Lífið

Gjaldkeri VG gagnrýndur fyrir kommakökubakstur

Stefán Ó. Jónsson skrifar
„Ég er í VG og er friðarsinni og trúi á gegnsæi. Ég hef ekkert með Sovétríkin að gera,“ sagði Una Hildardóttir, gjaldkeri Vinsthreyfingarinnar - græns framboðs, um umdeildan kökubakstur hennar á Snapchat-reikningi fréttastofunnar, stod2frettir, í gær.

Eins og sjá má í myndskeiðinu hér að ofan skreytti Una köku sína með hamar og sigð, einkennismerki Sovétríkjanna. Það fór öfugt ofan í einhverja netverja sem töldu hana með þessu „líta rómantískum augum til helstjórnar Stalíns“ og „normalísera þjóðarmorð.“

Una sagði svo ekki vera, hún væri á móti öllu slíku - rétt eins og hún væri fylgjandi frjálsri tjáningu.

„Ég er á móti fjöldamorðum, ég er á móti þjóðarmorðum,“ sagði Una og bætti við: „Ég fýla tjáningarfrelsi. Ef það væri ekki fyrir tjáningarfrelsi þá hefði ég aldrei bakað þessa köku.“

Bakstur Unu og önnur ævintýri VG má sjá sem fyrr segir í spilaranum hér að ofan.

Á næstu dögum og vikum munu fulltrúar annarra flokka sjá um snappið og til þess að fylgjast með því sem á daga þeirra drífur þarf einfaldlega að bæta við stod2frettir á Snapchat. Þá getur fólk einnig bætt reikningunum við með því að kveikja á Snapchat og beina myndavélinni að gula merkinu hér að neðan.

Flokkunum hefur öllum verið boðið að nýta sér aðgang fréttastofunnar. Með því að kveikja á Snapchat og beina myndavélinni að gula reitnum geturðu bætt við Kvöldfréttum Stöðvar 2 með einföldum hætti.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.