„Það er ekkert klárt í þeim málum en ég get sagt að það er einhver þarna úti sem er að halda fast í þá hugmynd,“ segir Parker en fyrsta myndin kom út árið 2008 og í kjölfarið kom út önnur mynd árið 2010.
Þættirnir voru á dagskrá HBO á árunum 1998-2004 og nutu gríðarlegrar vinsælda. Erlendir miðlar hafa í dag fjallað mikið um orð Parker og vilja margir þeirra meina að þriðja myndin sé á teikniborðinu.
Hér að neðan má sjá viðtalið við Parker en hún talaði einnig um nýjasta þátt sinn, Divorce, sem er á dagskrá Stöðvar 2.