Framkvæmdastjórar NBA spá því að Curry og LeBron skipti um hlutverk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2016 10:15 LeBron James og Stephen Curry. Vísir/Getty NBA-deildin í körfubolta fer af stað á ný í næstu viku og margir bíða spenntir eftir fyrstu leikjunum enda hafa mörg liðanna breyst talsvert frá því í fyrra. Árleg spá framkvæmdastjóra NBA-liðanna hefur nú verið gerð opinber en þar spá þessir yfirmenn liðann fyrir um hvaða menn og lið munu standa upp úr á komandi tímabili. Ef marka má þessa spá þá munu lið Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors mætast í lokaúrslitunum þriðja árið í röð en Golden State vann titilinn 2015 og Cleveland síðasta sumar. Samkvæmt spánni skipta þeir Stephen Curry og LeBron James um hlutverk frá því á síðasta tímabili. LeBron James verður valinn bestur í stað Curry en Stephen Curry og félagar taka titilinn af Cleveland liðinu. 69 prósent framkvæmdastjóra NBA spá Golden State Warriors titlinum en Cleveland Cavaliers fékk 31 prósent atkvæða. Það þýðir að þessi tvö lið fengu öll atkvæðin í boði. LeBron James fékk 47 prósent atkvæða í spánni um hver verður kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Russell Westbrook varð í öðru sæti með 23 prósent og jafnir í 3. til 4. sæti urðu síðan Stephen Curry og James Harden. LeBron James var einnig valinn mesti leiðtoginn, klárasti leikmaðurinn og einnig sá fjölhæfasti. Hann var hinsvegar langt á eftir Stephen Curry þegar kom að því að velja mann til að taka lokaskotið í jöfnum leik. Stephen Curry þykir vera besti leikstjórnandinn í deildinni, James Harden var valinn besti skotbakvörðurinn, LeBron James besti litli framherjinn, Anthony Davis besti kraftframherjinn og DeAndre Jordan besti miðherjinn. Spútnikstjarna tímabilsins verður Devin Booker hjá Phoenix Suns en hann fékk þar 31 prósent atkvæða á móti 14 prósent hjá Karl-Anthony Towns í Minnesota Timberwolves og 10 prósent hjá Myles Turner í Indiana Pacers. Golden State Warriors þótti standa sig best á undirbúningstímabilinu með því að krækja í Kevin Durant og Durant fékk líka yfirburðarkosningu (80 prósent) um þann nýja leikmann liðanna sem mun hafa mest áhrif. Kawhi Leonard hjá San Antonio Spurs er besti varnarmaðurinn að mati framkvæmdastjóranna og þjálfari hans Gregg Popovich þykir vera besti þjálfarinn. Framkvæmdastjórarnir búast við því að Minnesota Timberwolves liðið bæti sig mest á milli tímabila og nýliði liðsins, Kris Dunn, verði kosinn besti nýliði tímabilsins. Karl-Anthony Towns hjá Minnesota Timberwolves væri jafnframt sá leikmaður sem flestir framkvæmdastjóranna myndu velja fyrst ef þeir væru að setja saman nýtt framtíðarlið. NBA Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? Sjá meira
NBA-deildin í körfubolta fer af stað á ný í næstu viku og margir bíða spenntir eftir fyrstu leikjunum enda hafa mörg liðanna breyst talsvert frá því í fyrra. Árleg spá framkvæmdastjóra NBA-liðanna hefur nú verið gerð opinber en þar spá þessir yfirmenn liðann fyrir um hvaða menn og lið munu standa upp úr á komandi tímabili. Ef marka má þessa spá þá munu lið Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors mætast í lokaúrslitunum þriðja árið í röð en Golden State vann titilinn 2015 og Cleveland síðasta sumar. Samkvæmt spánni skipta þeir Stephen Curry og LeBron James um hlutverk frá því á síðasta tímabili. LeBron James verður valinn bestur í stað Curry en Stephen Curry og félagar taka titilinn af Cleveland liðinu. 69 prósent framkvæmdastjóra NBA spá Golden State Warriors titlinum en Cleveland Cavaliers fékk 31 prósent atkvæða. Það þýðir að þessi tvö lið fengu öll atkvæðin í boði. LeBron James fékk 47 prósent atkvæða í spánni um hver verður kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Russell Westbrook varð í öðru sæti með 23 prósent og jafnir í 3. til 4. sæti urðu síðan Stephen Curry og James Harden. LeBron James var einnig valinn mesti leiðtoginn, klárasti leikmaðurinn og einnig sá fjölhæfasti. Hann var hinsvegar langt á eftir Stephen Curry þegar kom að því að velja mann til að taka lokaskotið í jöfnum leik. Stephen Curry þykir vera besti leikstjórnandinn í deildinni, James Harden var valinn besti skotbakvörðurinn, LeBron James besti litli framherjinn, Anthony Davis besti kraftframherjinn og DeAndre Jordan besti miðherjinn. Spútnikstjarna tímabilsins verður Devin Booker hjá Phoenix Suns en hann fékk þar 31 prósent atkvæða á móti 14 prósent hjá Karl-Anthony Towns í Minnesota Timberwolves og 10 prósent hjá Myles Turner í Indiana Pacers. Golden State Warriors þótti standa sig best á undirbúningstímabilinu með því að krækja í Kevin Durant og Durant fékk líka yfirburðarkosningu (80 prósent) um þann nýja leikmann liðanna sem mun hafa mest áhrif. Kawhi Leonard hjá San Antonio Spurs er besti varnarmaðurinn að mati framkvæmdastjóranna og þjálfari hans Gregg Popovich þykir vera besti þjálfarinn. Framkvæmdastjórarnir búast við því að Minnesota Timberwolves liðið bæti sig mest á milli tímabila og nýliði liðsins, Kris Dunn, verði kosinn besti nýliði tímabilsins. Karl-Anthony Towns hjá Minnesota Timberwolves væri jafnframt sá leikmaður sem flestir framkvæmdastjóranna myndu velja fyrst ef þeir væru að setja saman nýtt framtíðarlið.
NBA Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? Sjá meira