Leikið með andstæða póla Stefán Þór Hjartarson skrifar 2. nóvember 2016 13:30 Sindri hefur verið að vinna með hljólabrettamerkinu Alien Workshop. Hann hefur gert boli og hjólabrettaplötur með merkinu. Mynd/Ingibjörg Birgisdóttir Sindri Már Sigfússon eða Sin Fang eins og hann kallar sig þegar hann gerir tónlist sóló, gaf nú nýlega út sína fjórðu sólóplötu í fullri lengd, Spaceland, en hann hefur einnig gefið út slatta af EP-plötum og öðru styttra efni – gaf til að mynda út EP-plötuna Space Echoes núna fyrir næstum viku, auk þess sem hann er„frontman“ í hljómsveitinni Seabear og orðið á götunni segir að hann leiki stórt hlutverk í dularfullu hljómsveitinni Gangly (sem er kannski ekkert svo dularfull lengur). Spaceland er á yfirborðinu hress og poppuð plata en ef vel er hlustað kemur í ljós að undir ljósu yfirborðinu má finna talsvert dekkri hluti. Síðasta plata Sindra, Flowers, kom út árið 2013, svo að hann hefur tekið sér ágætis tíma í að vinna að nýju plötunni. „Já, þetta myndi líklegast teljast erfið fæðing. Ég samdi að minnsta kosti mjög mörg lög en það enduðu bara 9 á plötunni. Það tók mig tíma að finna tóninn sem ég var búinn að heyra fyrir mér og hljóðblöndunin var ekki jafn laus í reipunum og oft hefur verið hjá mér,“ segir Sindri aðspurður hvort það hafi verið erfitt að vinna þessa nýju plötu. Sindri virðist hafa fundið þennan hljóm og hann er nokkuð ferskur, Spaceland er dálítið öðruvísi en fyrri verk hans. „Þetta er í rauninni fyrsta breiðskífan sem ég gef út sem er algjörlega byggð á raftónlist. Svo er þetta líklega poppaðasta platan mín hingað til – ég held að lagasmíðarnar séu nú svipaðar en útsetningar og sánd er líklega það poppaðasta sem ég hef gert.“Eru einhver þemu eða konsept sem þú ert að vinna með á þessari plötu? „Textarnir eru með sjálfshjálparþema og hljóðheimurinn litast dálítið af þeim takmörkunum sem ég setti sjálfum mér, að nota bara „raftónlistarhljóðfæri“, hljómborð, samplera og tölvu.“Platan er bæði svolítið „bleak“ en á sama tíma poppuð. Er það meðvituð pæling eða stílbragð hjá þér eða er þetta bara þinn stíll? „Já, ég hef alltaf verið hrifinn af þeim andstæðum, það er að segja poppuð tónlist með „bleak“ textum. Annars urðu lögin og textarnir eiginlega alltaf til í sitthvoru lagi.“Sindri hefur gefið út fjórar plötur sem Sin Fang auk þess að vera með slatta af öðrum járnum í eldinum.Mynd/Ingibjörg BirgisdóttirNú eru nokkrir góðir gestir með þér á plötunni. Geturðu aðeins sagt hverjir það eru og hvers vegna akkúrat þessir gestir? „Mig langaði til að vera með gestasöngvara með mér í nokkrum lögum. Þetta er allt bara eitthvert fólk í kringum mig sem vill svo til að er snillingar. Jónsi [úr Sigurrós] var kópródúsent á plötunni, við Sóley [sem einnig spilar með Sindra í Seabear] höfum spilað saman í hljómsveitum og ferðast út um allt í mörg ár, við Jófríður [Ákadóttir söngkona í Samaris, Pascal Pinion, Gangly og sóló sem JFDR] höfum verið að vinna saman seinustu ár að ýmsu og Farao [norsk tónlistarkona] kynntist ég þegar hún var hérna á Íslandi að taka upp plötu með vini mínum. Alex Somer og Jónsi voru kópródúsentar, við tókum tvær vikur af upptökum saman og gáfu þeir mér góð ráð. Ég mixaði plötuna með Styrmi Hauks.“Verða ekki alveg örugglega útgáfutónleikar einhvern tíma? „Jú, ætli það ekki bara. Þarf að fara að spá í því.“Eitthvað annað í deiglunni sem tengist útgáfunni? „Jú, síðasta plata sem ég gerði kom út í forsölu sem hjólabretti frá Alien Workshop. Í þetta skiptið ætlum við að gera langermaboli í samstarfi við Alien Workshop.“ Tónlist Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Sindri Már Sigfússon eða Sin Fang eins og hann kallar sig þegar hann gerir tónlist sóló, gaf nú nýlega út sína fjórðu sólóplötu í fullri lengd, Spaceland, en hann hefur einnig gefið út slatta af EP-plötum og öðru styttra efni – gaf til að mynda út EP-plötuna Space Echoes núna fyrir næstum viku, auk þess sem hann er„frontman“ í hljómsveitinni Seabear og orðið á götunni segir að hann leiki stórt hlutverk í dularfullu hljómsveitinni Gangly (sem er kannski ekkert svo dularfull lengur). Spaceland er á yfirborðinu hress og poppuð plata en ef vel er hlustað kemur í ljós að undir ljósu yfirborðinu má finna talsvert dekkri hluti. Síðasta plata Sindra, Flowers, kom út árið 2013, svo að hann hefur tekið sér ágætis tíma í að vinna að nýju plötunni. „Já, þetta myndi líklegast teljast erfið fæðing. Ég samdi að minnsta kosti mjög mörg lög en það enduðu bara 9 á plötunni. Það tók mig tíma að finna tóninn sem ég var búinn að heyra fyrir mér og hljóðblöndunin var ekki jafn laus í reipunum og oft hefur verið hjá mér,“ segir Sindri aðspurður hvort það hafi verið erfitt að vinna þessa nýju plötu. Sindri virðist hafa fundið þennan hljóm og hann er nokkuð ferskur, Spaceland er dálítið öðruvísi en fyrri verk hans. „Þetta er í rauninni fyrsta breiðskífan sem ég gef út sem er algjörlega byggð á raftónlist. Svo er þetta líklega poppaðasta platan mín hingað til – ég held að lagasmíðarnar séu nú svipaðar en útsetningar og sánd er líklega það poppaðasta sem ég hef gert.“Eru einhver þemu eða konsept sem þú ert að vinna með á þessari plötu? „Textarnir eru með sjálfshjálparþema og hljóðheimurinn litast dálítið af þeim takmörkunum sem ég setti sjálfum mér, að nota bara „raftónlistarhljóðfæri“, hljómborð, samplera og tölvu.“Platan er bæði svolítið „bleak“ en á sama tíma poppuð. Er það meðvituð pæling eða stílbragð hjá þér eða er þetta bara þinn stíll? „Já, ég hef alltaf verið hrifinn af þeim andstæðum, það er að segja poppuð tónlist með „bleak“ textum. Annars urðu lögin og textarnir eiginlega alltaf til í sitthvoru lagi.“Sindri hefur gefið út fjórar plötur sem Sin Fang auk þess að vera með slatta af öðrum járnum í eldinum.Mynd/Ingibjörg BirgisdóttirNú eru nokkrir góðir gestir með þér á plötunni. Geturðu aðeins sagt hverjir það eru og hvers vegna akkúrat þessir gestir? „Mig langaði til að vera með gestasöngvara með mér í nokkrum lögum. Þetta er allt bara eitthvert fólk í kringum mig sem vill svo til að er snillingar. Jónsi [úr Sigurrós] var kópródúsent á plötunni, við Sóley [sem einnig spilar með Sindra í Seabear] höfum spilað saman í hljómsveitum og ferðast út um allt í mörg ár, við Jófríður [Ákadóttir söngkona í Samaris, Pascal Pinion, Gangly og sóló sem JFDR] höfum verið að vinna saman seinustu ár að ýmsu og Farao [norsk tónlistarkona] kynntist ég þegar hún var hérna á Íslandi að taka upp plötu með vini mínum. Alex Somer og Jónsi voru kópródúsentar, við tókum tvær vikur af upptökum saman og gáfu þeir mér góð ráð. Ég mixaði plötuna með Styrmi Hauks.“Verða ekki alveg örugglega útgáfutónleikar einhvern tíma? „Jú, ætli það ekki bara. Þarf að fara að spá í því.“Eitthvað annað í deiglunni sem tengist útgáfunni? „Jú, síðasta plata sem ég gerði kom út í forsölu sem hjólabretti frá Alien Workshop. Í þetta skiptið ætlum við að gera langermaboli í samstarfi við Alien Workshop.“
Tónlist Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira