SFHR - „Fjárfestum í menntun“ Erna Sigurðardóttir skrifar 20. október 2016 09:00 Grein þessi er hluti af greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS), til þess að vekja athygli á undirfjármögnun íslenskra háskóla. Þátttaka í atvinnulífi og samfélagi 21. aldar krefst aukinnar aðlögunarhæfni og stöðugrar endurnýjunar þekkingar í takt við öra framþróun í nærumhverfi okkar. Kröfur um hæfni hafa breyst hratt og jafnframt þarf ungt fólk að vera undir það búið að taka þátt í samfélagi og atvinnulífi sem er stöðugum breytingum undirorpið. Í alþjóðlegu samhengi eiga þjóðir í stöðugri samkeppni, þar sem öflugt atvinnulíf og gróskumikið samfélag laðar að ungt og kraftmikið fólk. Við lifum á tímum hraðrar tækniþróunar og alþjóðavæðingar og þó svo að við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér þá eru flestir á einu máli um að góð menntun sé það veganesti sem einna best dugar.Þurfum við þessa frumkvöðla? Í háskóla eru einstaklingar undirbúnir fyrir þátttöku á atvinnumarkaði með sérhæfðari hætti en á fyrri námsstigum. Jafnframt er meginmarkmið háskóla að framboð og gæði náms séu til þess fallin að mæta eftirspurn og kröfum atvinnulífs eftir hæfu vinnuafli. Samkeppnishæfni þjóða helst í hendur við öflugt og skapandi starf í háskólum en þröskuldur aukins hagvaxtar næstu ára er skortur á raunvísinda- og tæknimenntuðu fólki. Háskólinn í Reykjavík leiðir vöxt tæknigreina á Íslandi en 2/3 tæknimenntaðra einstaklinga útskrifast frá skólanum, sem leggur áherslu á tækni, viðskipti og lög. Háskólinn í Reykjavík er skóli atvinnulífsins, tekur virkan þátt í mótun og uppbyggingu þess og samfélagsins og leggur áherslu á að mæta þörf fyrir sérfræðiþekkingu með menntun, rannsóknum, nýsköpun, þróun og þátttöku í samfélagsumræðu. 3600 nemendur stunda nám við skólann og eru fastráðnir starfsmenn 240. Á meðan nemendum hefur fjölgað um 20% á síðastliðnum 5 árum hefur starfsmönnum ekki fjölgað í samræmi við það. Í starfi Háskólans í Reykjavík er lögð mikil áhersla á að efla frumkvöðlaanda og hæfni meðal nemenda og leitast er við að veita nemendum góðan skilning á nýsköpun til að hvetja þá til að verða frumkvöðlar og skapa störf í framtíðinni. Til að auka fjölbreytni atvinnulífsins er mikilvægt að efla nýsköpunar- og frumkvöðlastarfsemi í öllum háskólum hérlendis með því að gera háskólanemum grein fyrir atvinnutækifærunum sem felast í aukinni frumkvöðlastarfsemi. Þá vekur athygli í þessu sambandi að í skýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins frá 2014, um stöðu nýsköpunar og frumkvöðlastarfsemi á Íslandi eru íslensk stjórnvöld sérstaklega gagnrýnd fyrir áhugaleysi á þessu sviði.Erum við samkeppnishæf? Framtíðarsýn allra Íslendinga er að ungt fólk á Íslandi hafi sömu möguleika til þess að lifa og starfa í jafn síbreytilegum heimi og jafnaldrar þess í löndum sem við viljum bera okkur saman við. Til þess að það sé mögulegt þarf að veita nemendum tækifæri til menntunar sem stenst samanburð við það sem best gerist erlendis, enda auðveldar traust menntun ungu fólki að fóta sig í flóknum og breytilegum heimi. Núverandi fjárframlög duga því miður ekki til þess að standa undir þeim kröfum sem gerðar eru, og á að gera, til íslenskra háskóla. Undirfjármögnun háskólanna hefur verulega neikvæð áhrif á háskólanám, framþróun í atvinnusköpun og ekki síst samkeppnisstöðu Íslands til framtíðar. Sókn til framfara, atvinnuuppbygging og bætt lífskjör verða ávallt byggð á menntunarstigi þjóðarinnar og öflugu starfi háskóla- og vísindasamfélagsins. Þetta hefur einnig umtalsverð áhrif á rannsóknarstarf en mikilvægt er að stundaðar séu öflugar rannsóknir innan veggja háskólanna til að hægt sé að miðla nýrri þekkingu inn í atvinnulíf og samfélag. Íslendingar geta ekki aðeins tekið við þekkingu sem aðrir búa til. Við þurfum einnig að byggja upp og þróa okkar eigin þekkingu, sem á við okkar umhverfi og aðstæður. Háskólarnir munu sinna nemendum eftir bestu getu en hætta er á að ungt fólk leiti til annarra landa í auknum mæli ef háskólar hérlendis uppfylla ekki þarfir nútímans. Slíkt eykur líkurnar á því að við missum dýrmætt fólk varanlega úr landi. Ef ekki er lagt meira fé til reksturs háskólanna getur það haft þær afleiðingar að fækka þurfi nemendum og draga þurfi úr fjölbreytileika í námsframboði. Viðvarandi undirfjármögnun bitnar auk þess á gæðum kennslu ef það er of hátt hlutfall nemenda á hvern kennara, ef ekki fást hæfustu einstaklingarnir til kennslu eða þeir fá ekki þann tíma sem þarf til rannsókna og undirbúnings.Metnaðarfull markmið eða raunhæf stefna? Með auknu fjármagni væri hægt að ráða fleira starfsfólk og uppfylla þá brýnu þörf sem er fyrir aukna sérfræðiþekkingu á hinum ýmsu fagsviðum auk þess að tryggja framþróun með auknum rannsóknum. Markmiðið er ætíð að nemendur séu sem allra best menntaðir og undirbúnir fyrir atvinnulífið og til þess þarf ekki aðeins starfsfólk heldur góða aðstöðu fyrir verklegt nám og rannsóknir. Það er afar mikilvægt að ná samstöðu um helstu markmið og vinna sameiginlega og samhent að þeim til framtíðar. Brýnt er að horft sé til lengri tíma í menntamálum því við blasir að líf og starf mun í æ ríkari mæli mótast af sérhæfingu, stafrænni tækni og stöðugt flóknari viðfangsefnum. Innri styrkur menntakerfisins, dyggur stuðningur hins opinbera, samfélagsins og atvinnulífsins eykur líkur á að sami árangur náist við að mennta ungt fólk hér á landi líkt og best gerist erlendis. Farsælt er að setja metnaðarfull markmið til umbóta í menntun en stjórnvöld verða jafnframt að setja raunhæfa stefnu og fylgja henni eftir til lengri tíma en eins kjörtímabils í senn.Við hvetjum alla til þess að skrifa undir áskorun til stjórnvalda þess efnis að setja menntamál í forgang. #háskólaríhættu #FundOurFuture Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Grein þessi er hluti af greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS), til þess að vekja athygli á undirfjármögnun íslenskra háskóla. Þátttaka í atvinnulífi og samfélagi 21. aldar krefst aukinnar aðlögunarhæfni og stöðugrar endurnýjunar þekkingar í takt við öra framþróun í nærumhverfi okkar. Kröfur um hæfni hafa breyst hratt og jafnframt þarf ungt fólk að vera undir það búið að taka þátt í samfélagi og atvinnulífi sem er stöðugum breytingum undirorpið. Í alþjóðlegu samhengi eiga þjóðir í stöðugri samkeppni, þar sem öflugt atvinnulíf og gróskumikið samfélag laðar að ungt og kraftmikið fólk. Við lifum á tímum hraðrar tækniþróunar og alþjóðavæðingar og þó svo að við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér þá eru flestir á einu máli um að góð menntun sé það veganesti sem einna best dugar.Þurfum við þessa frumkvöðla? Í háskóla eru einstaklingar undirbúnir fyrir þátttöku á atvinnumarkaði með sérhæfðari hætti en á fyrri námsstigum. Jafnframt er meginmarkmið háskóla að framboð og gæði náms séu til þess fallin að mæta eftirspurn og kröfum atvinnulífs eftir hæfu vinnuafli. Samkeppnishæfni þjóða helst í hendur við öflugt og skapandi starf í háskólum en þröskuldur aukins hagvaxtar næstu ára er skortur á raunvísinda- og tæknimenntuðu fólki. Háskólinn í Reykjavík leiðir vöxt tæknigreina á Íslandi en 2/3 tæknimenntaðra einstaklinga útskrifast frá skólanum, sem leggur áherslu á tækni, viðskipti og lög. Háskólinn í Reykjavík er skóli atvinnulífsins, tekur virkan þátt í mótun og uppbyggingu þess og samfélagsins og leggur áherslu á að mæta þörf fyrir sérfræðiþekkingu með menntun, rannsóknum, nýsköpun, þróun og þátttöku í samfélagsumræðu. 3600 nemendur stunda nám við skólann og eru fastráðnir starfsmenn 240. Á meðan nemendum hefur fjölgað um 20% á síðastliðnum 5 árum hefur starfsmönnum ekki fjölgað í samræmi við það. Í starfi Háskólans í Reykjavík er lögð mikil áhersla á að efla frumkvöðlaanda og hæfni meðal nemenda og leitast er við að veita nemendum góðan skilning á nýsköpun til að hvetja þá til að verða frumkvöðlar og skapa störf í framtíðinni. Til að auka fjölbreytni atvinnulífsins er mikilvægt að efla nýsköpunar- og frumkvöðlastarfsemi í öllum háskólum hérlendis með því að gera háskólanemum grein fyrir atvinnutækifærunum sem felast í aukinni frumkvöðlastarfsemi. Þá vekur athygli í þessu sambandi að í skýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins frá 2014, um stöðu nýsköpunar og frumkvöðlastarfsemi á Íslandi eru íslensk stjórnvöld sérstaklega gagnrýnd fyrir áhugaleysi á þessu sviði.Erum við samkeppnishæf? Framtíðarsýn allra Íslendinga er að ungt fólk á Íslandi hafi sömu möguleika til þess að lifa og starfa í jafn síbreytilegum heimi og jafnaldrar þess í löndum sem við viljum bera okkur saman við. Til þess að það sé mögulegt þarf að veita nemendum tækifæri til menntunar sem stenst samanburð við það sem best gerist erlendis, enda auðveldar traust menntun ungu fólki að fóta sig í flóknum og breytilegum heimi. Núverandi fjárframlög duga því miður ekki til þess að standa undir þeim kröfum sem gerðar eru, og á að gera, til íslenskra háskóla. Undirfjármögnun háskólanna hefur verulega neikvæð áhrif á háskólanám, framþróun í atvinnusköpun og ekki síst samkeppnisstöðu Íslands til framtíðar. Sókn til framfara, atvinnuuppbygging og bætt lífskjör verða ávallt byggð á menntunarstigi þjóðarinnar og öflugu starfi háskóla- og vísindasamfélagsins. Þetta hefur einnig umtalsverð áhrif á rannsóknarstarf en mikilvægt er að stundaðar séu öflugar rannsóknir innan veggja háskólanna til að hægt sé að miðla nýrri þekkingu inn í atvinnulíf og samfélag. Íslendingar geta ekki aðeins tekið við þekkingu sem aðrir búa til. Við þurfum einnig að byggja upp og þróa okkar eigin þekkingu, sem á við okkar umhverfi og aðstæður. Háskólarnir munu sinna nemendum eftir bestu getu en hætta er á að ungt fólk leiti til annarra landa í auknum mæli ef háskólar hérlendis uppfylla ekki þarfir nútímans. Slíkt eykur líkurnar á því að við missum dýrmætt fólk varanlega úr landi. Ef ekki er lagt meira fé til reksturs háskólanna getur það haft þær afleiðingar að fækka þurfi nemendum og draga þurfi úr fjölbreytileika í námsframboði. Viðvarandi undirfjármögnun bitnar auk þess á gæðum kennslu ef það er of hátt hlutfall nemenda á hvern kennara, ef ekki fást hæfustu einstaklingarnir til kennslu eða þeir fá ekki þann tíma sem þarf til rannsókna og undirbúnings.Metnaðarfull markmið eða raunhæf stefna? Með auknu fjármagni væri hægt að ráða fleira starfsfólk og uppfylla þá brýnu þörf sem er fyrir aukna sérfræðiþekkingu á hinum ýmsu fagsviðum auk þess að tryggja framþróun með auknum rannsóknum. Markmiðið er ætíð að nemendur séu sem allra best menntaðir og undirbúnir fyrir atvinnulífið og til þess þarf ekki aðeins starfsfólk heldur góða aðstöðu fyrir verklegt nám og rannsóknir. Það er afar mikilvægt að ná samstöðu um helstu markmið og vinna sameiginlega og samhent að þeim til framtíðar. Brýnt er að horft sé til lengri tíma í menntamálum því við blasir að líf og starf mun í æ ríkari mæli mótast af sérhæfingu, stafrænni tækni og stöðugt flóknari viðfangsefnum. Innri styrkur menntakerfisins, dyggur stuðningur hins opinbera, samfélagsins og atvinnulífsins eykur líkur á að sami árangur náist við að mennta ungt fólk hér á landi líkt og best gerist erlendis. Farsælt er að setja metnaðarfull markmið til umbóta í menntun en stjórnvöld verða jafnframt að setja raunhæfa stefnu og fylgja henni eftir til lengri tíma en eins kjörtímabils í senn.Við hvetjum alla til þess að skrifa undir áskorun til stjórnvalda þess efnis að setja menntamál í forgang. #háskólaríhættu #FundOurFuture
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun