Eigendur Airbnb-íbúða í miðbænum kvarta undan vændi Þorgeir Helgason skrifar 18. október 2016 07:00 Snorri Birgisson hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. vísir/anton „Við erum að sjá mjög mörg tilvik um að vændi sé gert út frá leiguíbúðum, til dæmis á vegum Airbnb, hér á landi,“ segir Snorri Birgisson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í samtali við Fréttablaðið lýsti leigusali því hvernig það er að takast á við það þegar upp kemst um að vændi hafi verið stundað í íbúð hans. Tvær konur höfðu tekið íbúðina á leigu og auglýst sig á vændiskaupasíðu á netinu. Vændiskaupendum var vísað í íbúðina og þar fór vændisstarfsemin fram. Þar sem konurnar höfðu ekki gerst brotlegar við lög var ekki hægt að kveðja lögregluna á vettvang.Leigusalinn taldi einfaldast að láta leigutímann renna út og vera frekar á varðbergi varðandi hverjum hann leigði íbúðina í framtíðinni. Snorri Birgisson segir að lítið sé um að nágrannar og húseigendur tilkynni til lögreglu grun um vændi. Aðallega sé um að ræða erlenda gesti sem stoppi hér á landi í fimm til tíu dag og ferðist svo áfram um Norðurlöndin. Gríðarlega erfitt er að ná til þessara einstaklinga en þeir vilja almennt ekki ræða við lögregluna né veita henni nokkrar upplýsingar enda eru þeir í mjög viðkvæmri stöðu. „Fólk er náttúrulega ekki alltaf meðvitað um í hvaða tilgangi fólk kemur hingað til lands eða áttar sig ekki á að vændi kunni að eiga sér stað,“ segir Snorri Að sögn Sölva Melax, talsmanns Samtaka um skammtímaleigu á heimilum, hafa engin dæmi um vændi í leiguhúsnæði komið á þeirra borð. „Við viljum frekara samstarf við lögregluna, hafi þetta komið upp í skammtímaleiguhúsnæði, og hvernig hjálpa megi leigusölum að forðast þetta,“ segir Sölvi. Á síðustu árum hefur Snorri Birgisson stýrt verkefni undir handleiðslu innanríkisráðuneytisins. Verkefnið er fræðsluátak sem búið er að skila töluverðri vitundarvakningu um mansal og vændi. Það er unnið í samráði við velferðarráðuneytið, Starfsgreinasamband Íslands og mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Alls hafa 60 fundir verið haldnir og rúmlega tvö þúsund manns sótt þá.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fjöldi Airbnb íbúða í Reykjavík tæplega tvöfaldast milli ára Um 3.050 eignir voru skráðar til útleigu á Airbnb í ágúst 2016 í Reykjavík, tæplega 80 prósent fleiri en í ágúst 2015. 17. október 2016 14:15 Barnafjölskyldur hrekjast undan ferðamannaflóðinu í miðbænum Þremur deildum af átta í leikskólanum Miðborg er lokað vegna fækkunar barna í miðbæ Reykjavíkur. Leikskólastjóri segir barnafjölskyldur hrekjast burt vegna hækkandi íbúðaleigu og fasteignaverðs meðfram ásókn ferðamanna í gistingu. 24. ágúst 2016 07:00 Skatturinn á eftir Airbnb Danska ríkisstjórnin vill að vefsíðan Airbnb, sem er risastór leigumarkaður fyrir ferðamenn, veiti skattayfirvöldum í Danmörku upplýsingar um leigutekjur Dana. 20. september 2016 07:00 Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Átta ungmenni handtekinn í Seljahverfi Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekinn í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Sjá meira
„Við erum að sjá mjög mörg tilvik um að vændi sé gert út frá leiguíbúðum, til dæmis á vegum Airbnb, hér á landi,“ segir Snorri Birgisson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í samtali við Fréttablaðið lýsti leigusali því hvernig það er að takast á við það þegar upp kemst um að vændi hafi verið stundað í íbúð hans. Tvær konur höfðu tekið íbúðina á leigu og auglýst sig á vændiskaupasíðu á netinu. Vændiskaupendum var vísað í íbúðina og þar fór vændisstarfsemin fram. Þar sem konurnar höfðu ekki gerst brotlegar við lög var ekki hægt að kveðja lögregluna á vettvang.Leigusalinn taldi einfaldast að láta leigutímann renna út og vera frekar á varðbergi varðandi hverjum hann leigði íbúðina í framtíðinni. Snorri Birgisson segir að lítið sé um að nágrannar og húseigendur tilkynni til lögreglu grun um vændi. Aðallega sé um að ræða erlenda gesti sem stoppi hér á landi í fimm til tíu dag og ferðist svo áfram um Norðurlöndin. Gríðarlega erfitt er að ná til þessara einstaklinga en þeir vilja almennt ekki ræða við lögregluna né veita henni nokkrar upplýsingar enda eru þeir í mjög viðkvæmri stöðu. „Fólk er náttúrulega ekki alltaf meðvitað um í hvaða tilgangi fólk kemur hingað til lands eða áttar sig ekki á að vændi kunni að eiga sér stað,“ segir Snorri Að sögn Sölva Melax, talsmanns Samtaka um skammtímaleigu á heimilum, hafa engin dæmi um vændi í leiguhúsnæði komið á þeirra borð. „Við viljum frekara samstarf við lögregluna, hafi þetta komið upp í skammtímaleiguhúsnæði, og hvernig hjálpa megi leigusölum að forðast þetta,“ segir Sölvi. Á síðustu árum hefur Snorri Birgisson stýrt verkefni undir handleiðslu innanríkisráðuneytisins. Verkefnið er fræðsluátak sem búið er að skila töluverðri vitundarvakningu um mansal og vændi. Það er unnið í samráði við velferðarráðuneytið, Starfsgreinasamband Íslands og mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Alls hafa 60 fundir verið haldnir og rúmlega tvö þúsund manns sótt þá.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fjöldi Airbnb íbúða í Reykjavík tæplega tvöfaldast milli ára Um 3.050 eignir voru skráðar til útleigu á Airbnb í ágúst 2016 í Reykjavík, tæplega 80 prósent fleiri en í ágúst 2015. 17. október 2016 14:15 Barnafjölskyldur hrekjast undan ferðamannaflóðinu í miðbænum Þremur deildum af átta í leikskólanum Miðborg er lokað vegna fækkunar barna í miðbæ Reykjavíkur. Leikskólastjóri segir barnafjölskyldur hrekjast burt vegna hækkandi íbúðaleigu og fasteignaverðs meðfram ásókn ferðamanna í gistingu. 24. ágúst 2016 07:00 Skatturinn á eftir Airbnb Danska ríkisstjórnin vill að vefsíðan Airbnb, sem er risastór leigumarkaður fyrir ferðamenn, veiti skattayfirvöldum í Danmörku upplýsingar um leigutekjur Dana. 20. september 2016 07:00 Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Átta ungmenni handtekinn í Seljahverfi Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekinn í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Sjá meira
Fjöldi Airbnb íbúða í Reykjavík tæplega tvöfaldast milli ára Um 3.050 eignir voru skráðar til útleigu á Airbnb í ágúst 2016 í Reykjavík, tæplega 80 prósent fleiri en í ágúst 2015. 17. október 2016 14:15
Barnafjölskyldur hrekjast undan ferðamannaflóðinu í miðbænum Þremur deildum af átta í leikskólanum Miðborg er lokað vegna fækkunar barna í miðbæ Reykjavíkur. Leikskólastjóri segir barnafjölskyldur hrekjast burt vegna hækkandi íbúðaleigu og fasteignaverðs meðfram ásókn ferðamanna í gistingu. 24. ágúst 2016 07:00
Skatturinn á eftir Airbnb Danska ríkisstjórnin vill að vefsíðan Airbnb, sem er risastór leigumarkaður fyrir ferðamenn, veiti skattayfirvöldum í Danmörku upplýsingar um leigutekjur Dana. 20. september 2016 07:00
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“