Bréfberi ógn við Batmanmynd Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. október 2016 07:00 Djúpavík er afskekkt og yfirleitt friðsæl en í nokkra daga eru þar nú mikil umsvif vegna upptöku á atriði í nýrri mynd um Batman og félaga. Myndin er samsett. Vísir/AFP/Stefán Póstburðarmaðurinn Jón Halldórsson á Hólmavík er ósáttur við að geta ekki tekið myndir óáreittur á athafnasvæði kvikmyndagerðarfólks sem nú er í Djúpuvík á Ströndum. Verið er að taka upp atriði í Hollywood-myndinni Justice League sem er með stórstjörnuna Ben Affleck í hlutverki Batmans. Gríðarleg umsvif kvikmyndagerðarmannanna hafa vakið athygli. Einkaþotur, þyrlur, rútuhersing og heilt húsbílahverfi koma þar við sögu. Jón segir að þegar hann hafi komið að Djúpuvík á mánudag hafi menn merktir Securitas tekið á móti honum um einum kílómetra utan við þorpið. „Einn þeirra stoppaði mig af og sagði að það væru bannaðar allar myndatökur,“ segir Jón. Hann hafi gengið upp í fjalllendi og tekið myndir þar yfir svæðið. Myndirnar birti hann á bloggsíðu sinni holmavik.123.is og á Facebook. Að kvöldi dagsins sem Jón birti myndirnar kveðst hann hafa fengið símhringingu frá yfirmanni öryggismála á tökustaðnum. Sá hafi verið gríðarlega hvass og sagt fyrirtæki sitt geta orðið gjaldþrota vegna myndbirtinganna. „Hann skipaði mér að taka þetta út – sem ég bara gerði ekki.“ Hannes Leifsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Hólmavík, segir aðspurður að í raun hafi kvikmyndagerðarfólkið ekki vald til að banna fólki sem leið á um veginn um Djúpuvík að taka myndir. Hins vegar séu leikmunirnir á einkalóð og hægt sé að banna myndatökur af þeim og af fólkinu. „Þannig að væntanlega getur landeigandi eða þá leigjandi bannað slíkar myndatökur án þess að ég sé að fullyrða neitt,“ segir hann. Aðalvarðstjórinn kveðst hafa farið sjálfur norður í Djúpuvík á þriðjudaginn. Þar sé vel að öllu staðið. „Þeir vilja öllum vel og þeir hleypa allri umferð í gegn. Og eins og þeir sögðu við mig: Við getum náttúrlega ekki bannað mönnum að taka myndir en birting myndanna sem skaðar þetta verkefni er svolítið meinleg. Það er það sem þeir eru að reyna að koma í veg fyrir,“ segir hann. Að sögn Hannesar er verkefnið ótrúleg innspýting fyrir lítið samfélag með fábrotna atvinnustarfsemi. Jón sé hins vegar að spilla fyrir með birtingu myndanna. „Þessi ágæti aðili, hann Jón póstur, hann er svolítið að skemma fyrir öllum hinum, vegna þess að eins og gengur þá er þetta verkefni sem er háð ákveðnum reglum og þessir aðilar sem að þessu koma eru látnir skrifa undir samninga um að halda trúnað,“ segir Hannes. „Hann er virkilega að gera þetta í óþökk þeirra íbúa sem búa hérna. Þarna er fólk að fá vinnu við þetta verkefni og ég veit að íbúar hér vonast til þess að þetta kannski komi þessu svæði á kortið.“ Sem dæmi um mikla þátttöku heimamanna í Hollywoodmyndinni nefnir Hannes að í gær hafi tvær eða þrjár rútur farið frá Hólmavík með statista norður í Djúpuvík. Hann ber framleiðslufyrirtækinu, True North, afar vel söguna. „Það er afskaplega gott að eiga við þetta fólk. Ég skoðaði allt og þeir löbbuðu með mér út um allt og þeir reyna að standa að þessu eins vel og þeir mögulega geta,“ segir Hannes sem kveður beiðni kvikmyndagerðarfólksins vegna myndbirtinga setta kurteislega fram. „Þetta eru vinsamleg tilmæli um að virða það að þarna séu ákveðnir hlutir í gangi og það er eiginlega synd ef einhver er að skemma fyrir.“ Miðað við þær áætlanir sem aðalvarðstjórinn hefur heyrt verður tökum lokið í dag. „Þá pakka þeir saman og koma þessu öllu til byggða.“ Vegurinn norður Strandir er sérlega slæmur núna og Hannes segir viðbúið að vegna rigninganna verði talsvert hrun og að aka þurfi fyrir skriður. „En á móti kemur að Vegagerðin er með mannskap á tánum og það er í samvinnu við True North. Þannig að það eru allir að hjálpast að við að gera þetta dæmi svo sómi sé að. Það er gaman að fá svona stórt verkefni á þetta svæði og þess vegna er fólki umhugað um þetta gangi vel og að við fáum gott orð á okkur.“ Jón Halldórsson segist vera mjög forvitinn og hafa verið að spyrja aðra um bíómyndina. „En það vill enginn svara um eitt eða neitt; þeim er bara sagt að halda kjafti.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Póstburðarmaðurinn Jón Halldórsson á Hólmavík er ósáttur við að geta ekki tekið myndir óáreittur á athafnasvæði kvikmyndagerðarfólks sem nú er í Djúpuvík á Ströndum. Verið er að taka upp atriði í Hollywood-myndinni Justice League sem er með stórstjörnuna Ben Affleck í hlutverki Batmans. Gríðarleg umsvif kvikmyndagerðarmannanna hafa vakið athygli. Einkaþotur, þyrlur, rútuhersing og heilt húsbílahverfi koma þar við sögu. Jón segir að þegar hann hafi komið að Djúpuvík á mánudag hafi menn merktir Securitas tekið á móti honum um einum kílómetra utan við þorpið. „Einn þeirra stoppaði mig af og sagði að það væru bannaðar allar myndatökur,“ segir Jón. Hann hafi gengið upp í fjalllendi og tekið myndir þar yfir svæðið. Myndirnar birti hann á bloggsíðu sinni holmavik.123.is og á Facebook. Að kvöldi dagsins sem Jón birti myndirnar kveðst hann hafa fengið símhringingu frá yfirmanni öryggismála á tökustaðnum. Sá hafi verið gríðarlega hvass og sagt fyrirtæki sitt geta orðið gjaldþrota vegna myndbirtinganna. „Hann skipaði mér að taka þetta út – sem ég bara gerði ekki.“ Hannes Leifsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Hólmavík, segir aðspurður að í raun hafi kvikmyndagerðarfólkið ekki vald til að banna fólki sem leið á um veginn um Djúpuvík að taka myndir. Hins vegar séu leikmunirnir á einkalóð og hægt sé að banna myndatökur af þeim og af fólkinu. „Þannig að væntanlega getur landeigandi eða þá leigjandi bannað slíkar myndatökur án þess að ég sé að fullyrða neitt,“ segir hann. Aðalvarðstjórinn kveðst hafa farið sjálfur norður í Djúpuvík á þriðjudaginn. Þar sé vel að öllu staðið. „Þeir vilja öllum vel og þeir hleypa allri umferð í gegn. Og eins og þeir sögðu við mig: Við getum náttúrlega ekki bannað mönnum að taka myndir en birting myndanna sem skaðar þetta verkefni er svolítið meinleg. Það er það sem þeir eru að reyna að koma í veg fyrir,“ segir hann. Að sögn Hannesar er verkefnið ótrúleg innspýting fyrir lítið samfélag með fábrotna atvinnustarfsemi. Jón sé hins vegar að spilla fyrir með birtingu myndanna. „Þessi ágæti aðili, hann Jón póstur, hann er svolítið að skemma fyrir öllum hinum, vegna þess að eins og gengur þá er þetta verkefni sem er háð ákveðnum reglum og þessir aðilar sem að þessu koma eru látnir skrifa undir samninga um að halda trúnað,“ segir Hannes. „Hann er virkilega að gera þetta í óþökk þeirra íbúa sem búa hérna. Þarna er fólk að fá vinnu við þetta verkefni og ég veit að íbúar hér vonast til þess að þetta kannski komi þessu svæði á kortið.“ Sem dæmi um mikla þátttöku heimamanna í Hollywoodmyndinni nefnir Hannes að í gær hafi tvær eða þrjár rútur farið frá Hólmavík með statista norður í Djúpuvík. Hann ber framleiðslufyrirtækinu, True North, afar vel söguna. „Það er afskaplega gott að eiga við þetta fólk. Ég skoðaði allt og þeir löbbuðu með mér út um allt og þeir reyna að standa að þessu eins vel og þeir mögulega geta,“ segir Hannes sem kveður beiðni kvikmyndagerðarfólksins vegna myndbirtinga setta kurteislega fram. „Þetta eru vinsamleg tilmæli um að virða það að þarna séu ákveðnir hlutir í gangi og það er eiginlega synd ef einhver er að skemma fyrir.“ Miðað við þær áætlanir sem aðalvarðstjórinn hefur heyrt verður tökum lokið í dag. „Þá pakka þeir saman og koma þessu öllu til byggða.“ Vegurinn norður Strandir er sérlega slæmur núna og Hannes segir viðbúið að vegna rigninganna verði talsvert hrun og að aka þurfi fyrir skriður. „En á móti kemur að Vegagerðin er með mannskap á tánum og það er í samvinnu við True North. Þannig að það eru allir að hjálpast að við að gera þetta dæmi svo sómi sé að. Það er gaman að fá svona stórt verkefni á þetta svæði og þess vegna er fólki umhugað um þetta gangi vel og að við fáum gott orð á okkur.“ Jón Halldórsson segist vera mjög forvitinn og hafa verið að spyrja aðra um bíómyndina. „En það vill enginn svara um eitt eða neitt; þeim er bara sagt að halda kjafti.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira