Þó nokkrir Íslendingar voru í ferðinni í Skandinavíuboltanum í kvöld.
Arnór Smárason skoraði eitt af mörkum Hammarby sem lagði Djurgarden, 4-2, í sænska boltanum.
Ögmundur Kristinsson og Birkir Már Sævarsson voru einnig í liði Hammarby í kvöld. Íslendingarnir spiluðu allan leikinn.
Elías Már Ómarsson var í liði IFK Göteborg í kvöld sem gerði 3-3 jafntefli gegn Gefle. Hann fór af velli á 73. mínútu.
Guðlaugur Victor Pálsson spilaði svo allan leikinn fyrir botnliðið í danska boltanum, Esbjerg, er það gerði 2-2 jafntefli gegn Lyngby. Hallgrímur Jónasson á bekknum hjá Lyngby en hann er nýstiginn upp úr meiðslum.
Arnór skoraði í markaleik
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
