Fullskipaður listi Bjartrar Framtíðar í Norðvestur Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2016 14:44 Kristín, Valdimar og Ásthildur. Björt framtíð hefur birt fullskipaðan lista í Norðvesturkjördæmi. Fyrsta sæti á lista Bjartrar framtíðar í Norðvesturkjördæmi skipar G. Valdimar Valdemarsson, framkvæmdastjóri. Hann tók þátt í að stofna Bjarta framtíð með þá von í brjósti að Björt framtíð gæti unnið öðruvísi. Hann telur að fulltrúar Bjartrar framtíðar hafi náð árangri við að nálgast verkefni og vandamál samtímans með nýjum aðferðum þar sem við greinum veikleika og styrkleika, ógnir og tækifæri og byggjum stefnumörkun á staðreyndum og rannsóknum en ekki eingöngu á pólitískri hugmyndafræði. G. Valdimar vill að stjórnmál snúist meira um markmið og framtíðarsýn og er tilbúinn að leggja á sig mikla vinnu við draga fram þau markmið sem við getum sameinast um þvert á stjórnmálaflokka og hagsmuni. Hans sýn er að við myndum ekki deila svo mikið um leiðirnar ef markmiðin eru skýr. Annað sæti á lista Bjartrar framtíðar í Norðvesturkjördæmi skipar Kristín Sigurgeirsdóttir, skólaritari og MLM nemi. Umhverfis- og loftslagsmálin eru henni hugleikin. Kristín lýsir sér sem náttúrubarni, sem er annt um að afkomendur okkar allra fái að njóta náttúrunnar og umhverfisins eins og við og forverar okkar hafa gert. En til þess verðum við að gæta vel að því hvað við gerum og hvað við framkvæmum. Náttúran á að njóta vafans, það á ekki að gefa neinn afslátt í umhverfis- og loftslagsmálum. Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir, skólaliði og handverkskona, skipar þriðja sæti á lista Bjartrar framtíðar í Norðvesturkjördæmi. Hún leggur áherslu á menntamálin. Skólar og leikskólar berjast í bökkum við að veita grunnþjónustu og hafa ekki fjárhagslegt svigrúm til að gera betur. Skoða þarf betur tekjuskiptingu sveitarfélaga og ríkis í þessu samhengi. Ásthildur vill hlúa að og styðja unga fólkið okkar betur en nú er gert . Ísland getur svo mikið betur, hennar sýn er að horft sé til framtíðar en ekki bara til skamms tíma. Mannúð og mannréttindi eru henni ofarlega í huga, til að mynda aðbúnaður sem hælisleitendum er boðið upp á stenst ekki lágmarkskröfur og misnotkun á erlendu vinnuafli er þögguð niður og látin viðgangast. Þessu og mörgu öðru vil Ásthildur beita sér fyrir á Alþingi. Norðvesturkjördæmi 1. G. Valdimar Valdemarsson, framkvæmdastjóri 2. Kristín Sigurgeirsdóttir, skólaritari og MLM nemi 3. Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir, skólaliði og handverkskona 4. Matthías Freyr Matthíasson, barnaverndarstarfsmaður og laganemi 5. Gunnsteinn Sigurðsson, umsjónarþroskaþjálfi og grunnskólakennari 6. Gunnlaugur Ingivaldur Grétarsson, fjallaleiðsögumaður 7. Elín Matthildur Kristinsdóttir, deildarstjóri og meistaranemi 8. Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur 9. Haraldur Reynisson, kennari 10. Emilía Íris Líndal Garðarsdóttir, myndlistarmaður 11. Vilborg Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi 12. Hafþór Óskarsson, ferðamálafræðingur 13. Ingunn Jónasdóttir, kennari 14. Guðmundur Björnsson, verkfræðingur og gæðastjóri 15. Kristján Guðmundsson, myndlistarmaður 16. Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar Kosningar 2016 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira
Björt framtíð hefur birt fullskipaðan lista í Norðvesturkjördæmi. Fyrsta sæti á lista Bjartrar framtíðar í Norðvesturkjördæmi skipar G. Valdimar Valdemarsson, framkvæmdastjóri. Hann tók þátt í að stofna Bjarta framtíð með þá von í brjósti að Björt framtíð gæti unnið öðruvísi. Hann telur að fulltrúar Bjartrar framtíðar hafi náð árangri við að nálgast verkefni og vandamál samtímans með nýjum aðferðum þar sem við greinum veikleika og styrkleika, ógnir og tækifæri og byggjum stefnumörkun á staðreyndum og rannsóknum en ekki eingöngu á pólitískri hugmyndafræði. G. Valdimar vill að stjórnmál snúist meira um markmið og framtíðarsýn og er tilbúinn að leggja á sig mikla vinnu við draga fram þau markmið sem við getum sameinast um þvert á stjórnmálaflokka og hagsmuni. Hans sýn er að við myndum ekki deila svo mikið um leiðirnar ef markmiðin eru skýr. Annað sæti á lista Bjartrar framtíðar í Norðvesturkjördæmi skipar Kristín Sigurgeirsdóttir, skólaritari og MLM nemi. Umhverfis- og loftslagsmálin eru henni hugleikin. Kristín lýsir sér sem náttúrubarni, sem er annt um að afkomendur okkar allra fái að njóta náttúrunnar og umhverfisins eins og við og forverar okkar hafa gert. En til þess verðum við að gæta vel að því hvað við gerum og hvað við framkvæmum. Náttúran á að njóta vafans, það á ekki að gefa neinn afslátt í umhverfis- og loftslagsmálum. Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir, skólaliði og handverkskona, skipar þriðja sæti á lista Bjartrar framtíðar í Norðvesturkjördæmi. Hún leggur áherslu á menntamálin. Skólar og leikskólar berjast í bökkum við að veita grunnþjónustu og hafa ekki fjárhagslegt svigrúm til að gera betur. Skoða þarf betur tekjuskiptingu sveitarfélaga og ríkis í þessu samhengi. Ásthildur vill hlúa að og styðja unga fólkið okkar betur en nú er gert . Ísland getur svo mikið betur, hennar sýn er að horft sé til framtíðar en ekki bara til skamms tíma. Mannúð og mannréttindi eru henni ofarlega í huga, til að mynda aðbúnaður sem hælisleitendum er boðið upp á stenst ekki lágmarkskröfur og misnotkun á erlendu vinnuafli er þögguð niður og látin viðgangast. Þessu og mörgu öðru vil Ásthildur beita sér fyrir á Alþingi. Norðvesturkjördæmi 1. G. Valdimar Valdemarsson, framkvæmdastjóri 2. Kristín Sigurgeirsdóttir, skólaritari og MLM nemi 3. Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir, skólaliði og handverkskona 4. Matthías Freyr Matthíasson, barnaverndarstarfsmaður og laganemi 5. Gunnsteinn Sigurðsson, umsjónarþroskaþjálfi og grunnskólakennari 6. Gunnlaugur Ingivaldur Grétarsson, fjallaleiðsögumaður 7. Elín Matthildur Kristinsdóttir, deildarstjóri og meistaranemi 8. Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur 9. Haraldur Reynisson, kennari 10. Emilía Íris Líndal Garðarsdóttir, myndlistarmaður 11. Vilborg Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi 12. Hafþór Óskarsson, ferðamálafræðingur 13. Ingunn Jónasdóttir, kennari 14. Guðmundur Björnsson, verkfræðingur og gæðastjóri 15. Kristján Guðmundsson, myndlistarmaður 16. Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar
Kosningar 2016 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira