
Hinseginfræðsla fyrir verðandi heilbrigðisstarfsmenn
Samkvæmt lögum um réttindi sjúklinga á Íslandi þá á sjúklingur rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er völ á að veita. Það þýðir að sjúklingur á rétt á þjónustu sem miðast við ástand hans og horfur á hverjum tíma og bestu þekkingu sem völ er á. Auk þess skal heilbrigðisstarfsmaður leitast við að koma á traustu sambandi milli sín og sjúklings. Að því sögðu má spyrja sig hvernig hinsegin fólki farnist innan heilbrigðiskerfisins og hvort þekking á hinsegin málefnum meðal heilbrigðisstarfsmanna sé nægileg til að tryggja sem fullkomnasta heilbrigðisþjónustu fyrir þennan hóp einstaklinga? Í fyrrnefndri könnun þóttu aðeins 27% af 186 svarendum á heilbrigðisvísindasviði að þeir hafi fengið nægilega fræðslu um hinsegin málefni. Hinsvegar töldu um 87% að þekking á meðal starfsfólks á hinsegin málefnum myndi auka gæði heilbrigðisþjónustu fyrir hinsegin fólk auk þess sem 86% var sammála því að hinseginfræðsla ætti að vera hluti af háskólanámi heilbrigðisstarfsfólks.
Hinsegin fólk eins og hvert annað fólk þarf á heilbrigðisþjónustu að halda á einhverjum tímapunkti. Ákveðnir hinsegin hópar þurfa hinsvegar á viðvarandi heilbrigðisþjónustu að halda. Sumt trans fólk, sem er fólk sem upplifir sig ekki í því kyni sem því var úthlutað við fæðingu, kýs að fara í kynleiðréttingarferli en mikill hluti þess á sér stað innan heilbrigðiskerfisins og hormónameðferð er ævilangt. Intersex fólk þarf einnig oft á langvarandi meðferð að halda t.d. vegna hormóna vanstarfsemi/ofstarfsemi. Intersex fólk er fólk með ódæmigerð kyneinkenni fyrir karl eða konu þar sem kyneinkenni vísa til líkama okkar og einkenna, þ.e. kynlitninga, æxlunarfæra, kynfæra, hormónastarfsemi og annara þátta.
Þó svo að við megum vera mjög stolt af okkar heilbrigðiskerfi og starfsmönnum þá er það staðreynd að hinsegin fólk og sér í lagi trans og intersex fólk verður fyrir mismunun í heilbrigðiskerfinu. Forræðishyggja, fordómar og fáfræði eru helsta uppspretta þessarar mismununar. Forræðishyggja að því leiti að til þess að trans fólk í kynleiðréttingarferli geti fengið nafnabreytingu, hormón og undirgengist skurðaðgerðir þá þarf teymi á Landspítala að greina einstaklinginn með kynáttunarvanda (geðgreining) og meta hvort að einstaklingar séu hæfir í og uppfylli skilyrði þess að geta byrjað í ferli. Þessi skilyrði gefa ekki mikið svigrúm fyrir fólk sem upplifir sig ekki eingöngu sem karl eða konu og ýta undir tvíhyggju kynjakerfi, sbr. skilgreiningu á kynáttunarvanda og orðalagi í lögum um réttarstöðu einstaklinga með kynáttunarvanda nr. 57/2012 þar sem eingöngu er gert ráð fyrir tveimur kynjum. Intersex fólk getur líka lent í forræðishyggju þ.e. lenda í því að sæta óþarfa inngrip. Til dæmis hafa ungabörn með óræð kynfæri verið látin undirgangast óþarfa aðgerðir á kynfærum þeirra án læknisfræðilegra ástæðna. Þessar aðgerðir eru því einungis gerðar til að normalísera útlit þeirra og geta ollið varanlegan skaða á kynfærum. Fordómar gagnvart hinsegin fólki innan heilbrigðiskerfisins eru þakkanlega oftast ómeðvitaðir og stafa líklegast aðallega af fáfræði. Dæmi um þetta er að oft er gert ráð fyrir að einstaklingur sé gagnkynhneigður og cískynja (s.s. ekki trans) þar til annað sannast.
Fræðsla er sterkasta vopnið sem við höfum í baráttu við fordóma. Fordómar eru oftast sprottnir af þekkingarskorti sem gerir fólki erfitt að setja sig í spor annarra. Hér er því mikið svigrúm til að gera betur í að fræða heilbrigðisstarfsfólk um hinsegin málefni, veruleika og hugtök. Í margnefndri könnun skoraði sá hópur nemanda sem hafði fengið hinseginfræðslu marktækt hærra á hinseginþekkingu heldur en þeir sem höfðu ekki fengið fræðslu. Þeir mátu sig einnig betur í stakk búna til að taka á móti hinsegin fólki án nokkurra vandkvæða. Það er því ljóst að hinseginfræðsla er mikilvægt tól til að bæta heilbrigðisþjónustu og með eflingu hinseginfræðslu í háskólanámi verðandi heilbrigðisstarfsmanna væri mikill sigur hafinn.
Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, í tilefni Jafnréttisdaga háskólanna sem standa yfir dagana 10.-21. október. Dagskrá má finna hér.
Skoðun

Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu
Hópur Sjálfstæðismanna skrifar

Háskóladagurinn og föðurlausir drengir
Margrét Valdimarsdóttir skrifar

Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands
Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar

En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla
Pétur Henry Petersen skrifar

Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur
Micah Garen skrifar

Tölum um það sem skiptir máli
Flosi Eiríksson skrifar

Hvernig borg verður til
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar?
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum
Helga Rósa Másdóttir skrifar

Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund?
Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar

Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025
Alice Viktoría Kent skrifar

Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar
Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar

Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl
Jóna Lárusdóttir skrifar

Látum verkin tala
Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn
Jón Ólafur Halldórsson skrifar

Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Glötuðu tækifærin
Guðmundur Ragnarsson skrifar

Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf
Sverrir Fannberg Júliusson skrifar

Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina!
Sigvaldi Einarsson skrifar

Hvað eru Innri þróunarmarkmið?
Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar

Hagur okkar allra
Steinþór Logi Arnarsson skrifar

Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna
Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar

Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna?
Karl Guðmundsson skrifar

Smíðar eru nauðsyn
Einar Sverrisson skrifar

Nýsköpunarlandið
Elías Larsen skrifar

Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Sérfræðingarnir
Sölvi Tryggvason skrifar

Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu
Arnþór Sigurðsson skrifar

Venjuleg kona úr Hveragerði
Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar