Innlent

Skóladraugurinn hlýtur Íslensku barnabókaverðlaunin

Atli Ísleifsson skrifar
Skóladraugurinn er fyrsta bók Ingu.
Skóladraugurinn er fyrsta bók Ingu. Mynd/Forlagið
Skóladraugurinn eftir Ingu Mekkin Beck hlýtur Íslensku barnabókaverðlaunin árið 2016.

Í umsögn dómnefndar segir að bókin sé í senn spennandi draugasaga og trúverðug lýsing á barni sem misst hafi ástvin.

Skóladraugurinn er fyrsta bók Ingu í henni segir frá fyrsta degi Gunnvarar í nýjum skóla þar sem hún heyrir söguna um skóladrauginn – gömlu söguna sem allir krakkarnir kunna utan að og eru löngu hættir að taka mark á. En Gunnvör hlustar þar sem það gæti komið sér vel fyrir hana ef draugar eru til.

Þetta er í þrítugasta sinn sem Íslensku barnabókaverðlaunin eru veitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×