Viðurkenndi að hafa brotið trúnað um aðgerðir Seðlabankans fyrir setningu neyðarlaga Atli Ísleifsson skrifar 19. október 2016 21:04 Sturla Pálsson. Vísir/GVA Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabanka Íslands, viðurkenndi í yfirheyrslum hjá embætti sérstaks saksóknara árið 2012 að hafa brotið trúnað þegar hann greindi eiginkonu sinni frá aðgerðum Seðlabankans dagana fyrir setningu neyðarlaganna í október 2008. Eiginkona Sturlu starfaði á þeim tíma sem lögmaður Samtaka fjármálafyrirtækja, málsvara fjármálafyrirtækja, og þar með banka, í hagsmunamálum þeirra. Í skýrslu sérstaks saksóknara, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að Sturlu hafi verið kynnt skjal við yfirheyrslu þar sem væri endurritað símtal milli hans og eiginkonu sinnar að kvöldi laugardagsins 4. október þar sem hann greinir henni frá því að hugsanlega yrði einum bankanna þriggja bjargað. Þá sagði hann Sigurjón Þ. Árnason, þáverandi bankastjóra Landsbankans, hafa verið hættan að hringja í Seðlabankann, vera „búinn að kasta inn handklæðinu, hann [væri] búinn að gefast upp. Einnig kemur fram að það séu bara Kaupþingsmenn núna og Landsbankinn sé farinn og ECB [Evrópski seðlabankinn] muni triggera það,“ að því er haft er eftir Sturlu. Við yfirheyrslur hjá sérstökum saksóknara sagðist Sturla kannast við símtalið og kvaðst hann „náttúrulega vera að brjóta trúnað með því að ræða þetta við konuna sína.“ Ljóst var að dagana áður en neyðarlögin voru sett, hafi einstaklingar með slíkar innherjaupplýsingar getað nýtt sér upplýsingar um raunverulega stöðu bankanna við opnun markaða á mánudeginum. Neyðarlögin voru svo samþykkt að síðla dags, mánudagsins 6. október 2008. Tengdar fréttir Samtalið verður ekki birt með samþykki Geirs Geir H. Haarde segir að forsætisráðherra eigi ekki að þurfa að sæta því að embættismenn hljóðriti samtöl við hann án hans vitundar. 19. október 2016 19:32 Skipti um síma til að hljóðrita samtalið Davíð Oddsson þáverandi Seðlabankastjóri skipti sérstaklega um síma til að hann gæti hljóðritað samtal sem hann átti við Geir H Haarde þáverandi forsætisráðherra um umdeilt neyðarlán til Kaupþings. Davíð taldi ólíklegt að ríkið myndi fá lánið greitt til baka. 19. október 2016 18:30 Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Fleiri fréttir Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Sjá meira
Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabanka Íslands, viðurkenndi í yfirheyrslum hjá embætti sérstaks saksóknara árið 2012 að hafa brotið trúnað þegar hann greindi eiginkonu sinni frá aðgerðum Seðlabankans dagana fyrir setningu neyðarlaganna í október 2008. Eiginkona Sturlu starfaði á þeim tíma sem lögmaður Samtaka fjármálafyrirtækja, málsvara fjármálafyrirtækja, og þar með banka, í hagsmunamálum þeirra. Í skýrslu sérstaks saksóknara, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að Sturlu hafi verið kynnt skjal við yfirheyrslu þar sem væri endurritað símtal milli hans og eiginkonu sinnar að kvöldi laugardagsins 4. október þar sem hann greinir henni frá því að hugsanlega yrði einum bankanna þriggja bjargað. Þá sagði hann Sigurjón Þ. Árnason, þáverandi bankastjóra Landsbankans, hafa verið hættan að hringja í Seðlabankann, vera „búinn að kasta inn handklæðinu, hann [væri] búinn að gefast upp. Einnig kemur fram að það séu bara Kaupþingsmenn núna og Landsbankinn sé farinn og ECB [Evrópski seðlabankinn] muni triggera það,“ að því er haft er eftir Sturlu. Við yfirheyrslur hjá sérstökum saksóknara sagðist Sturla kannast við símtalið og kvaðst hann „náttúrulega vera að brjóta trúnað með því að ræða þetta við konuna sína.“ Ljóst var að dagana áður en neyðarlögin voru sett, hafi einstaklingar með slíkar innherjaupplýsingar getað nýtt sér upplýsingar um raunverulega stöðu bankanna við opnun markaða á mánudeginum. Neyðarlögin voru svo samþykkt að síðla dags, mánudagsins 6. október 2008.
Tengdar fréttir Samtalið verður ekki birt með samþykki Geirs Geir H. Haarde segir að forsætisráðherra eigi ekki að þurfa að sæta því að embættismenn hljóðriti samtöl við hann án hans vitundar. 19. október 2016 19:32 Skipti um síma til að hljóðrita samtalið Davíð Oddsson þáverandi Seðlabankastjóri skipti sérstaklega um síma til að hann gæti hljóðritað samtal sem hann átti við Geir H Haarde þáverandi forsætisráðherra um umdeilt neyðarlán til Kaupþings. Davíð taldi ólíklegt að ríkið myndi fá lánið greitt til baka. 19. október 2016 18:30 Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Fleiri fréttir Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Sjá meira
Samtalið verður ekki birt með samþykki Geirs Geir H. Haarde segir að forsætisráðherra eigi ekki að þurfa að sæta því að embættismenn hljóðriti samtöl við hann án hans vitundar. 19. október 2016 19:32
Skipti um síma til að hljóðrita samtalið Davíð Oddsson þáverandi Seðlabankastjóri skipti sérstaklega um síma til að hann gæti hljóðritað samtal sem hann átti við Geir H Haarde þáverandi forsætisráðherra um umdeilt neyðarlán til Kaupþings. Davíð taldi ólíklegt að ríkið myndi fá lánið greitt til baka. 19. október 2016 18:30