Lítið framboð fasteigna hefur hægt á markaðinum Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. október 2016 10:00 Formaður Félags fasteignasala segir algjöran skort á íbúðum á 40 milljónir króna eða minna. Vegna framboðsskorts er salan farin að minnka. Fréttablaðið/Anton Þrátt fyrir uppsveiflu í efnahagslífinu og verðhækkanir á fasteignamarkaði er samdráttur í sölu fasteigna. „Það er minna framboð af eignum úti á markaðnum. Þar af leiðandi eru færri tækifæri fyrir kaupendur sem hefur leitt til þess að salan hefur dregist aðeins saman,“ segir Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala. Samkvæmt tölum Þjóðskrár var 636 kaupsamningum þinglýst í september síðastliðnum og nam heildarveltan 28,9 milljörðum króna, en í september 2015 var 875 kaupsamningum þinglýst og veltan 36,2 milljarðar. Samdrátturinn í fjölda samninga er 27,3 prósent. Sama mynstur var uppi í ágúst þegar 624 samningum var þinglýst miðað við 780 árið á undan Kjartan segir að stærsti kaupendahópurinn sækist eftir íbúðum sem kosta 40 milljónir eða minna. „Það er svo til engar nýbyggingar að fá fyrir þann hóp,“ segir hann og bætir við að þær nýbyggingar sem hafi verið í sölu hafi einkum verið verðlagðar á 50 til 60 milljónir eða meira. Ekki sé útlit fyrir að framboð af ódýrari eignum aukist á næstunni. Þá bendir Kjartan á að húsnæðisverð hafi hækkað mikið, einkum á þessu ári. Það hafi leitt til þess að sumar eignir seljist hreinlega ekki. „Markaðurinn er miklu meðvitaðri í dag en hann var til dæmis árið 2007, þegar þú varst hvort sem er að fá allt lánað. Þú þarft að hafa þitt eigið fé núna og það hefur áhrif,“ segir hann. Kjartan segir einna mest framboð á nýjum íbúðum vera í Garðabæ og Kópavogi, en einnig Hafnarfirði. „Það má ekki gleyma því að eitt það hverfi sem hefur hækkað hvað mest eru Vellirnir. Það er hverfi sem hefur hækkað hvað mest,“ segir Kjartan. Það hverfi hafi allt sem þarf. „Allir innviðir eru þarna. Þú ert með Haukana þarna og flotta íþróttaaðstöðu, allar verslanir þarna komnar upp og sérbýli og blokkir í bland. Það var mikið gert grín að þessu hverfi lengi vel. En ég held eftir á að hyggja að þessi hugmynd hafi gengið upp,“ segir Kjartan. Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Þrátt fyrir uppsveiflu í efnahagslífinu og verðhækkanir á fasteignamarkaði er samdráttur í sölu fasteigna. „Það er minna framboð af eignum úti á markaðnum. Þar af leiðandi eru færri tækifæri fyrir kaupendur sem hefur leitt til þess að salan hefur dregist aðeins saman,“ segir Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala. Samkvæmt tölum Þjóðskrár var 636 kaupsamningum þinglýst í september síðastliðnum og nam heildarveltan 28,9 milljörðum króna, en í september 2015 var 875 kaupsamningum þinglýst og veltan 36,2 milljarðar. Samdrátturinn í fjölda samninga er 27,3 prósent. Sama mynstur var uppi í ágúst þegar 624 samningum var þinglýst miðað við 780 árið á undan Kjartan segir að stærsti kaupendahópurinn sækist eftir íbúðum sem kosta 40 milljónir eða minna. „Það er svo til engar nýbyggingar að fá fyrir þann hóp,“ segir hann og bætir við að þær nýbyggingar sem hafi verið í sölu hafi einkum verið verðlagðar á 50 til 60 milljónir eða meira. Ekki sé útlit fyrir að framboð af ódýrari eignum aukist á næstunni. Þá bendir Kjartan á að húsnæðisverð hafi hækkað mikið, einkum á þessu ári. Það hafi leitt til þess að sumar eignir seljist hreinlega ekki. „Markaðurinn er miklu meðvitaðri í dag en hann var til dæmis árið 2007, þegar þú varst hvort sem er að fá allt lánað. Þú þarft að hafa þitt eigið fé núna og það hefur áhrif,“ segir hann. Kjartan segir einna mest framboð á nýjum íbúðum vera í Garðabæ og Kópavogi, en einnig Hafnarfirði. „Það má ekki gleyma því að eitt það hverfi sem hefur hækkað hvað mest eru Vellirnir. Það er hverfi sem hefur hækkað hvað mest,“ segir Kjartan. Það hverfi hafi allt sem þarf. „Allir innviðir eru þarna. Þú ert með Haukana þarna og flotta íþróttaaðstöðu, allar verslanir þarna komnar upp og sérbýli og blokkir í bland. Það var mikið gert grín að þessu hverfi lengi vel. En ég held eftir á að hyggja að þessi hugmynd hafi gengið upp,“ segir Kjartan.
Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira