Hjartasteinn fékk þrenn verðlaun í Varsjá Kjartan Guðmundsson skrifar 18. október 2016 11:00 Anton Máni Svansson framleiðandi og Guðmundur Arnar Guðmundsson leikstjóri og handritshöfundur. „Við erum rosalega þakklát fyrir þessi viðbrögð. Við höfum unnið að þessu í fjölda ára og gaman að sjá hvað myndin gengur vel í fólk,“ segir Anton Máni Svansson, einn framleiðenda kvikmyndarinnar Hjartasteinn. Myndin er fyrsta kvikmynd leikstjórans Guðmundar Arnars Guðmundssonar í fullri lengd og vann um helgina til þrennra verðlauna í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Varsjá í Póllandi. Myndin hlaut flest verðlaun allra á hátíðinni, en Guðmundur Arnar var valinn besti leikstjórinn, Baldur Einarsson hlaut sérstök dómnefndarverðlaun fyrir leik sinn í Hjartasteini og myndin vann til kirkjuverðlauna hátíðarinnar.Hjartasteinn fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglingsárin og uppgötva ástina.Verður sýnd víða um heim Hjartasteinn fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglingsárin og uppgötva ástina og fóru tökur fram haustið 2015 á Borgarfirði eystri, Seyðisfirði, í Vopnafirði og Dyrhólaey. Í umsögn dómnefndar um valið á kirkjuverðlaunum hátíðarinnar í Varsjá segir meðal annars að þau hafi ekki aðeins verið veitt Hjartasteini vegna listrænna gæða myndarinnar, heldur einnig andlegra og mannlegra þátta hennar. Þá er tekið fram að myndin sýni á lágstemmdan hátt fram á getu mannsins til að vaxa og þroskast. Hjartasteinn var heimsfrumsýnd í Venice Days dagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum í september og vann þar til Queer Lion-verðlauna hátíðarinnar. Eftir það hefur hún verið sýnd á fleiri alþjóðlegum kvikmyndahátíðum, meðal annars í Toronto í Kanada og Busan í Suður-Kóreu. Aðspurður segir Anton Máni að nákvæm dagsetning frumsýningar myndarinnar hér á Íslandi hafi ekki enn verið ákveðin, en það verði í kringum áramótin næstu. „Þangað til verður myndin á stanslausu flakki milli landa og kvikmyndahátíða. Eftir jól fer hún svo líka á fjölda hátíða, til dæmis í Bandaríkjunum, Brasilíu, Danmörku og Grikklandi. Guðmundur Arnar leikstjóri er mest í því að ferðast með myndinni, en sjálfur fer ég til að mynda með henni til Þýskalands og Úkraínu,“ útskýrir Anton Máni og bætir við að af viðbrögðunum hingað til að dæma líti út fyrir að myndin verði sýnd víða um heim. „Í mörgum löndum erum við í viðræðum um sölu á myndinni og þær ganga mjög vel.“Sigursæll stuttmyndaleikstjóri Eins og áður sagði er Hjartasteinn fyrsta mynd Guðmundar Arnars í fullri lengd en hann hefur áður vakið athygli, meðal annars fyrir stuttmyndina Hvalfjörður, sem reyndist sigursæl á kvikmyndahátíðum og vann til sérstakra dómnefndarverðlauna í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Cannes árið 2013. Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
„Við erum rosalega þakklát fyrir þessi viðbrögð. Við höfum unnið að þessu í fjölda ára og gaman að sjá hvað myndin gengur vel í fólk,“ segir Anton Máni Svansson, einn framleiðenda kvikmyndarinnar Hjartasteinn. Myndin er fyrsta kvikmynd leikstjórans Guðmundar Arnars Guðmundssonar í fullri lengd og vann um helgina til þrennra verðlauna í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Varsjá í Póllandi. Myndin hlaut flest verðlaun allra á hátíðinni, en Guðmundur Arnar var valinn besti leikstjórinn, Baldur Einarsson hlaut sérstök dómnefndarverðlaun fyrir leik sinn í Hjartasteini og myndin vann til kirkjuverðlauna hátíðarinnar.Hjartasteinn fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglingsárin og uppgötva ástina.Verður sýnd víða um heim Hjartasteinn fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglingsárin og uppgötva ástina og fóru tökur fram haustið 2015 á Borgarfirði eystri, Seyðisfirði, í Vopnafirði og Dyrhólaey. Í umsögn dómnefndar um valið á kirkjuverðlaunum hátíðarinnar í Varsjá segir meðal annars að þau hafi ekki aðeins verið veitt Hjartasteini vegna listrænna gæða myndarinnar, heldur einnig andlegra og mannlegra þátta hennar. Þá er tekið fram að myndin sýni á lágstemmdan hátt fram á getu mannsins til að vaxa og þroskast. Hjartasteinn var heimsfrumsýnd í Venice Days dagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum í september og vann þar til Queer Lion-verðlauna hátíðarinnar. Eftir það hefur hún verið sýnd á fleiri alþjóðlegum kvikmyndahátíðum, meðal annars í Toronto í Kanada og Busan í Suður-Kóreu. Aðspurður segir Anton Máni að nákvæm dagsetning frumsýningar myndarinnar hér á Íslandi hafi ekki enn verið ákveðin, en það verði í kringum áramótin næstu. „Þangað til verður myndin á stanslausu flakki milli landa og kvikmyndahátíða. Eftir jól fer hún svo líka á fjölda hátíða, til dæmis í Bandaríkjunum, Brasilíu, Danmörku og Grikklandi. Guðmundur Arnar leikstjóri er mest í því að ferðast með myndinni, en sjálfur fer ég til að mynda með henni til Þýskalands og Úkraínu,“ útskýrir Anton Máni og bætir við að af viðbrögðunum hingað til að dæma líti út fyrir að myndin verði sýnd víða um heim. „Í mörgum löndum erum við í viðræðum um sölu á myndinni og þær ganga mjög vel.“Sigursæll stuttmyndaleikstjóri Eins og áður sagði er Hjartasteinn fyrsta mynd Guðmundar Arnars í fullri lengd en hann hefur áður vakið athygli, meðal annars fyrir stuttmyndina Hvalfjörður, sem reyndist sigursæl á kvikmyndahátíðum og vann til sérstakra dómnefndarverðlauna í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Cannes árið 2013.
Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira