Erlent

Staðsetning geimfars á Mars hulin ráðgáta

Anton Egilsson skrifar
Staðsetning geimfarsins Schiaparelli er enn óvituð.
Staðsetning geimfarsins Schiaparelli er enn óvituð. Vísir/EPA
Allt samband við geimfarið Schiaparelli rofnaði rétt fyrir lendingu en það átti að lenda á Mars um þrjúleytið í dag. Staðsetning þess er enn óljós. The Guardian greinir frá þessu.  

Vangaveltur voru um það í kjölfarið hvort Schiaparelli hefði hreinlega farist en allt samband við geimfarið rofnaði minna en mínútu fyrir áætlaða lendingu. Stjórnendur geimfarsins teljast þó vissir um að geimfarið hafi náð að lenda en hvar það er niðurkomið og í hvernig ásigkomulagi það er er þeim enn hulin ráðgáta.

Tilgangur ferðarinnar til Mars er að leita að ummerkjum um líf plánetunni. Er þetta fyrsti leiðangurinn til Mars sem sérstaklega er ætlað leita þar að lífsmarki. Vísindamenn segja ýmislegt benda til þess að líf geti hafa þrifist á Mars í einhverju formi. Það geti jafnvel enn verið að finna þar.

Þetta er fyrri hluti leiðangursins, sem nefndur hefur verið ExoMars, en árið 2018 er áætlað að önnur geimflaug fráESA lendi á Mars með búnað til að gera enn frekari rannsóknir. Er tilætlan fyrri leiðangursins að undirbúa seinni leiðangurinn með því að prófa lendingarbúnað og finna hentugan lendingarstað.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×