Innlent

Varað við stormi í dag

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Veðurstofan varar við suðaustan og sunnan stormi eða roki um landið vestanvert og á hálendinu í dag.
Veðurstofan varar við suðaustan og sunnan stormi eða roki um landið vestanvert og á hálendinu í dag. Vísir/Vilhelm
Veðurstofan varar við suðaustan og sunnan stormi eða roki um landið vestanvert og á hálendinu í dag. Búist er við hvössum vindstrengjum víða við fjöll, einkum á norðanverðu Snæfellsnesi.

Gert er ráð fyrir að í morgunsárið verði 15 til 23 metrar á sekúndu og síðan 18 til 25 upp úr hádegi. Þá snúist í sunnan 18 til 28 metra á sekúndu í kvöld. Á höfuðborgarsvæðinu verða suðaustan 15 til 23 metrar á sekúndu upp úr hádegi og enn hvassara í kvöld. Óveðrið mun að öllum líkindum standa yfir í sólarhring.

Úrkoman gæti orðið mikil í kvöld og varar Vegagerðin ökumenn við versnandi akstursskilyrðum, til dæmis á Reykjanesbraut þegar vatn safnast í hjólför svo veggrip bíla minnnkar, samfara hvassviðri þvert á veginn.  

„Djúp lægð suðvestur af landinu stjórnar veðrinu hjá okkur í dag. Suðaustan stormur með morgninum, en stormur eða rok þegar líður á daginn. Mun hægari vindur austantil á landinu. Rigning eða talsverð rigning sunnan- og vestantil á landinu. Einnig má búast má við öflugum vinhviðum við fjöll. Veðrið nær hámarki í kvöld, en hvassast verður að öllum líkindum á norðanverðu Snæfellsnesi. Minnkandi sunnanátt þegar kemur fram á nóttina með skúrum. Dregur smám saman úr vindi á morgun. Sunnan 10-18 m/s síðdegis. Áfram skúraveður, en léttir til norðaustantil. Milt í veðri,“ segir á vef Veðurstofunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×