Bíó og sjónvarp

Ísland í brennidepli nýrrar eldfjallamyndar Werner Herzog - stikla

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Stiklan er ansi mögnuð.
Stiklan er ansi mögnuð. Vísir
Nýjasta verkefni þýska leikstjórans Werner Herzog er væntanlegt á skjáinn. Þar skoðar hann eldfjöll víðs vegar um heim og er Ísland í brenndidepli myndarinnar.

Herzog ferðaðist um heiminn við gerð myndarinnar og fór, auk Íslands, til Indónesíu, Norður-Kóreu og Eþíópíu. Þar fjallaði hann um þau áhrif sem eldfjöll hafa haft á samfélögin í kring. 

Þýski leikstjórinn var staddur hér á landi á síðasta ári þar sem brá sér meðal annars á Landsbókasafninu til þess af afla sér heimilda um eldklerkinn Jón Steingrímsson.

Skoðaði hann svæðið í kringum Lakagíga, sem er gígaröð á 25 kílómetra langri gossprungu vestan Vatnajökuls og ef marka má stikluna, sem sjá má hér að neðan, eru Lakagígar framlag Íslands til myndarinnar.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.