"Öryrkjar hafa ekki nóg til þess að eiga í sig og á og búa bara við fátækt" Jóhann K. Jóhannsson skrifar 15. október 2016 19:15 Formaður Öryrkjabandalagsins segir félagsmálaráðherra hafa farið þvert gegn vilja almannatrygginganefndar og stjórnarliðum með breytingum á lögum um almannatryggingar sem samþykktar voru á Alþingi í þinglok. Þeir sem lifa þurfi á örorkulífeyri frá almannatryggingum líði óboðlega fátækt. Á aðalfundi Öryrkjabandalagsins sem haldinn var í dag voru samþykktar ályktanir um helstu baráttumál félagsins á komandi misserum. Í síðustu viku voru samþykkt lög um breytingar á almannatryggingakerfinu þar sem hlutur öryrkja þótti heldur rýr að mati bandalagsins. Öryrkjabandalagið hefur skipt baráttumálum sínum niður í fimm málaflokka og er þar efst á blaði lífeyrismál örorkulífeyrisþega. Bandalagið vill við einnig lögfesta NPA og bæta enn frekar aðgengi fatlaðra að samfélaginu. Styrkja menntakerfið og svo sömuleiðis heilbrigðiskerfið þar sem lögð er áhersla á heilbrigðisþjónusta verði gjaldfrjáls. „Staða örorkulífeyrisþega er þannig í dag að þeir sem þurfa að lifa á þessum örorkulífeyri frá almannatryggingum, þeir hafa alls ekki nóg til þess að eiga í sig og á og búa bara við fátækt,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins. Á aðalfundinum í dag voru samþykktar ályktanir sem jafnframt eru áskoranir til nýrrar ríkisstjórnar sem tekur við völdum eftir kosningar í lok mánaðarins. „Við tölum ekki síður til kjósenda og hvetjum þá til þess að horfa til mannréttinda og að þeir kjósi betra samfélag fyrir alla,“ segir Ellen. Ellen segir að sú breyting sem gerð hafi verið á lögum um almannatryggingakerfið og voru samþykkt fyrir þinglok hafi staða öryrkja lítið sem ekkert breyst. Fulltrúi frá Öryrkjabandalaginu hafi setið í almannatrygginganefnd í þrjú ár þar sem hann hafi lagt áherslu á mál bandalagsins. Niðurstaða nefndarinnar í vinnu við frumvarpið hafi svo verið önnur en bandalagið batt vonir um. Ráðherra hafi svo tekið ákvörðun um að fara allt aðra leið en nefndin og stjórnarliðar vildu fara þar sem var skýr samstaða um að svokölluð "sérstök framfærslu uppbót", sem skerðir atvinnutekjur krónu á móti krónu, yrði látin víkja „Ráðherra fór hins vegar skýrt og klárt þá leið að festa þessa sérstöku framfærslu uppbót enn frekar í sessi,“ segir Ellen. Kosningar 2016 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Formaður Öryrkjabandalagsins segir félagsmálaráðherra hafa farið þvert gegn vilja almannatrygginganefndar og stjórnarliðum með breytingum á lögum um almannatryggingar sem samþykktar voru á Alþingi í þinglok. Þeir sem lifa þurfi á örorkulífeyri frá almannatryggingum líði óboðlega fátækt. Á aðalfundi Öryrkjabandalagsins sem haldinn var í dag voru samþykktar ályktanir um helstu baráttumál félagsins á komandi misserum. Í síðustu viku voru samþykkt lög um breytingar á almannatryggingakerfinu þar sem hlutur öryrkja þótti heldur rýr að mati bandalagsins. Öryrkjabandalagið hefur skipt baráttumálum sínum niður í fimm málaflokka og er þar efst á blaði lífeyrismál örorkulífeyrisþega. Bandalagið vill við einnig lögfesta NPA og bæta enn frekar aðgengi fatlaðra að samfélaginu. Styrkja menntakerfið og svo sömuleiðis heilbrigðiskerfið þar sem lögð er áhersla á heilbrigðisþjónusta verði gjaldfrjáls. „Staða örorkulífeyrisþega er þannig í dag að þeir sem þurfa að lifa á þessum örorkulífeyri frá almannatryggingum, þeir hafa alls ekki nóg til þess að eiga í sig og á og búa bara við fátækt,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins. Á aðalfundinum í dag voru samþykktar ályktanir sem jafnframt eru áskoranir til nýrrar ríkisstjórnar sem tekur við völdum eftir kosningar í lok mánaðarins. „Við tölum ekki síður til kjósenda og hvetjum þá til þess að horfa til mannréttinda og að þeir kjósi betra samfélag fyrir alla,“ segir Ellen. Ellen segir að sú breyting sem gerð hafi verið á lögum um almannatryggingakerfið og voru samþykkt fyrir þinglok hafi staða öryrkja lítið sem ekkert breyst. Fulltrúi frá Öryrkjabandalaginu hafi setið í almannatrygginganefnd í þrjú ár þar sem hann hafi lagt áherslu á mál bandalagsins. Niðurstaða nefndarinnar í vinnu við frumvarpið hafi svo verið önnur en bandalagið batt vonir um. Ráðherra hafi svo tekið ákvörðun um að fara allt aðra leið en nefndin og stjórnarliðar vildu fara þar sem var skýr samstaða um að svokölluð "sérstök framfærslu uppbót", sem skerðir atvinnutekjur krónu á móti krónu, yrði látin víkja „Ráðherra fór hins vegar skýrt og klárt þá leið að festa þessa sérstöku framfærslu uppbót enn frekar í sessi,“ segir Ellen.
Kosningar 2016 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira