor muni hefja starfsemi. Fyrirtækið hafi frest fram í desember til að taka endanlega ákvörðun. „Við hreyfum okkur ekki fyrr en allt er klárt og búið er að staðfesta fjármögnun og að samningar taki gildi. Við höfum ekki notað það fjármagn sem er tilbúið. “ Alls er áætlað að um 135 milljónir króna renni til vegagerðar, vatnsveitulagna og fráveitu. Um 175 milljónir eiga að fara í löndunaraðstöðu og um 140 milljónir í hækkun kantbita. Þá er gert ráð fyrir 55 milljónum í lóðagerð vegna samkomulags við Eimskip.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Frávísunarkröfu Silicor Materials hafnað Deila landeigenda og Silicor Materials snýst um það hvort fyrirhuguð sólarkísilverksmiðja við Grundartanga þurfi að fara í umhverfismat. 6. júní 2016 23:09 ESA samþykkir byggðaaðstoð til Silicor Materials Aðstoðin er um 4,640 milljarða íslenskra króna virði og verður í formi skattahagræðis og ívilnandi reglna um leigu og fyrningu. 29. júlí 2016 10:52 Vill hefja framkvæmdir á Grundartanga í haust Forstjóri Silicor Materials staðfestir að önnur lönd séu nú til skoðunar fyrir 130 milljarða sólarkísilverksmiðju fyrirtækisins. 19. mars 2016 20:45 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Silicor mun ekki hefja framkvæmdir fyrr en niðurstaða fæst í dómsmáli sem Kjósarhreppur, bændur á svæðinu og náttúruverndarsamtök höfðuðu til að fá verksmiðjuna í umhverfismat. Fyrirtaka í málinu fer fram 6. október. Þangað til munu Faxaflóahafnir halda að sér höndum en gert var ráð fyrir um hálfum milljarði í framkvæmdir við Grundartanga.Arnar Þór Stefánsson hæstaréttarlögmaðurDómsmálið snýst um að fá úrskurði Skipulagsstofnunar hnekkt en hún úrskurðaði að fyrirhuguð verksmiðja þyrfti ekki að fara í umhverfismat. Silicor áætlar að framleiða 16 þúsund tonn af sólarkísil í 92 þúsund fermetra verksmiðju. Þegar skrifað var undir samninga í fyrra kom fram að samkvæmt óháðum aðila yrði verksmiðjan umhverfisvænasta stóriðja á Íslandi. Alls myndu 450 störf skapast og líklega myndi verksmiðjan skila þjóðarbúinu um 50 milljörðum á ári í útflutningstekjur. „Svona mál taka tíma. Silicor krafðist frávísunar og dómari tók undir þau rök að hluta þannig að málið lifir að hluta. Nú er það gagnaframlagning og svo aðalmeðferð. Þetta er í hefðbundnu ferli,“ segir Arnar Þór Stefánsson, lögmaður Silicor hér á landi. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir að það verði ekki farið af stað í neinar framkvæmdir fyrr en staðfest verði að Silicor muni hefja starfsemi. Fyrirtækið hafi frest fram í desember til að taka endanlega ákvörðun. „Við hreyfum okkur ekki fyrr en allt er klárt og búið er að staðfesta fjármögnun og að samningar taki gildi. Við höfum ekki notað það fjármagn sem er tilbúið. “ Alls er áætlað að um 135 milljónir króna renni til vegagerðar, vatnsveitulagna og fráveitu. Um 175 milljónir eiga að fara í löndunaraðstöðu og um 140 milljónir í hækkun kantbita. Þá er gert ráð fyrir 55 milljónum í lóðagerð vegna samkomulags við Eimskip.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Frávísunarkröfu Silicor Materials hafnað Deila landeigenda og Silicor Materials snýst um það hvort fyrirhuguð sólarkísilverksmiðja við Grundartanga þurfi að fara í umhverfismat. 6. júní 2016 23:09 ESA samþykkir byggðaaðstoð til Silicor Materials Aðstoðin er um 4,640 milljarða íslenskra króna virði og verður í formi skattahagræðis og ívilnandi reglna um leigu og fyrningu. 29. júlí 2016 10:52 Vill hefja framkvæmdir á Grundartanga í haust Forstjóri Silicor Materials staðfestir að önnur lönd séu nú til skoðunar fyrir 130 milljarða sólarkísilverksmiðju fyrirtækisins. 19. mars 2016 20:45 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Frávísunarkröfu Silicor Materials hafnað Deila landeigenda og Silicor Materials snýst um það hvort fyrirhuguð sólarkísilverksmiðja við Grundartanga þurfi að fara í umhverfismat. 6. júní 2016 23:09
ESA samþykkir byggðaaðstoð til Silicor Materials Aðstoðin er um 4,640 milljarða íslenskra króna virði og verður í formi skattahagræðis og ívilnandi reglna um leigu og fyrningu. 29. júlí 2016 10:52
Vill hefja framkvæmdir á Grundartanga í haust Forstjóri Silicor Materials staðfestir að önnur lönd séu nú til skoðunar fyrir 130 milljarða sólarkísilverksmiðju fyrirtækisins. 19. mars 2016 20:45