Samningur hefur náðst um sölu á 69% hlut í Ölgerðinni Birgir Olgeirsson skrifar 17. október 2016 16:03 Vísir/Ölgerðin Samkomulag hefur náðst um kaup á 69% hlut í Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni ehf. Seljendur eru Eignarhaldsfélagið Þorgerður ehf., F-13 ehf og Lind ehf. Fyrir kaupendum fara framtakssjóðirnir Akur fjárfestingar slhf. og Horn III slhf. ásamt hópi einkafjárfesta. „Ölgerðin Egill Skallagrímsson er afar spennandi fyrirtæki og það er með mikilli tilhlökkun sem við bætumst í hóp eigenda félagsins. Ölgerðin, sem er í hópi öflugustu fyrirtækja landsins, hefur alla burði til að vaxa frekar og nýta þau sóknartækifæri sem til staðar eru á markaði,“ segir Hermann Már Þórisson, framkvæmdastjóri Horns III. Núverandi stjórnarformaður Ölgerðarinnar, Októ Einarsson og forstjóri félagsins, Andri Þór Guðmundsson eru ekki þátttakendur í sölunni og munu því áfram eiga stærsta einstaka hlutinn í félaginu í gegnum félag sitt, OA Eignarhaldsfélag ehf. Í kjölfar viðskiptanna stefna eigendur að því að auka hlutafé Ölgerðarinnar til að styðja við innri vaxtaráform félagsins. „Við fögnum nýjum aðilum í eigendahóp Ölgerðarinnar. Þetta er 103 ára gamalt fyrirtækisem er vel rekið og skipar sérstakan sess í hugum landsmanna, með sterk vörumerki og mikil tækifæri, ekki síst á sviði útflutnings,“ segir Októ Einarsson, stjórnarformaður Ölgerðarinnar, í tilkynningu vegna málsins. Auður I, fagfjárfestasjóður í rekstri Virðingar, hefur farið fyrir stærsta hluthafa Ölgerðarinnar frá því árið 2010 þegar Eignarhaldsfélagið Þorgerður ehf. keypti hlut í félaginu. Félagið hefur nú selt allan sinn eignarhlut. „Auður I fjárfestingasjóður fór fyrir hópi fjárfesta sem keyptu hlut í Ölgerðinni fyrir sex árum en yfirlýst markmið frá upphafi var að selja eignarhlutinn á þessum tíma. Félagið hefur, á undanförnum árum, vaxið og styrkst mikið og ávöxtun af fjárfestingunni fyrir Auðar I sjóðinn og meðfjárfesta okkar hefur verið afar góð. Við göngum stolt frá þessu verkefni,“ segir Margit Robertet, framkvæmdastjóri framtakssjóðasviðs Virðingar. Fyrirtækjaráðgjöf Virðingar hafði umsjón með söluferli Ölgerðarinnar fyrir hönd hluthafa og var ráðgjafi seljenda. BBA Legal veitti seljendum lögfræðiráðgjöf í tengslum við viðskiptin. Ráðgjafar kaupendahópsins í fyrrgreindu söluferli og í viðskiptunum voru Íslandsbanki og Lagahvoll. Stærsti hluthafi Eignarhaldsfélagsins Þorgerðar er Auður I fagfjárfestasjóður með yfir 60% hlut. Samkvæmt ársreikningi frá 2015 eru aðrir eigendur ET sjón ehf, í eigu Eiríks Ingvars Þorgeirssonar, og Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir. F-13 er félag í eigu nokkurra lykilstjórnenda Ölgerðarinnar. Samkvæmt ársreikningi eiga Ólafur Kristófer Guðmundsson, Kristján Elvar Guðlaugsson, Friðjón Örn Hólmbertsson og Pétur Kristján Þorgrímsson fjórðungshlut hver. Lind er í eigu fyrrverandi aðaleigenda Ölgerðarinnar hjónanna Einars F. Kristinssonar og Ólafar Októsdóttur. Þau seldu megnið af hlut sínum í Ölgerðinni árið 2007 en Einar hefur setið í stjórn Ölgerðarinnar frá 2002. Þau hverfa nú endanlega frá rekstri Ölgerðarinnar með þessari sölu. Kaupsamningur sem nú hefur verið undirritaður er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Samkomulag hefur náðst um kaup á 69% hlut í Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni ehf. Seljendur eru Eignarhaldsfélagið Þorgerður ehf., F-13 ehf og Lind ehf. Fyrir kaupendum fara framtakssjóðirnir Akur fjárfestingar slhf. og Horn III slhf. ásamt hópi einkafjárfesta. „Ölgerðin Egill Skallagrímsson er afar spennandi fyrirtæki og það er með mikilli tilhlökkun sem við bætumst í hóp eigenda félagsins. Ölgerðin, sem er í hópi öflugustu fyrirtækja landsins, hefur alla burði til að vaxa frekar og nýta þau sóknartækifæri sem til staðar eru á markaði,“ segir Hermann Már Þórisson, framkvæmdastjóri Horns III. Núverandi stjórnarformaður Ölgerðarinnar, Októ Einarsson og forstjóri félagsins, Andri Þór Guðmundsson eru ekki þátttakendur í sölunni og munu því áfram eiga stærsta einstaka hlutinn í félaginu í gegnum félag sitt, OA Eignarhaldsfélag ehf. Í kjölfar viðskiptanna stefna eigendur að því að auka hlutafé Ölgerðarinnar til að styðja við innri vaxtaráform félagsins. „Við fögnum nýjum aðilum í eigendahóp Ölgerðarinnar. Þetta er 103 ára gamalt fyrirtækisem er vel rekið og skipar sérstakan sess í hugum landsmanna, með sterk vörumerki og mikil tækifæri, ekki síst á sviði útflutnings,“ segir Októ Einarsson, stjórnarformaður Ölgerðarinnar, í tilkynningu vegna málsins. Auður I, fagfjárfestasjóður í rekstri Virðingar, hefur farið fyrir stærsta hluthafa Ölgerðarinnar frá því árið 2010 þegar Eignarhaldsfélagið Þorgerður ehf. keypti hlut í félaginu. Félagið hefur nú selt allan sinn eignarhlut. „Auður I fjárfestingasjóður fór fyrir hópi fjárfesta sem keyptu hlut í Ölgerðinni fyrir sex árum en yfirlýst markmið frá upphafi var að selja eignarhlutinn á þessum tíma. Félagið hefur, á undanförnum árum, vaxið og styrkst mikið og ávöxtun af fjárfestingunni fyrir Auðar I sjóðinn og meðfjárfesta okkar hefur verið afar góð. Við göngum stolt frá þessu verkefni,“ segir Margit Robertet, framkvæmdastjóri framtakssjóðasviðs Virðingar. Fyrirtækjaráðgjöf Virðingar hafði umsjón með söluferli Ölgerðarinnar fyrir hönd hluthafa og var ráðgjafi seljenda. BBA Legal veitti seljendum lögfræðiráðgjöf í tengslum við viðskiptin. Ráðgjafar kaupendahópsins í fyrrgreindu söluferli og í viðskiptunum voru Íslandsbanki og Lagahvoll. Stærsti hluthafi Eignarhaldsfélagsins Þorgerðar er Auður I fagfjárfestasjóður með yfir 60% hlut. Samkvæmt ársreikningi frá 2015 eru aðrir eigendur ET sjón ehf, í eigu Eiríks Ingvars Þorgeirssonar, og Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir. F-13 er félag í eigu nokkurra lykilstjórnenda Ölgerðarinnar. Samkvæmt ársreikningi eiga Ólafur Kristófer Guðmundsson, Kristján Elvar Guðlaugsson, Friðjón Örn Hólmbertsson og Pétur Kristján Þorgrímsson fjórðungshlut hver. Lind er í eigu fyrrverandi aðaleigenda Ölgerðarinnar hjónanna Einars F. Kristinssonar og Ólafar Októsdóttur. Þau seldu megnið af hlut sínum í Ölgerðinni árið 2007 en Einar hefur setið í stjórn Ölgerðarinnar frá 2002. Þau hverfa nú endanlega frá rekstri Ölgerðarinnar með þessari sölu. Kaupsamningur sem nú hefur verið undirritaður er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.
Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira