Innlent

Lilja Dögg Alfreðsdóttir nýr varaformaður Framsóknar

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra og nýr varaformaður Framsóknarflokksins.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra og nýr varaformaður Framsóknarflokksins. Vísir/Stefán
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, hlaut sigur í kjöri til varaformanns Framsóknarflokksins. Hún tilkynnti um framboð sitt í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni í gær. Lilja Dögg hlaut 95 prósent atkvæða í kjörinu, eða 392 atkvæði.

„Ég hlakka virkilega til að takast á við þetta verkefni. Nú göngum við öll sameinuð til kosninga 29. október. Ég hef fulla trú á því að okkur á eftir að ganga mjög vel,“ sagði Lilja eftir að tilkynnt hafði verið um sigur hennar. „Það er afar mikilvægt að við sameinum alla í þessari vegferð okkar,“bætti hún við.

Lilja þakkaði flokksmönnum sínum stuðning sinn í ræðu sinni og kvaðst vera snortin yfir því trausti sem henni hefur verið sýnt. Hún þakkaði jafnframt Sigmundi Davíð, fráfarandi formanni flokksins fyrir störf sín. 

Eygló Harðardóttir, sem var einnig í framboði til varaformanns, dró framboð sitt formlega til baka fyrr í dag og lýsti í sömu andrá stuðningi sínum við Lilju.

 

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×