Vilja rannsókn á strokufiski úr sjókvíum Sveinn Arnarsson skrifar 1. október 2016 07:00 Landssamband veiðifélaga krefst þess að stjórnvöld láti fara fram óháða rannsókn á því af hverju regnbogasilungur hefur sloppið í svo miklu magni úr kvíum á Vestfjörðum. Segja þeir það hafa leitt til þess að regnbogasilungur hefur veiðst um allt norðanvert og vestanvert landið síðustu vikur og mánuði. „Það sem ég hef mestar áhyggjur af er að þetta er skýrt merki um hvers er að vænta á næstu árum,“ segir Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga.Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva„Þeir sem eru í regnbogaeldi eru flestir hverjir að hætta í því og færa sig í laxeldi. Það eru engar líkur á að hann sleppi eitthvað minna. Þegar frjór eldislax sleppur getur það valdið erfðamengun og að við töpum þessu villtu stofnum. Skýr rannsóknardæmi eru um að það er að gerast í nokkrum ám í Noregi og að villtir stofnar eru að hverfa úr þeim.“ Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, gefur lítið fyrir kort sem hefur verið gefið út af Landssambandi veiðifélaga. „Það er á hreinu að þetta kort er gefið út núna í áróðursskyni til þess að hræða yfirvöld. Regnbogasilungur hefur sannarlega veiðst í ám en hann getur ekki á nokkurn hátt fjölgað sér og ég veit að veiðimenn hafa haft gaman af því að veiða hann,“ segir Höskuldur. „Einnig hefur Fiskistofa ekki verið sátt við framsetningu kortsins og talið hana villandi.“Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélagaÍ ár verða framleidd við Ísland um fimmtán þúsund tonn af eldislaxi og innan þriggja ára gæti slátrun eldisfisks hér á landi orðið meiri en samanlögð kjötframleiðsla hér á landi. Tveggja daga eftirlitsferð Fiskistofu um daginn staðfesti að regnbogasilung er nú að finna í ám í Patreksfirði, Tálknafirði, Arnarfirði og Dýrafirði. Fiskistofa rannsakar nú hvort regnbogasilung sé einnig að finna í Ísafjarðardjúpi, en grunur er um að svo geti verið. Fiskistofa hefur ekki fengið tilkynningu um að slysaslepping hafi orðið í fiskeldi á Vestfjörðum, en rekstraraðilum í fiskeldi er skylt að tilkynna um slys. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Landssamband veiðifélaga krefst þess að stjórnvöld láti fara fram óháða rannsókn á því af hverju regnbogasilungur hefur sloppið í svo miklu magni úr kvíum á Vestfjörðum. Segja þeir það hafa leitt til þess að regnbogasilungur hefur veiðst um allt norðanvert og vestanvert landið síðustu vikur og mánuði. „Það sem ég hef mestar áhyggjur af er að þetta er skýrt merki um hvers er að vænta á næstu árum,“ segir Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga.Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva„Þeir sem eru í regnbogaeldi eru flestir hverjir að hætta í því og færa sig í laxeldi. Það eru engar líkur á að hann sleppi eitthvað minna. Þegar frjór eldislax sleppur getur það valdið erfðamengun og að við töpum þessu villtu stofnum. Skýr rannsóknardæmi eru um að það er að gerast í nokkrum ám í Noregi og að villtir stofnar eru að hverfa úr þeim.“ Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, gefur lítið fyrir kort sem hefur verið gefið út af Landssambandi veiðifélaga. „Það er á hreinu að þetta kort er gefið út núna í áróðursskyni til þess að hræða yfirvöld. Regnbogasilungur hefur sannarlega veiðst í ám en hann getur ekki á nokkurn hátt fjölgað sér og ég veit að veiðimenn hafa haft gaman af því að veiða hann,“ segir Höskuldur. „Einnig hefur Fiskistofa ekki verið sátt við framsetningu kortsins og talið hana villandi.“Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélagaÍ ár verða framleidd við Ísland um fimmtán þúsund tonn af eldislaxi og innan þriggja ára gæti slátrun eldisfisks hér á landi orðið meiri en samanlögð kjötframleiðsla hér á landi. Tveggja daga eftirlitsferð Fiskistofu um daginn staðfesti að regnbogasilung er nú að finna í ám í Patreksfirði, Tálknafirði, Arnarfirði og Dýrafirði. Fiskistofa rannsakar nú hvort regnbogasilung sé einnig að finna í Ísafjarðardjúpi, en grunur er um að svo geti verið. Fiskistofa hefur ekki fengið tilkynningu um að slysaslepping hafi orðið í fiskeldi á Vestfjörðum, en rekstraraðilum í fiskeldi er skylt að tilkynna um slys. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira