Erlent

Bob Dylan hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels

Atli Ísleifsson skrifar
Bob Dylan árið 1965.
Bob Dylan árið 1965. Vísir/Getty
Bandaríska tónskáldið Bob Dylan hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár.

Sænska Nóbelsnefndin greindi frá þessu á fréttamannafundi í morgun.

Hinn 75 ára Dylan hlýtur verðlaunin fyrir textasmíð sína og framlag sitt til bandarískrar dægurtónlistar.

Dylan sló fyrst í gegn árið 1963 þegar plata hans, „The freewheelin' Bob Dylan“ kom út og hefur æ síðan verið einn af þeim allra stærstu innan tónlistargeirans. Hefur hann verið dáður fyrir tónlist sína og ljóðræna texta sína.

Á árunum 1965 og 1966 komu út plöturnar „Bringing it all back home“, „Highway 61 revisited“ og „Blonde on blonde“ sem enn þann dag í dag eru taldar með merkustu þríleikjum tónlistarsögunnar. Dylan gaf svo út fyrsta ljóðasafn sitt árið 1971, Tarantula.

Dylan hefur lengi verið í hópi líklegra til að hljóða viðurkenninguna, en ákvörðun Nóbelsnefndarinnar kemur engu að síður á óvart. Japaninn Haruki Murakami, sýrlenska skáldið Adonis og hinn keníski Ngũgĩ wa Thiong'o voru fyrirfram taldir líklegastir í ár.

Dylan er enn að og mun halda tónleika í Las Vegas í kvöld.

Hin hvítrússneska Svetlana Alexievich hlaut verðlaunin á síðasta ári.


Tengdar fréttir

Dario Fo er látinn

Ítalinn Dario Fo hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1997.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×