Nokkrir Evrópupunktar Hannes Pétursson skrifar 17. október 2016 00:00 I Þeir gömlu sjálfstæðismenn og svarabræður, Björn Bjarnason og Styrmir Gunnarsson, héldu úti um fáein ár vefmiðli sem hét Evrópuvaktin. Þar fóru þeir mikinn gegn ESB. Í fyrra gáfust þeir svo upp á rólunum, hafa þó alltaf annað kastið síðan skrifað „of et sama far“ hvor úr sínu horni. Evrópuvaktin var bláber áróðursmiðill, virti ekki þá rökræðuhefð sem markast af pro et contra, með og móti, allt varð að vera contra sem Björn og Styrmir skrifuðu sjálfir ellegar hirtu úr erlendum og innlendum „heimildum“ og hagnýttu sér til alhæfinga. Ég, óflokksbundin kratasál, setti mig aldrei úr færi að lesa Evrópuvaktina. Og nú sakna ég hennar þrátt fyrir vankantana. Einn af kostum þess miðils var sá að lestur hans sparaði tíma, t.d. þurfti miklu síður að fylgjast með þeim eintölum sálarinnar sem kallast Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins. Annar kostur við Evrópuvaktina lá í því að þar fékk maður á einum stað og í hvert mál serveraðar í aðgengilegum stúfum allar þær vammir og skammir sem framast var unnt að hlaða á ESB; reyndar oft undir fyrirsögnum í viðtengingarhætti eða í spurnarformi, eins og skrifað væri til dæmis: „ESB gæti farið til helvítis, ef...“Ellegar: „Er allt að fara til helvítis í ESB?“ Að sjálfsögðu var mikið hnjóðað sér á parti í það sem Birni Bjarnasyni er tamt að nefna Brusselvaldið, svo illt vald að það jafnast næstum á við Reykjavíkurvaldið eins og það horfði við alþýðu manna norðanlands á uppvaxtarárum mínum. Að hinu leytinu andaði jafnan hlýju frekar en hitt til þjóðernissinnaðra ofstækisflokka í álfunni, þeir virtust fínir fyrir sjónum Björns og Styrmis. Samhliða þessu flutti Evrópuvaktin margsinnis valdar fréttir norðan úr Barentshafi og vestan frá Alaska, því „Nýja norðrið“ var gildur þáttur í heimsmynd netmiðilsins: draumur um veldi Íslands undir norðurljósum, draumur (að breyttu breytanda) skyldur Grænlandspólitík dr. Jóns Dúasonar og Alaskaævintýri Jóns Ólafssonar ritstjóra. Í óljósum tengslum við „Nýja norðrið“ var sú kröfugerð að samvinna Bandaríkjanna og Íslands á hernaðarsviði kæmist í betra, ef ekki fyrra horf, Íslandi yrði að halda skorðuðu þar sem það var í heimspólitíkinni upp úr seinna stríði. „Gömlu dagana gefðu mér.“ Við slíku sjónarmiði mátti búast af fjallgrimmum kaldastríðsmönnum, Birni Bjarnasyni og Styrmi Gunnarssyni, því veröld þeirra gekk úr liði þegar hersetunni lauk á Miðnesheiði. En hvernig þetta fellur í geð vinstrisinnuðum samherjum þeirra í Heimssýn, baráttufólki sem krafðist „Ísland úr Nató! Herinn burt!“ veit ekki veslingur minn. II Eins og gefur að skilja miðlaði Evrópuvaktin gnægð frétta af efnahags- og peningamálum. Verður ekki tölu á það komið hve oft evrusvæðið hrundi árin sem Björn og Styrmir vöktu saman á verðinum. Mjög margt um þau efni sóttu þeir í Daily Telegraph („Torygraph“), málgagn Íhaldsflokksins brezka, mjög andsnúið ESB og eina allra vinsælustu húspostillu íslenzka erkiíhaldsins. Ég fullyrði ekki að þeir hafi að marki seilzt neðar en þangað í Evrópufræðslu handa Íslendingum, það er að segja alla leið niður í götublöðin, man hins vegar glöggt að þingmaður Framsóknarflokks og ESB-andstæðingur rökstuddi einu sinni mál sitt með vísun í Daily Mail! Enga pistla í húslestrabókinni mat Styrmir Gunnarsson jafn mikils né hagnýtti sér oftar og betur en þá sem samdir voru af Ambrose Evans-Pritchard, „alþjóðlegum viðskiptaritstjóra hjá Daily Telegraph“, því flott skyldi það vera. Sá pistlahöfundur veit alla hluti betur en aðrir mennskir menn og kann ráð við hverjum vanda, en þarf náttúrlega aldrei sjálfur að bera ábyrgð á neinum pólitískum ákvörðunum (hann á sér marga bræður í faginu, einn þeirra er Wolfgang Münchau sem lengi hefur dóserað í Spiegel). Evans-Pritchard sér með öðrum orðum í gegnum holt og hæðir og hann spáir við hvert tækifæri ragnarökum fjármálalífsins hingað og þangað um jarðkringluna, nema auðvitað ekki á Bretlandi, enda hefur Daily Telegraph gjört kunnugt að brezka heimsveldið sé við hákarlaheilsu og til í hvað sem er, þótt það sé að vísu dautt. Í athugasemdadálki lesenda við grein í Guardian 13. janúar 2015 hlaut Ambrose Evans-Pritchard þessa umsögn: „Enginn maður hefur nokkurn tíma ritað í brezk blöð annan eins þvætting („rubbish“) um efnahagsmál ESB og Pritchard. Greinar hans eru ómerkilegur áróður, reistar á afbökuðum staðreyndum, þær jaðra jafnvel við helberar lygar, einkum þegar tali víkur að evrusvæðinu og hlutverki Þýzkalands innan þess.“ Satt að segja hefur þvarg manna um Evrópusambandið snúizt lon og don um fátt annað en viðskipti, bankamál og afskiptasemi stjórnsýslunnar í Brussel. Maður einn í þjónustu Brusselvaldsins varð þreyttur á þeirri síbylju. Hugsum okkur, sagði hann fyrir fáum missirum, að einu sinni á ári hverju verði efnt til Evrópudags með öfugum formerkjum: öllum réttarbótum sem ESB hefur til leiðar komið yrði þá burtu kippt í einni svipan, hvort heldur í hlut ætti neytendavernd, vinnuvernd, umhverfisvernd, vísindaverkefni eða önnur svið. Kannski sæju borgararnir þann dag muninn á því sem er og hinu sem fyrir var. III Eitt af leiðsögustefjum Evrópuvaktarinnar hljóðaði svo: ESB er hús sem stendur í björtu báli. Ekkert vit er í fyrir Íslendinga að stökkva inn í logandi rústabælið. Hið óslökkvandi bál þar syðra hefur nú herjað lengi, svo lengi að ófróður maður spyr sjálfan sig: Hvað er langt síðan burðarvirki hússins, innri markaðurinn, brann að köldum kolum? Og hvernig stendur á þeim lygafréttum að fólk á flótta undan hörmungum flykkist nú inn í þetta sjóðandi eldhaf í leit að betra og tryggara lífi í stað þess að beina för sinni til að mynda inn í Rússland? Þar stíga hvergi logatungur til himins, allt er kyrrt og öruggt í húsum Pútíns forseta, okkar elskulega vinar og hluthafa í „Nýja norðrinu“. Að þessu slepptu: samlíkingin við húsið sem alltaf stendur í björtu báli vísar til pólitískra átaka meðal aðildarþjóða ESB. Og er stundum engu líkara en menn ætlist til að sambandið sé fullkomið, hafi jafnvel átt að vera fullkomið fyrir fram. Í Brexit-kosningabaráttunni sagði Jeremy Corbyn: „Evrópusambandið er ekki fullkomið, en...“ hefur sitthvað til síns ágætis. Og Theresa May sagði: „Evrópusambandið er alls ekki fullkomið, en...“ hefur ýmsa kosti. Ætla mætti að þau sem þannig tala þekktu sjálf fullkomið þjóðskipulag og hefðu því við eitthvað að styðjast. Ekki gátu nefndir stjórnmálamenn þó miðað við brezkt þjóðfélag, það er deginum ljósara, en eitthvert sæluríki hafa þeir væntanlega haft í huga, kannski sjálfa Paradís, en „þar eru allir hlutir blíðir og kyrrir og hógværir“ segir í Mattheussögu postula. Manni er spurn: Hvers vegna ætti ESB að vera fullkomið, hvað þá fullkomið fyrir fram? Það telst stærsta viðskiptaveldi heims. Þar búa um 510 milljónir manna, um 50 milljónum fleiri en í Bandaríkjunum og Rússlandi samanlagt (bráðum dregst íbúatala Bretlands, rífar 60 milljónir, frá heildartölunni). Þar starfa stjórnmálahreyfingar sem endurspegla allan hinn pólitíska litaskala. Þær sem hafa skylda stefnu mynda bandalög sín í milli og þingflokka á Evrópuþinginu. Og ríki gæta hagsmuna sinna samkvæmt landfræðilegri legu eða af sögulegum ástæðum. Allt er þetta gott og blessað, brjóti það ekki í bága við þá sáttmála sem ríkin hafa gert sín í milli með lýðræðislegri ákvörðun. Sumir menn í álfunni segja að þetta mikla ríkjasamband sé ofurselt nýfrjálshyggju; aðrir menn vestan hafs og austan halda allt öðru fram: ESB er vígi háskalegs velferðarsósíalisma. Látum þá munnhöggvast. Það liggur í hlutarins eðli að innan ESB togast á flokkspólitískar fylkingar rétt eins og í hverju aðildarlandi fyrir sig og þjóðir takast á um hagsmuni sína. Þarna er að verki sagan sjálf eins og ávallt fyrr. En einmitt vegna slíkrar togstreitu innan álfunnar er Evrópusambandið mikilvægt, á vettvangi þess leita menn eftir föngum málamiðlana í átakaefnum. Sagt hefur verið: Væri Evrópusambandið ekki til, þá þyrfti að koma því á stofn. Enginn dregur dul á að málamiðlanir í jafn stórum ríkjahópi og þeim sem myndar ESB geta reynzt þæfingssamar og slítandi. Í því sambandi kemur mér í hug lítil saga: Þýzkur starfsmaður í höfuðstöðvum Evrópusambandsins átti einu sinni sem oftar tal við aldurhniginn föður sinn og kvartaði sáran undan löngum og lýjandi samningafundum. Faðir hans mælti: „Ég öfunda ykkur sem ungir eruð, þið komizt að niðurstöðu við fundarborð, mín kynslóð gerði út um ágreining á vígvöllunum.“ Hvert sem augum er rennt yfir heiminn blossar pólitískur ágreiningur, ekki aðeins þar sem hernaður geisar, heldur miklu víðar. Afar hatrömm er sundurþykkjan til að mynda í Bandaríkjunum og á Bretlandseyjum. Og eftirtektarvert er að þrátt fyrir allar útásetningarnar bera borgarar einstakra landa Evrópusambandsins, segja skoðanakannanir, fyllra traust til þess en eigin stjórnvalda. Aldrei hefur traustið til ESB sokkið neitt nálægt því jafn djúpt og t.d. traust Íslendinga til Alþingis eða Bandaríkjamanna til þjóðþingsins í Washington. Kyndugt er í meira lagi að innan úr hérlendum sem og erlendum stjórnmálaflokkum sem standa í ljósum logum sundurlyndis, þannig að brunastækjuna leggur um víðan vang, kveða sífellt við raddir um „brennandi hús“ Evrópusambandsins. Þetta ber sennilega að skilja samkvæmt formúlunni: svæsnar deilur í eigin stjórnmálaflokki eru lýðræðislegar og til vitnis um „mismunandi áherzlur“, en „mismunandi áherzlur“ meðal andstæðinga benda til upplausnar, ef ekki hruns. IV Í nýlegri blaðagrein vakti Styrmir Gunnarsson máls á því að of fáar fréttir bærust hingað til lands af ESB, þar væri ekki dáfallegt um að litast frekar en fyrri daginn; endursagði síðan erlenda blaðagrein og vitnaði m.a. til hins „alþjóðlega viðskiptaritstjóra hjá Daily Telegraph“. Það er satt að okkur berast lítt eða ekki sumar fréttir sunnan úr ESB. Og dettur mér þá í hug að þeir fræðimennirnir, Björn og Styrmir, hafa aldrei svo ég muni greint okkur frá því hver sé hin pólitíska fjölskylda Sjálfstæðisflokksins í Evrópu. En sagan er sú að árið 2009 fæddist tvíhöfða fylking í evrópskri pólitík, grett og grá, getin af Íhaldsflokknum brezka sem klauf sig þá út úr bandalagi miðhægriflokka (þeirra á meðal var flokkur Angelu Merkel, Kristilegir demókratar). Fylking þessi gengur annars vegar undir nafninu „European Conservatives and Reformists“ og er sá armur að réttu lagi þingflokkur hennar; hefur sem stendur 73 þingmenn af alls 751 sem eiga setu á Evrópuþinginu. Hinn parturinn hét fram undir það allra síðasta (nafninu var breytt lítillega nú nýverið) „Alliance of European Conservatives and Reformists“. Þar situr innst í búri Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður, einn af fjórum varaforsetum. Árið 2014 hleypti þingflokkur þessara samtaka – og feginshugar samkvæmt blaðafréttum – inn fyrir dyr hjá sér öðrum eins fénaði og AfD í Þýzkalandi. Sá flokkur fékk sjö menn kjörna á Evrópuþingið það ár. Einn af fylgismönnum flokksins, Hans-Olaf Henkel, kunnur stórlax, var um tíma í miklu uppáhaldi hjá íslenzkum ESB-andstæðingum vegna þess að hann hafði ýmislegt út á evrusamstarfið að setja, en heyrist aldrei nefndur núna hér á landi, enda gekk hann fyrir skömmu snúðugt úr AfD sem hann sagði að væri þjóðhættulegt skrímsli. Annars eru einna kunnastir af fyrirliðum þeirra íhaldsafla sem mynda “European Conservatives and Reformists“ og „Alliance of European Conservatives and Reformists“ lurkarnir Jaroslaw Kaczynski í Póllandi og Viktor Orbán í Ungverjalandi. Þetta eru Evrópufréttir sem farið hafa lægra en vera skyldi. Þær sýna hvar ráðamenn Sjálfstæðisflokksins vilja vera pólitískt til húsa í heiminum. Þegar flokkur þeirra horfir suður yfir höf og lönd blasir því við útlendingum föl og köld ásjóna Orbáns og félaga. Aftur á móti reynir flokkurinn eins og hann getur að brosa hjartanlega til okkar landsmanna með ásjónunni sem á að vera hinumegin á höfðinu, sé allt með felldu, ásjónunni sem er svo föðurleg; kinnin slétt, augun hýr. Og Orbán fjarri. Og þó finnst mér Orbán að því leyti skárri, ófalskari, að hann er bara með eitt og sama fésið, hvort heldur hann horfir út eða inn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brexit Hannes Pétursson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
I Þeir gömlu sjálfstæðismenn og svarabræður, Björn Bjarnason og Styrmir Gunnarsson, héldu úti um fáein ár vefmiðli sem hét Evrópuvaktin. Þar fóru þeir mikinn gegn ESB. Í fyrra gáfust þeir svo upp á rólunum, hafa þó alltaf annað kastið síðan skrifað „of et sama far“ hvor úr sínu horni. Evrópuvaktin var bláber áróðursmiðill, virti ekki þá rökræðuhefð sem markast af pro et contra, með og móti, allt varð að vera contra sem Björn og Styrmir skrifuðu sjálfir ellegar hirtu úr erlendum og innlendum „heimildum“ og hagnýttu sér til alhæfinga. Ég, óflokksbundin kratasál, setti mig aldrei úr færi að lesa Evrópuvaktina. Og nú sakna ég hennar þrátt fyrir vankantana. Einn af kostum þess miðils var sá að lestur hans sparaði tíma, t.d. þurfti miklu síður að fylgjast með þeim eintölum sálarinnar sem kallast Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins. Annar kostur við Evrópuvaktina lá í því að þar fékk maður á einum stað og í hvert mál serveraðar í aðgengilegum stúfum allar þær vammir og skammir sem framast var unnt að hlaða á ESB; reyndar oft undir fyrirsögnum í viðtengingarhætti eða í spurnarformi, eins og skrifað væri til dæmis: „ESB gæti farið til helvítis, ef...“Ellegar: „Er allt að fara til helvítis í ESB?“ Að sjálfsögðu var mikið hnjóðað sér á parti í það sem Birni Bjarnasyni er tamt að nefna Brusselvaldið, svo illt vald að það jafnast næstum á við Reykjavíkurvaldið eins og það horfði við alþýðu manna norðanlands á uppvaxtarárum mínum. Að hinu leytinu andaði jafnan hlýju frekar en hitt til þjóðernissinnaðra ofstækisflokka í álfunni, þeir virtust fínir fyrir sjónum Björns og Styrmis. Samhliða þessu flutti Evrópuvaktin margsinnis valdar fréttir norðan úr Barentshafi og vestan frá Alaska, því „Nýja norðrið“ var gildur þáttur í heimsmynd netmiðilsins: draumur um veldi Íslands undir norðurljósum, draumur (að breyttu breytanda) skyldur Grænlandspólitík dr. Jóns Dúasonar og Alaskaævintýri Jóns Ólafssonar ritstjóra. Í óljósum tengslum við „Nýja norðrið“ var sú kröfugerð að samvinna Bandaríkjanna og Íslands á hernaðarsviði kæmist í betra, ef ekki fyrra horf, Íslandi yrði að halda skorðuðu þar sem það var í heimspólitíkinni upp úr seinna stríði. „Gömlu dagana gefðu mér.“ Við slíku sjónarmiði mátti búast af fjallgrimmum kaldastríðsmönnum, Birni Bjarnasyni og Styrmi Gunnarssyni, því veröld þeirra gekk úr liði þegar hersetunni lauk á Miðnesheiði. En hvernig þetta fellur í geð vinstrisinnuðum samherjum þeirra í Heimssýn, baráttufólki sem krafðist „Ísland úr Nató! Herinn burt!“ veit ekki veslingur minn. II Eins og gefur að skilja miðlaði Evrópuvaktin gnægð frétta af efnahags- og peningamálum. Verður ekki tölu á það komið hve oft evrusvæðið hrundi árin sem Björn og Styrmir vöktu saman á verðinum. Mjög margt um þau efni sóttu þeir í Daily Telegraph („Torygraph“), málgagn Íhaldsflokksins brezka, mjög andsnúið ESB og eina allra vinsælustu húspostillu íslenzka erkiíhaldsins. Ég fullyrði ekki að þeir hafi að marki seilzt neðar en þangað í Evrópufræðslu handa Íslendingum, það er að segja alla leið niður í götublöðin, man hins vegar glöggt að þingmaður Framsóknarflokks og ESB-andstæðingur rökstuddi einu sinni mál sitt með vísun í Daily Mail! Enga pistla í húslestrabókinni mat Styrmir Gunnarsson jafn mikils né hagnýtti sér oftar og betur en þá sem samdir voru af Ambrose Evans-Pritchard, „alþjóðlegum viðskiptaritstjóra hjá Daily Telegraph“, því flott skyldi það vera. Sá pistlahöfundur veit alla hluti betur en aðrir mennskir menn og kann ráð við hverjum vanda, en þarf náttúrlega aldrei sjálfur að bera ábyrgð á neinum pólitískum ákvörðunum (hann á sér marga bræður í faginu, einn þeirra er Wolfgang Münchau sem lengi hefur dóserað í Spiegel). Evans-Pritchard sér með öðrum orðum í gegnum holt og hæðir og hann spáir við hvert tækifæri ragnarökum fjármálalífsins hingað og þangað um jarðkringluna, nema auðvitað ekki á Bretlandi, enda hefur Daily Telegraph gjört kunnugt að brezka heimsveldið sé við hákarlaheilsu og til í hvað sem er, þótt það sé að vísu dautt. Í athugasemdadálki lesenda við grein í Guardian 13. janúar 2015 hlaut Ambrose Evans-Pritchard þessa umsögn: „Enginn maður hefur nokkurn tíma ritað í brezk blöð annan eins þvætting („rubbish“) um efnahagsmál ESB og Pritchard. Greinar hans eru ómerkilegur áróður, reistar á afbökuðum staðreyndum, þær jaðra jafnvel við helberar lygar, einkum þegar tali víkur að evrusvæðinu og hlutverki Þýzkalands innan þess.“ Satt að segja hefur þvarg manna um Evrópusambandið snúizt lon og don um fátt annað en viðskipti, bankamál og afskiptasemi stjórnsýslunnar í Brussel. Maður einn í þjónustu Brusselvaldsins varð þreyttur á þeirri síbylju. Hugsum okkur, sagði hann fyrir fáum missirum, að einu sinni á ári hverju verði efnt til Evrópudags með öfugum formerkjum: öllum réttarbótum sem ESB hefur til leiðar komið yrði þá burtu kippt í einni svipan, hvort heldur í hlut ætti neytendavernd, vinnuvernd, umhverfisvernd, vísindaverkefni eða önnur svið. Kannski sæju borgararnir þann dag muninn á því sem er og hinu sem fyrir var. III Eitt af leiðsögustefjum Evrópuvaktarinnar hljóðaði svo: ESB er hús sem stendur í björtu báli. Ekkert vit er í fyrir Íslendinga að stökkva inn í logandi rústabælið. Hið óslökkvandi bál þar syðra hefur nú herjað lengi, svo lengi að ófróður maður spyr sjálfan sig: Hvað er langt síðan burðarvirki hússins, innri markaðurinn, brann að köldum kolum? Og hvernig stendur á þeim lygafréttum að fólk á flótta undan hörmungum flykkist nú inn í þetta sjóðandi eldhaf í leit að betra og tryggara lífi í stað þess að beina för sinni til að mynda inn í Rússland? Þar stíga hvergi logatungur til himins, allt er kyrrt og öruggt í húsum Pútíns forseta, okkar elskulega vinar og hluthafa í „Nýja norðrinu“. Að þessu slepptu: samlíkingin við húsið sem alltaf stendur í björtu báli vísar til pólitískra átaka meðal aðildarþjóða ESB. Og er stundum engu líkara en menn ætlist til að sambandið sé fullkomið, hafi jafnvel átt að vera fullkomið fyrir fram. Í Brexit-kosningabaráttunni sagði Jeremy Corbyn: „Evrópusambandið er ekki fullkomið, en...“ hefur sitthvað til síns ágætis. Og Theresa May sagði: „Evrópusambandið er alls ekki fullkomið, en...“ hefur ýmsa kosti. Ætla mætti að þau sem þannig tala þekktu sjálf fullkomið þjóðskipulag og hefðu því við eitthvað að styðjast. Ekki gátu nefndir stjórnmálamenn þó miðað við brezkt þjóðfélag, það er deginum ljósara, en eitthvert sæluríki hafa þeir væntanlega haft í huga, kannski sjálfa Paradís, en „þar eru allir hlutir blíðir og kyrrir og hógværir“ segir í Mattheussögu postula. Manni er spurn: Hvers vegna ætti ESB að vera fullkomið, hvað þá fullkomið fyrir fram? Það telst stærsta viðskiptaveldi heims. Þar búa um 510 milljónir manna, um 50 milljónum fleiri en í Bandaríkjunum og Rússlandi samanlagt (bráðum dregst íbúatala Bretlands, rífar 60 milljónir, frá heildartölunni). Þar starfa stjórnmálahreyfingar sem endurspegla allan hinn pólitíska litaskala. Þær sem hafa skylda stefnu mynda bandalög sín í milli og þingflokka á Evrópuþinginu. Og ríki gæta hagsmuna sinna samkvæmt landfræðilegri legu eða af sögulegum ástæðum. Allt er þetta gott og blessað, brjóti það ekki í bága við þá sáttmála sem ríkin hafa gert sín í milli með lýðræðislegri ákvörðun. Sumir menn í álfunni segja að þetta mikla ríkjasamband sé ofurselt nýfrjálshyggju; aðrir menn vestan hafs og austan halda allt öðru fram: ESB er vígi háskalegs velferðarsósíalisma. Látum þá munnhöggvast. Það liggur í hlutarins eðli að innan ESB togast á flokkspólitískar fylkingar rétt eins og í hverju aðildarlandi fyrir sig og þjóðir takast á um hagsmuni sína. Þarna er að verki sagan sjálf eins og ávallt fyrr. En einmitt vegna slíkrar togstreitu innan álfunnar er Evrópusambandið mikilvægt, á vettvangi þess leita menn eftir föngum málamiðlana í átakaefnum. Sagt hefur verið: Væri Evrópusambandið ekki til, þá þyrfti að koma því á stofn. Enginn dregur dul á að málamiðlanir í jafn stórum ríkjahópi og þeim sem myndar ESB geta reynzt þæfingssamar og slítandi. Í því sambandi kemur mér í hug lítil saga: Þýzkur starfsmaður í höfuðstöðvum Evrópusambandsins átti einu sinni sem oftar tal við aldurhniginn föður sinn og kvartaði sáran undan löngum og lýjandi samningafundum. Faðir hans mælti: „Ég öfunda ykkur sem ungir eruð, þið komizt að niðurstöðu við fundarborð, mín kynslóð gerði út um ágreining á vígvöllunum.“ Hvert sem augum er rennt yfir heiminn blossar pólitískur ágreiningur, ekki aðeins þar sem hernaður geisar, heldur miklu víðar. Afar hatrömm er sundurþykkjan til að mynda í Bandaríkjunum og á Bretlandseyjum. Og eftirtektarvert er að þrátt fyrir allar útásetningarnar bera borgarar einstakra landa Evrópusambandsins, segja skoðanakannanir, fyllra traust til þess en eigin stjórnvalda. Aldrei hefur traustið til ESB sokkið neitt nálægt því jafn djúpt og t.d. traust Íslendinga til Alþingis eða Bandaríkjamanna til þjóðþingsins í Washington. Kyndugt er í meira lagi að innan úr hérlendum sem og erlendum stjórnmálaflokkum sem standa í ljósum logum sundurlyndis, þannig að brunastækjuna leggur um víðan vang, kveða sífellt við raddir um „brennandi hús“ Evrópusambandsins. Þetta ber sennilega að skilja samkvæmt formúlunni: svæsnar deilur í eigin stjórnmálaflokki eru lýðræðislegar og til vitnis um „mismunandi áherzlur“, en „mismunandi áherzlur“ meðal andstæðinga benda til upplausnar, ef ekki hruns. IV Í nýlegri blaðagrein vakti Styrmir Gunnarsson máls á því að of fáar fréttir bærust hingað til lands af ESB, þar væri ekki dáfallegt um að litast frekar en fyrri daginn; endursagði síðan erlenda blaðagrein og vitnaði m.a. til hins „alþjóðlega viðskiptaritstjóra hjá Daily Telegraph“. Það er satt að okkur berast lítt eða ekki sumar fréttir sunnan úr ESB. Og dettur mér þá í hug að þeir fræðimennirnir, Björn og Styrmir, hafa aldrei svo ég muni greint okkur frá því hver sé hin pólitíska fjölskylda Sjálfstæðisflokksins í Evrópu. En sagan er sú að árið 2009 fæddist tvíhöfða fylking í evrópskri pólitík, grett og grá, getin af Íhaldsflokknum brezka sem klauf sig þá út úr bandalagi miðhægriflokka (þeirra á meðal var flokkur Angelu Merkel, Kristilegir demókratar). Fylking þessi gengur annars vegar undir nafninu „European Conservatives and Reformists“ og er sá armur að réttu lagi þingflokkur hennar; hefur sem stendur 73 þingmenn af alls 751 sem eiga setu á Evrópuþinginu. Hinn parturinn hét fram undir það allra síðasta (nafninu var breytt lítillega nú nýverið) „Alliance of European Conservatives and Reformists“. Þar situr innst í búri Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður, einn af fjórum varaforsetum. Árið 2014 hleypti þingflokkur þessara samtaka – og feginshugar samkvæmt blaðafréttum – inn fyrir dyr hjá sér öðrum eins fénaði og AfD í Þýzkalandi. Sá flokkur fékk sjö menn kjörna á Evrópuþingið það ár. Einn af fylgismönnum flokksins, Hans-Olaf Henkel, kunnur stórlax, var um tíma í miklu uppáhaldi hjá íslenzkum ESB-andstæðingum vegna þess að hann hafði ýmislegt út á evrusamstarfið að setja, en heyrist aldrei nefndur núna hér á landi, enda gekk hann fyrir skömmu snúðugt úr AfD sem hann sagði að væri þjóðhættulegt skrímsli. Annars eru einna kunnastir af fyrirliðum þeirra íhaldsafla sem mynda “European Conservatives and Reformists“ og „Alliance of European Conservatives and Reformists“ lurkarnir Jaroslaw Kaczynski í Póllandi og Viktor Orbán í Ungverjalandi. Þetta eru Evrópufréttir sem farið hafa lægra en vera skyldi. Þær sýna hvar ráðamenn Sjálfstæðisflokksins vilja vera pólitískt til húsa í heiminum. Þegar flokkur þeirra horfir suður yfir höf og lönd blasir því við útlendingum föl og köld ásjóna Orbáns og félaga. Aftur á móti reynir flokkurinn eins og hann getur að brosa hjartanlega til okkar landsmanna með ásjónunni sem á að vera hinumegin á höfðinu, sé allt með felldu, ásjónunni sem er svo föðurleg; kinnin slétt, augun hýr. Og Orbán fjarri. Og þó finnst mér Orbán að því leyti skárri, ófalskari, að hann er bara með eitt og sama fésið, hvort heldur hann horfir út eða inn.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar