Skapandi greinar - hugrekki eða heimska? Birna Hafstein skrifar 18. október 2016 15:45 Nú, í aðdraganda kosninga, er ég oft spurð af kollegum mínum í skapandi greinum hvað Viðreisn ætli að gera fyrir listir og menningu? Ég tek þessari spurningu fagnandi því við hjá Viðreisn ætlum ekki að láta okkar eftir liggja þegar kemur að menningu og listum eða, í stærra samhengi, að skapandi greinum. Nýlega sagði ég við nokkra félaga mína í leikhúsinu að við hjá Viðreisn ætluðum að sýna það hugrekki í verki að standa með skapandi greinum. Eftir á fannst mér skrítið að nota orðið hugrekki í þessu samhengi. Er það ekki öllu fremur bara heimska að standa ekki með skapandi greinum? Skapandi greinar eru hluti af atvinnulífinu! Áhrif þeirra eru ótvíræð í samfélaginu. Sköpun er samofin öllu mannlegu lífi. Fyrir utan þau hugvíkkandi áhrif sem menning og listir hafa á okkur, þá eru hagræn áhrif skapandi greina orðin slík að það kann að koma einhverjum á óvart. Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar eru um 20 þúsund störf innan skapandi greina. 20 þúsund! Það er svipaður fjöldi og starfar í landbúnaði og sjávarútvegi samanlagt og ekki langt frá þeim fjölda sem starfar við ferðaþjónustu sem er orðin ein stærsta atvinnugrein landsins. Menning og listir eru líka ein helsta ástæða fyrir komu erlendra ferðamanna hingað til lands á eftir náttúrunni. Gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu voru um 370 milljarðar á síðasta ári og þar skiptir menningartengd starfsemi sköpum. Það stefnir í að árið 2017 verði tekjurnar hærri en af sjávarútvegi og stóriðju til samans. Við búum í samfélagi þar sem ríkið styður við atvinnulífið. Milljarðar af ríkisfé fara t.d. í rannsóknir á sjávarútvegi, ferðaþjónustu og landbúnaði eins og öllum ætti að vera ljóst eftir umfjöllun um nýsamþykktan búvörusamning. Skapandi greinar eru ekki undanskildar í þessum stuðningi ríkisins og er þetta fjárfesting ríkisins í blómstrandi atvinnulífi. Á undanförnum árum hefur málefnum skapandi greina verið dreift á of mörg ráðuneyti og heildstæð stefna ekki til staðar. Mín skoðun er sú að málefni skapandi greina ættu að vera sameinuð undir einn hatt og vera í sífelldri endurskoðun. Það þarf að sjá til þess að til staðar sé skýr langtímastefna í þessum málum og innviðir styrktir. Skapandi greinar eru einn helsti vaxtabroddur nýsköpunar og ein helsta vaxtargrein atvinnuveganna til framtíðar. Ég vil standa vörð um skapandi greinar, styrkja þær og efla bæði á hagrænum forsendum en ekki síður fyrir okkur öll, fólkið sem byggjum þetta land. Þetta er pólitísk afstaða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Sjá meira
Nú, í aðdraganda kosninga, er ég oft spurð af kollegum mínum í skapandi greinum hvað Viðreisn ætli að gera fyrir listir og menningu? Ég tek þessari spurningu fagnandi því við hjá Viðreisn ætlum ekki að láta okkar eftir liggja þegar kemur að menningu og listum eða, í stærra samhengi, að skapandi greinum. Nýlega sagði ég við nokkra félaga mína í leikhúsinu að við hjá Viðreisn ætluðum að sýna það hugrekki í verki að standa með skapandi greinum. Eftir á fannst mér skrítið að nota orðið hugrekki í þessu samhengi. Er það ekki öllu fremur bara heimska að standa ekki með skapandi greinum? Skapandi greinar eru hluti af atvinnulífinu! Áhrif þeirra eru ótvíræð í samfélaginu. Sköpun er samofin öllu mannlegu lífi. Fyrir utan þau hugvíkkandi áhrif sem menning og listir hafa á okkur, þá eru hagræn áhrif skapandi greina orðin slík að það kann að koma einhverjum á óvart. Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar eru um 20 þúsund störf innan skapandi greina. 20 þúsund! Það er svipaður fjöldi og starfar í landbúnaði og sjávarútvegi samanlagt og ekki langt frá þeim fjölda sem starfar við ferðaþjónustu sem er orðin ein stærsta atvinnugrein landsins. Menning og listir eru líka ein helsta ástæða fyrir komu erlendra ferðamanna hingað til lands á eftir náttúrunni. Gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu voru um 370 milljarðar á síðasta ári og þar skiptir menningartengd starfsemi sköpum. Það stefnir í að árið 2017 verði tekjurnar hærri en af sjávarútvegi og stóriðju til samans. Við búum í samfélagi þar sem ríkið styður við atvinnulífið. Milljarðar af ríkisfé fara t.d. í rannsóknir á sjávarútvegi, ferðaþjónustu og landbúnaði eins og öllum ætti að vera ljóst eftir umfjöllun um nýsamþykktan búvörusamning. Skapandi greinar eru ekki undanskildar í þessum stuðningi ríkisins og er þetta fjárfesting ríkisins í blómstrandi atvinnulífi. Á undanförnum árum hefur málefnum skapandi greina verið dreift á of mörg ráðuneyti og heildstæð stefna ekki til staðar. Mín skoðun er sú að málefni skapandi greina ættu að vera sameinuð undir einn hatt og vera í sífelldri endurskoðun. Það þarf að sjá til þess að til staðar sé skýr langtímastefna í þessum málum og innviðir styrktir. Skapandi greinar eru einn helsti vaxtabroddur nýsköpunar og ein helsta vaxtargrein atvinnuveganna til framtíðar. Ég vil standa vörð um skapandi greinar, styrkja þær og efla bæði á hagrænum forsendum en ekki síður fyrir okkur öll, fólkið sem byggjum þetta land. Þetta er pólitísk afstaða.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun