Hollywood-ljóminn farinn af Djúpavík: Stjörnurnar farnar eftir að hafa sungið og trallað á milli langra vinnudaga á Ströndum Birgir Olgeirsson skrifar 17. október 2016 11:51 Á meðal þeirra sem voru í Djúpavík í liðinni viku voru Ben Affleck, Jason Momoa, Zack Snyder og Amber Heard. Vísir/Jón Halldórsson/Jason Momoa/Twitter Ró hefur færst yfir Djúpavík eftir að kvikmyndaævintýrið í Reykjafirði náði hámarki í síðustu viku. Tökur á ofurhetjustórmyndinni Justice League hefur staðið yfir nú í október mánuði en í síðustu viku mættu nokkrar stórstjörnur til landsins til að vera við tökurnar. Þar á meðal Ben Affleck, Jason Momoa, Amber Heard og Willem Dafoe, sem nú eru farin af landi brott eftir því sem Vísir kemst næst. Það var mikið um gleði þegar mest var í síðustu viku, 300 manns sem störfuðu við tökur á þessari risamynd og þar sem sungið var í karókí á kvöldin og skemmt sér eftir langa vinnudaga. Hátt í 200 húsbílar voru fluttir á svæðið til að hýsa þennan fjölda á meðan tökum stóð. Húsbílastóðið sem hýsti tökuliðið á Ströndum.Vísir/Jón Halldórsson Í gær hafði fækkað úr um það bil 300 manns niður í rúmlega 20 manns og Hollywood-ljóminn og hægt og rólega að hverfa af Djúpavík. Götulýsingin er aftur komin niður í tvo ljósastaura sem hafa lýst upp víkina síðastliðna áratugi. Á meðan mesta umstangið var í kringum tökurnar á myndinni voru fjöldi ljósastaura í víkinni með allt að fjórum ljósum hver. Þegar mest var voru fimm einkaþotur á Gjögurflugvelli á Ströndum sem flugu með toppana á Strandir sem þangað voru mættir til að taka upp þetta atriði fyrir Justice League. Búast má við að vinnu í tengslum við myndina á Ströndum ljúki ekki fyrr en um mánaðamótin. Einn af leikurunum, Jason Momoa, var hvað duglegastur við að birta myndir af sér á Instagram en þar mátti sjá hann við margskonar aðstæður á Ströndum og meðal annars í náttúrulaug í Gjögri. What the hell is da Hawaiian doing in northern Iceland. Send me mana it's going to be a crazy fucking day ALOHA AC A photo posted by Jason Momoa (@prideofgypsies) on Oct 11, 2016 at 11:35pm PDT Myndin er framleidd af bandaríska kvikmyndaverinu Warner Bros sem birtu mynd á Twitter af leikkonunni Amber Heard í gervi Atlantis-búans Meru í fjörunni í Gjögri. BREAKING: Here is our first look of #AmberHeard as Mera in #JusticeLeague pic.twitter.com/AzkeaHSaLw— Justice League (@JL_Movie) October 12, 2016 Atriðið úr stiklunni þar sem íslensku leikararnir eru ásamt þeim Jason Momoa og Ben Affleck.Vísir/Youtube Íslandstengingin við þessa mynd verður mikil því ekki verður aðeins landslagið á Ströndum áberandi heldur verða íslenskir leikarar í myndinni. Leikfélagið á Hólmavík útvegaði til að mynda á fimmta tug aukaleikara fyrir myndina, svokallaði stadistar, en í júní síðastliðnum voru þau Ingvar E. Sigurðsson, Kristbjörg Kjeld, Ágústa Eva. Erlendsdóttir og Salóme Gunnarsdóttir stödd í kvikmyndaveri í Lundúnum við tökur á atriði fyrir myndina, en afraksturinn af þeim tökum mátti sjá í stiklu fyrir myndina sem var frumsýnd í júlí síðastliðnum. Í þessu atriði má sjá Ben Affleck í hlutverki Bruce Wayne, sem berst við illmenni á næturnar klæddur leðurblökubúningi, ræða við þorpsbúa á öldurhúsi þar sem hann segist vera leita að manni sem kemur með háflóði og færir þorpsbúum fisk. Við tökur á myndinni fékk Ingvar E. Sigurðsson nokkrar línur á móti Ben Affleck en ekki er vitað hvort það muni enda í lokaútgáfu myndarinnar. Sá maður er Arthur Curry, leikinn af Jason Momoa, sem er þekktur undir ofurhetjunafninu Aquaman. Þó ekkert sé víst í þeim efnum má leiða að því líkur að tökurnar á Ströndum tengist þessu atriði sem sást í stiklunni, það er að segja leit Bruce Wayne að Aquaman. Á meðal leikara sem komu til Íslands var Willem Dafoe sem mun fara með hlutverk Nuidis Vulko, eða Dr. Vulko, sem er einn helsti bandamaður Aquaman af Atlantis-búunum, fólki sem lifir neðansjávar. Þá leikur Amber Heard Meru, sem er eiginkona Aquaman í DC-teiknimyndaheiminum, og er búið að birta myndir af henni í gervi Meru í fjörunni við Gjögur. Þá hafði gömlu verksmiðjunni í Djúpavík verið breytt í einskonar krá eða öldurhús samkvæmt heimildum Vísis, en eins og fyrr segir er á engan hátt hægt að fullyrða um þessar tökur hafi tengst þeirri senu sem sést í stiklu myndarinnar. Ljóst er að mikið hefur gengið á þessa viku sem 300 manns voru samankomnir í Reykjafirði við tökur á þessari mynd en RÚV sagði frá því að kostnaður við tökurnar hér á landi nemi um hálfum milljarði króna. Áætlað er að myndin verði frumsýnd í nóvember á næsta ári. Bíó og sjónvarp Árneshreppur Íslandsvinir Tengdar fréttir Ben Affleck og Momoa í góðum gír á Íslandi Svo virðist sem að haldið hafi verið partý í gær. 15. október 2016 07:04 Kristbjörg Kjeld, Ágústa Eva og Salóme einnig í Justice League Ingvar E. Sigurðsson einnig með hlutverk en leikurunum var flogið r til Lundúna fyrir rúmum mánuði til að taka upp atriðið. 25. júlí 2016 10:54 Momoa virðist ánægður með veruna á Íslandi Leikari Aquaman og Khal Drogo er duglegur að birta myndir frá Íslandi. 12. október 2016 14:45 Bréfberi ógn við Batmanmynd Aðalvarðstjóri í lögreglunni segir póstburðarmann spilla fyrir Strandamönnum með birtingu mynda af tökustað Hollywoodmyndar í Djúpuvík. Pósturinn segir sér hafa verið skipað að fjarlægja myndir af netinu. 14. október 2016 07:00 Þrjár þyrlur og fimm einkaþotur á Ströndum vegna Justice League Stjörnufans í Djúpavík þar sem hótelstýran var með 200 manns í mat í dag. 10. október 2016 21:30 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Ró hefur færst yfir Djúpavík eftir að kvikmyndaævintýrið í Reykjafirði náði hámarki í síðustu viku. Tökur á ofurhetjustórmyndinni Justice League hefur staðið yfir nú í október mánuði en í síðustu viku mættu nokkrar stórstjörnur til landsins til að vera við tökurnar. Þar á meðal Ben Affleck, Jason Momoa, Amber Heard og Willem Dafoe, sem nú eru farin af landi brott eftir því sem Vísir kemst næst. Það var mikið um gleði þegar mest var í síðustu viku, 300 manns sem störfuðu við tökur á þessari risamynd og þar sem sungið var í karókí á kvöldin og skemmt sér eftir langa vinnudaga. Hátt í 200 húsbílar voru fluttir á svæðið til að hýsa þennan fjölda á meðan tökum stóð. Húsbílastóðið sem hýsti tökuliðið á Ströndum.Vísir/Jón Halldórsson Í gær hafði fækkað úr um það bil 300 manns niður í rúmlega 20 manns og Hollywood-ljóminn og hægt og rólega að hverfa af Djúpavík. Götulýsingin er aftur komin niður í tvo ljósastaura sem hafa lýst upp víkina síðastliðna áratugi. Á meðan mesta umstangið var í kringum tökurnar á myndinni voru fjöldi ljósastaura í víkinni með allt að fjórum ljósum hver. Þegar mest var voru fimm einkaþotur á Gjögurflugvelli á Ströndum sem flugu með toppana á Strandir sem þangað voru mættir til að taka upp þetta atriði fyrir Justice League. Búast má við að vinnu í tengslum við myndina á Ströndum ljúki ekki fyrr en um mánaðamótin. Einn af leikurunum, Jason Momoa, var hvað duglegastur við að birta myndir af sér á Instagram en þar mátti sjá hann við margskonar aðstæður á Ströndum og meðal annars í náttúrulaug í Gjögri. What the hell is da Hawaiian doing in northern Iceland. Send me mana it's going to be a crazy fucking day ALOHA AC A photo posted by Jason Momoa (@prideofgypsies) on Oct 11, 2016 at 11:35pm PDT Myndin er framleidd af bandaríska kvikmyndaverinu Warner Bros sem birtu mynd á Twitter af leikkonunni Amber Heard í gervi Atlantis-búans Meru í fjörunni í Gjögri. BREAKING: Here is our first look of #AmberHeard as Mera in #JusticeLeague pic.twitter.com/AzkeaHSaLw— Justice League (@JL_Movie) October 12, 2016 Atriðið úr stiklunni þar sem íslensku leikararnir eru ásamt þeim Jason Momoa og Ben Affleck.Vísir/Youtube Íslandstengingin við þessa mynd verður mikil því ekki verður aðeins landslagið á Ströndum áberandi heldur verða íslenskir leikarar í myndinni. Leikfélagið á Hólmavík útvegaði til að mynda á fimmta tug aukaleikara fyrir myndina, svokallaði stadistar, en í júní síðastliðnum voru þau Ingvar E. Sigurðsson, Kristbjörg Kjeld, Ágústa Eva. Erlendsdóttir og Salóme Gunnarsdóttir stödd í kvikmyndaveri í Lundúnum við tökur á atriði fyrir myndina, en afraksturinn af þeim tökum mátti sjá í stiklu fyrir myndina sem var frumsýnd í júlí síðastliðnum. Í þessu atriði má sjá Ben Affleck í hlutverki Bruce Wayne, sem berst við illmenni á næturnar klæddur leðurblökubúningi, ræða við þorpsbúa á öldurhúsi þar sem hann segist vera leita að manni sem kemur með háflóði og færir þorpsbúum fisk. Við tökur á myndinni fékk Ingvar E. Sigurðsson nokkrar línur á móti Ben Affleck en ekki er vitað hvort það muni enda í lokaútgáfu myndarinnar. Sá maður er Arthur Curry, leikinn af Jason Momoa, sem er þekktur undir ofurhetjunafninu Aquaman. Þó ekkert sé víst í þeim efnum má leiða að því líkur að tökurnar á Ströndum tengist þessu atriði sem sást í stiklunni, það er að segja leit Bruce Wayne að Aquaman. Á meðal leikara sem komu til Íslands var Willem Dafoe sem mun fara með hlutverk Nuidis Vulko, eða Dr. Vulko, sem er einn helsti bandamaður Aquaman af Atlantis-búunum, fólki sem lifir neðansjávar. Þá leikur Amber Heard Meru, sem er eiginkona Aquaman í DC-teiknimyndaheiminum, og er búið að birta myndir af henni í gervi Meru í fjörunni við Gjögur. Þá hafði gömlu verksmiðjunni í Djúpavík verið breytt í einskonar krá eða öldurhús samkvæmt heimildum Vísis, en eins og fyrr segir er á engan hátt hægt að fullyrða um þessar tökur hafi tengst þeirri senu sem sést í stiklu myndarinnar. Ljóst er að mikið hefur gengið á þessa viku sem 300 manns voru samankomnir í Reykjafirði við tökur á þessari mynd en RÚV sagði frá því að kostnaður við tökurnar hér á landi nemi um hálfum milljarði króna. Áætlað er að myndin verði frumsýnd í nóvember á næsta ári.
Bíó og sjónvarp Árneshreppur Íslandsvinir Tengdar fréttir Ben Affleck og Momoa í góðum gír á Íslandi Svo virðist sem að haldið hafi verið partý í gær. 15. október 2016 07:04 Kristbjörg Kjeld, Ágústa Eva og Salóme einnig í Justice League Ingvar E. Sigurðsson einnig með hlutverk en leikurunum var flogið r til Lundúna fyrir rúmum mánuði til að taka upp atriðið. 25. júlí 2016 10:54 Momoa virðist ánægður með veruna á Íslandi Leikari Aquaman og Khal Drogo er duglegur að birta myndir frá Íslandi. 12. október 2016 14:45 Bréfberi ógn við Batmanmynd Aðalvarðstjóri í lögreglunni segir póstburðarmann spilla fyrir Strandamönnum með birtingu mynda af tökustað Hollywoodmyndar í Djúpuvík. Pósturinn segir sér hafa verið skipað að fjarlægja myndir af netinu. 14. október 2016 07:00 Þrjár þyrlur og fimm einkaþotur á Ströndum vegna Justice League Stjörnufans í Djúpavík þar sem hótelstýran var með 200 manns í mat í dag. 10. október 2016 21:30 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Ben Affleck og Momoa í góðum gír á Íslandi Svo virðist sem að haldið hafi verið partý í gær. 15. október 2016 07:04
Kristbjörg Kjeld, Ágústa Eva og Salóme einnig í Justice League Ingvar E. Sigurðsson einnig með hlutverk en leikurunum var flogið r til Lundúna fyrir rúmum mánuði til að taka upp atriðið. 25. júlí 2016 10:54
Momoa virðist ánægður með veruna á Íslandi Leikari Aquaman og Khal Drogo er duglegur að birta myndir frá Íslandi. 12. október 2016 14:45
Bréfberi ógn við Batmanmynd Aðalvarðstjóri í lögreglunni segir póstburðarmann spilla fyrir Strandamönnum með birtingu mynda af tökustað Hollywoodmyndar í Djúpuvík. Pósturinn segir sér hafa verið skipað að fjarlægja myndir af netinu. 14. október 2016 07:00
Þrjár þyrlur og fimm einkaþotur á Ströndum vegna Justice League Stjörnufans í Djúpavík þar sem hótelstýran var með 200 manns í mat í dag. 10. október 2016 21:30